SunnudagsMogginn - 13.05.2012, Blaðsíða 37

SunnudagsMogginn - 13.05.2012, Blaðsíða 37
13. maí 2012 37 Spot að leiða tónlistarmenn frá ýmsum þjóðum saman og fá þá til að skapa eitthvað nýtt. Meðal verkefnanna að þessu sinni var samstarf Sóleyjar og þýsku tónlistarkonunnar Masha Qrella en það var heldur klént, þær náðu ekki svo vel saman að úr yrði eitthvað for- vitnilegt, því miður. Löngunin eftir því að komast út af heimamarkaði er ekki síður sterk í Danmörku en hér á landi eins og sjá mátti á mörgum dönsku sveitanna sem gerðu hvað þær gátu til að vera sem al- þjóðlegastar, syngja enska texta við lög sem hvaða rokksveit ensk eða amerísk hefði getað samið. Fyrir vikið er ekki mikið sem situr eftir þó tónleikarnir séu kannski vel heppnaðir í sjálfu sér. Þannig fannst mér Sky Architects ekki nema miðlungi forvitnilegir og Of the Wand and Moon, sem svartmálm- smeistarinn Kim Larsen stýrir, náði aldrei flugi. Þær stöllur í My Bubba & Mi voru aftur á móti stórskemmtilegar, heillandi og húmorískar. Ekki missa af þeim á tónlistarhátíðinni Reykjavík Mu- sic Mess sem hefst 25. maí. Af öðru forvitnilegu dönsku á þessari hátíð má nefna Mike Sheridan, sem flutti langan tilraunakenndan ópus með lifandi spilamennsku í bland við elektr- óníkina sem hann er þekktastur fyrir, unglingana í Ulige numre, sem stóðu sig afskaplega vel, og eins Stoffer og Mask- inen, þó sumt hafi verið fullsykrað fyrir minn smekk. Forvitnileg var líka sú uppákoma að láta stórsveit, bigband, leika lög eftir eðalsveitina Slayer, enda ógleymanlegt að heyra magnað bary- tónsaxófónsóló í Bloodline - og svei mér ef það hentar laginu ekki bara betur en grenjandi gítarar. Þýska söngkonan Klaudia Hebbelmann fór líka vel með texana og dró fram í þeim laglínurnar sem maður heyrir ekki alla jafna, eða tekur ekki eftir í það minnsta. Takið eftir: Nelson Can Það skemmtilegasta við tónlistarhátíðir sem Spot er að hnjóta um frábærar hljómsveitir sem maður veit hvorki haus né sporð á. Þannig er frammistaða Nisennenmondai frá síðasta ári eft- irminnileg í meira lagi, og að þessu sinni var það rokktríóið magnaða Nel- son Can, sem skipað er söngkonunni Seline, bassaleikaranum Signe og trommuleikaranum Tami. Þær spila hátt og skemmtilegt rokk með geggjuðum textum og ég mun lengi minnast frammistöðu þeirra á Spot, en þess má geta að þær voru ekki inni á sjálfri há- tíðinni, heldur í sérstakri sveitarfé- lagadagskrá í hliðarsal. Menn voru mjög uppteknir af því á hátíðinni hvort og þá hvernig hún kemur tónlistarfólki til góða. Meðal þeirra sveita sem komu fram núna var Raveonettes, en hún spilaði einmitt á Spot fyrir áratug og heillaði þá blaða- manninn kunna David Fricke, sem varð til þess að hún komst á útgáfusamning í Ameríku. Vissulega hafa ýmsar sveitir nýtt sér Spot og álíka hátíðir, til að mynda Airwaves, til að ná feitum út- gáfusamningum, en ekki má gleyma því að mun fleiri sveitir hafa náð þeim ár- angri að geta lifað af tónlistinni, sem er það sem flestir eru að leita að; ég held ekki að menn fari almennt út í tónlist í leit að gjálífi. Önnur sveit sem ég sá einmitt á sömu Spot-hátíð og Raveo- nettes lék á, Under byen, varð þannig ekki heimsfræg, en frammistaða hennar þá og síðar varð til þess að plötur sveit- arinnar hafa selst vel víða í Evrópu og hún farið í vel heppnaðar tónlist- arferðir. Álíka sjáum við gerast hér á landi; fyrir hverja eina sveit sem fær stóran samning í útlöndum, eru tíu sem ná samböndum til að geta lifað (spar- lega) af músík í einhver ár – og þá er björninn unninn. Jazz Orchestra Árósa og Contemporary Jazz Orchestra frá Köln slógu saman í Slayer Big Band Project. Ljósmynd/Stine Rasmussen Ljósmynd/Mathias Warnich Ljósmynd/Stine Rasmussen

x

SunnudagsMogginn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: SunnudagsMogginn
https://timarit.is/publication/785

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.