SunnudagsMogginn - 13.05.2012, Blaðsíða 12

SunnudagsMogginn - 13.05.2012, Blaðsíða 12
12 13. maí 2012 Mánudagur Óttarr Proppé Álfar eru líka menn, og menn álfar … Þriðjudagur Ívar Páll Jónsson ÉG VIL KOMA ÞEIM MIS- SKILNINGI Á FRAM- FÆRI AÐ SÍÐUHALD- ARI ER EKKI FROÐU- FELLANDI FÁVITI EINS OG MARGIR HAFA GEFIÐ Í SKYN VIÐ SKULUM GRAFA STRÍÐSTÖSKUNA OG REYNA AÐ ELSKA HVERT ANNAÐ EINS OG SJÁLF OKKUR ÉG ER MAÐ- UR EINS OG ÉG OG ÞÚ, LESANDI SÆLL Föstudagur Skarphéðinn Guð- mundsson Evrópa er nýja Ameríka! Hugleikur Dagsson Alltaf gaman þegar fólk sem heilsar manni aldrei segir „þú heilsar mér aldrei“. Elísabet Kristín Jök- ulsdóttir Djöfull er ég búin að fá leið á mör- gæsum, ísbjörnum og sólblómum. Fésbók vikunnar flett Uppsetning á Synology-tækinu er sáareinföld; boxið er opnað og diskunum (SATA) stungið í viðeigandi raufir og þeir svo festir með meðfylgjandi skrúfum, en líka er hægt að kaupa boxið með diskum. Það getur tekið smá tíma að forsníða stóra diska, en eftir það er sára- einfalt að koma apparatinu af stað og stýra því í gegn- um vefsíðu. Ýmist er hægt að kaupa box- ið með einum eða tveimur diskum eða engum diskum og setja þá í sjálfur. Þeir þurfa ekki að vera jafn stórir, þó það sé yfirleitt skynsamlegra þegar afritunarbox eru annars vegar, og tækið styður mest 8 TB (tvo 4 TB diska). Nettengi á vél- inni er Gigabit Ethernet og einnig eru á því tvö USB-tengi og því hægt að stinga utanáliggjandi diskum í samband, til að mynda til að afrita beint af þeim. Tækið er passlega nett til að setja það útí horn (með góðri loftræstingu) og gleyma því svo; 16,5 cm á hæð, 10 á breidd og 22,5 á langhliðina, og mjög hljóðlátt. Örgjörvinn er ekki ýkja sprækur, 1,2 GHz, en þarf ekki að vera það – hann á bara að knýja gagna- flutning og stjórnborðið. Stýri- kerfi í boxinu er sérsniðin Synology/Linux-útgáfa og sáraeinfalt að sýsla með hana. Eilífar minningar Það er lögmál að allt fyllist á endanum, hvort sem það er geymslan, bíl- skúrinn eða harði diskurinn. Vandinn við harða diskinn er síðan sá að það þarf ekki nema smáhiksta til að margra ára gögn og minningar tapist og því mæli ég með utanáliggjandi gagnageymslu eins og Synology DS212j. Græjur Árni Matthíasson arnim@mbl.is Margir hafa vaknað upp við vondan draum þegar myndasafn heimilisins eða tónlistarsafnið eða vídeósafnið hefur horfið eins og hendi sé veifað þegar harði diskurinn í heimilistölv- unni gefst upp – og auðvitað var ekki til neitt afrit. Það er staðreynd að harði diskurinn í tölvunni bilar á endanum og þó að framleiðandinn segi að hann eigi að endast í ára- tugi er það meðaltalstala og skiptir líka máli hvernig hann er notaður og við hvaða hitastig, svo dæmi séu tekin. Það á að vera regla að ef eitthvað á disknum er þess eðlis að maður myndi sakna þess á að vera til afrit og þá er fínt að hafa það í afrit- unarstöð eins og Synology-boxinu hér til hliðar, nú eða á netinu. Fjöldi fyrirtækja býður upp á ókeypis vist- un á gögnum á netinu; hægt er að geyma myndir hjá Flickr eða Picasa og gögn hjá Google Drive (5 GB frí), Microsoft SkyDrive (7 GB), Apple iCloud (5 GB, bara fyrir Apple-tölvur) eða Dropbox (2 GB), svo dæmi séu tekin. Til að tryggja sig fyrir áföllum á maður náttúrlega að vera með hvort tveggja, afritunarbox og síðan það helsta í geymslu úti í heimi, eða er það vænisýki? Geymslur úti um allt Minningarnar fara til himna Ýmislegur hugbúnaður fylgir með og einfalt að bæta við smáforritum. Meðal annars fylgir gagnaþjónn fyrir myndir, vídeó og tónlist og hægt að streyma í ýmis tæki, til að mynda far- síma og spjaldtölvur. Það fylgir líka iTunes- þjónn fyrir vélar á sama neti, niðurhalsþjónn sem styður torrenta, eMule og FTP, afrit- unarhugbúnaður og svo má telja.

x

SunnudagsMogginn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: SunnudagsMogginn
https://timarit.is/publication/785

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.