SunnudagsMogginn - 13.05.2012, Blaðsíða 42

SunnudagsMogginn - 13.05.2012, Blaðsíða 42
42 13. maí 2012 Ég verð ekki var við að þeimleiðist sem rabba um málfar,stíl og framsetningu. Í slíkriumræðu getur verið hressandi að grípa til dæma sem bjóðast í um- hverfinu. Í vikunni sem leið hóf ég kennslustund með þessum orðum: „Í virðulegum fréttamiðli las ég í morg- un: „Kona missti fæturna á flótta und- an eiginmanninum.“ Er nokkuð at- hugavert við þetta orðalag?“ Einn nemendanna sagði hikandi að þarna hefði sennilega átt að standa: „Hún missti fótana.“ Annar sagði að hér hefði átt að segja „missti fótanna“. Sá þriðji sagðist álíta að ekkert væri við þetta orðalag að athuga; maðurinn hefði greinilega verið með flugbeitt vopn. [Hlátur.] Þetta minnti mig á frá- sögnina af Hallbirni Oddssyni sem greint er frá í Landnámu; hann hjó í örvæntingu höfuðið af konu sinni, Hallgerði Tungu-Oddsdóttur á Breiða- bólstað í Reykholtsdal, af því að hún vildi ekki fylgja honum á heimaslóðir hans í Grímsnesi. Eftir voðaverkið lagði hann á flótta en var felldur við Hallbjarnarvörður. Sögnin missa getur ekki aðeins stýrt þolfalli, heldur líka eignarfalli ef svo ber undir. Skyttan missir kannski trúna (þolfall) á lífið en hún missir ekki marks (eignarfall); gamli mað- urinn missir nú sjón (þolfall) en hann missti aldrei sjónar (eignarfall) á markmiði sínu; innskotsorðið „sko“ má alveg missa sig (þolfall) í texta stjórnmálamannsins sem missti sín (eignarfall) í hita umræðunnar. Nú heyrist reyndar sagt að menn „missi sig“ (þolfall) í hita leiksins. Þetta væri þá dæmi um sömu „þróun“ og merkja má þegar sagt er að menn „missi fæt- urna“ (þolfall; flótti frá eignarfallinu) þegar átt er við að menn „missi fót- anna“ (eignarfall) og detti kylliflatir. Í umræðu um stíl og framsetningu er gjarnan vikið að orðaröð. Kunningi á Akureyri sendi mér eftirfarandi aug- lýsingu sem olli titringi meðal starfs- manna tiltekins skóla: „Fyrirlestur verður kl. 4 um kynferðislegt áreiti á kennarastofu.“ Þarna hefði – til að fyrirbyggja misskilning – mátt hafa skipti á forsetningarliðunum: fyr- irlestur á kennarastofu um kynferð- islegt áreiti. En ef auglýsingartextinn hefði verið þannig, þá hefði ég ekki fengið þetta tækifæri til að minnast á orðaröð og forsetningarliði. Önnur auglýsing, sem nýlega birtist í helstu blöðum, vakti með mér bjart- sýni því að hún sannfærði mig um að starfsmenn auglýsingastofa (og jafnvel peningastofnana) kynnu að meta góð- an kveðskap. Í auglýsingunni stóð m.a. þetta: „Lífeyrissjóðakerfið bognaði en brotnaði ekki í bylnum stóra.“ Hér er vísað í Greniskóginn, kvæði Stephans G. Stephanssonar. Í kvæðinu er greni- trjánum líkt við þá menn sem búa við erfiðar aðstæður en láta ekki bugast. Ljóðið endar á þessum orðum: „Bognar aldrei, – brotnar í/ bylnum stóra sein- ast.“ Auglýsandinn vinnur úr þessum ljóðlínum, sveigir hugmyndina að eigin þörfum, kinkar kolli til þeirra sem þekkja fyrirmyndina en nær einnig til hinna sem ekki þekkja. Í stuttri grein í Félagstíðindum eldri borgara í Reykjavík sagði ég að mig langaði til að efna til sóknar til eflingar móðurmálinu og gera hana sýnilega – eða heyranlega – með lítilli skyndisókn í upphafi. Ég styrktist í þessum ásetn- ingi eftir að sautján ára systursonur minn, sem fæddur er og upp alinn í Bandaríkjunum, kom til Íslands í haust til stuttrar dvalar. Hann var agndofa yfir Ókei-inu og Bæ-inu sem flestir Ís- lendingar undir fimmtugu taka sér í munn í hvert sinn sem þeir kveðja kunningja eða vini. Þegar sautján ára piltur sem aldrei hefur búið á Íslandi á ekki orð yfir amerískum slettum landa sinna hér heima, þá hefur eitthvað snúist við – farið á hausinn. Í umræddri grein í Félagstíðindum lagði ég til að sérhver lesandi safnaði tíu liðsmönnum til friðsamlegrar leiftursóknar gegn hinum framandi kveðjuorðum, ókei bæ; þessir tíu söfn- uðu síðan öðrum tíu og þannig koll af kolli. Nú hvet ég ykkur, lesendur góðir, til að ganga í lið með okkur Félagstíð- indafólkinu og steypa ókei-inu og bæinu af stóli í friðsamlegri, næstum þögulli byltingu, en umbera þessi hljóð eingöngu í tilvikum eins og: „Hann ÓK EI BÆjarleið þessa, ákvað að fara held- ur ríðandi.“ „Hann ÓK EI BÆjarleið þessa“ ’ Nú hvet ég ykkur, lesendur góðir, til að ganga í lið með okkur Félagstíðindafólkinu og steypa ókei-inu og bæinu af stóli í friðsamlegri, næstum þögulli byltingu … Vestur-íslenska skáldið Stephan G. Steph- ansson (1853-1927). Tungutak Baldur Hafstað bhafstad@hi.is Sýningin Hús, með nýjum ogeldri verkum eftir Hrein Frið-finnsson myndlistarmann, verð-ur opnuð í Sverrissal Hafnar- borgar í dag. Á sýningunni eru ljósmyndaverkin House Project, Annað hús og Þriðja hús. Það fyrstnefnda er frá árinu 1974 og er eitt kunnasta verk Hreins en það síðasta er nýtt og sýnt í fyrsta skipti. Öll verkin eru nátengd, hverfast um lítið hús sem fyrst var reist á hól í jarðfalli í hrauninu skammt frá Hafnafirði. Fyrsta verkið vann Hreinn innblás- inn af frásögn Þórbergs Þórðarsonar í bókinni Íslenskum aðli af Sólon Guð- mundssyni á Ísafirði. Húsið var byggt á röngunni, veggfóðrið sneri út, og inni- hélt húsið þannig allan heiminn. Hreinn vann síðan aðra útgáfu af húsinu sem var reist í skúlptúrgarði í Frakklandi árið 2008. Það hús er speglun fyrsta hússins þannig að ytra byrðið sneri að veröldinni en inni var veröldin sjálf í líki svífandi loftsteins sem er fulltrúi alheimsins og á honum situr líkan úr vír af fyrsta húsinu. Síðsumars í fyrra var þriðja húsinu síðan komið fyrir á sama stað og fyrsta húsið stóð, í hrauninu. Það er stækkuð útgáfa vírmódelsins innan úr húsinu í Frakk- landi, einskonar þrívíð teikning af hús- inu úr stáli. Húsin eru spegilmyndir hvert annars og fela í sér alla veröldina um leið og þau loka hana úti. „Þetta er orðin svolítil epík,“ segir Hreinn Friðfinnsson um langa sögu þess- ara tengdu verka, sem spannar nú nær fjóra áratugi. Hreinn er á heimili sínu í Amsterdam, þar sem hann vinnur að list sinni en um þessar mundir tekur hann meðal annars þátt í samsýningum virtra listamanna í Brasilíu og Brussel, auk þess sem sýning með verkum hans úr eigu Péturs Arasonar stendur yfir í Arion banka við Borgartún. Hreinn segir að fyrsta húsið hafi átt að hýsa heiminn all- an og þar með hafi verkinu verið lokið. „Engu að síður skaut því einstaka sinnum upp í hugann og að sjálfsögðu var möguleiki á að hvolfa því við, en hvers vegna? Til hvers? Það var aldrei nægilega rík ástæða til að gera það,“ segir hann. Skotið á fyrsta húsið En svo var Hreini boðið að halda yfirlits- sýningu í samtímalistamiðstöðinni Do- maine de Kerguéhennec á Bretagne- skaga í Frakklandi. Þar er víðáttumikill skúlptúrgarður með verkum eftir marga kunna listamenn, þar á meðal Richard Þetta hús gefur ekki út yfirlýsingu Á hól í jarðfalli sunnan Hafnarfjarðar er risin þrívíddarteikning af húsi eftir Hrein Friðfinns- son myndlistarmann. Stendur það á sama bletti og hús sem hann byggði árið 1974 og var efnivið- ur eins kunnasta verks hans. Í Hafnarborg verð- ur í dag opnuð sýning á verkum um þrjú skyld hús Hreins. Einar Falur Ingólfsson efi@mbl.is Lesbók Fyrir stuttu kom út bókin Fólk ogfréttir: atómsprengjan og önn-ur tíðindi eftir Sigurð BogaSævarsson blaðamann. Í bók- inni er sagt frá minnisverðum atburðum og fyrirbærum á tuttugustu öldinni auk heldur sem skrásetjarinn teygir sig lítið eitt fram á þá tuttugustu og fyrstu. Þetta er önnur bókin sem Sigurður Bogi gefur út í röðinni Fólk og fréttir, en fyrir tveimur árum kom út bókin Fólk og fréttir: fjölmiðlamenn og málin sem mörkuðu skil. Undirtitill bókarinnar vísar í það er heimurinn allir stóð á öndinni af ótta við kjarnavopn og Íslendingar ekki síst. „Óttinn við hugsanlega kjarnorkuárás var mikill hér á landi og litaði samfélagið á margan hátt þótt kannski muni ekki margir eftir því í dag,“ segir Sigurður Bogi og bendir á sem dæmi að undir Bú- staðakirkju sé sérstakur kjallari sem er Fréttir frá sjónar- horni fólksins Í nýrri bók segir Sigurður Bogi Sævarsson frá minnisverðum atburðum og fyrirbærum á tutt- ugustu öldinni og fram á þá tuttugustu og fyrstu. Árni Matthíasson arnim@mbl.is

x

SunnudagsMogginn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: SunnudagsMogginn
https://timarit.is/publication/785

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.