SunnudagsMogginn - 13.05.2012, Blaðsíða 22
22 13. maí 2012
Kosningar í Grikklandi hafa glætt vonirþarlendra um að þeir kunni að sleppabetur en horfði frá sínum vanda. For-setaskipti í Frakklandi efla þessa ósk-
hyggju vegna fyrirheita í nýliðinni kosningabar-
áttu. Þau kölluðu á stefnubreytingu. Víkja bæri
að nokkru frá áherslu á aðhald, niðurskurð og
þrengingar lífskjara, en hugsa fremur um hag-
vöxt og hvernig megi stuðla að honum.
Stóru orðin smækka
Talsmenn hins nýkjörna forseta eru þegar byrj-
aðir að vatna út þessi kosningafyrirheit, þótt
húsbóndi þeirra hafi ekki enn fengið valdataum-
ana í hendurnar. Þeir segja nú að samherjarnir
stóru í ESB verði að koma til móts við Holland og
búrókratar í Brussel eru þegar farnir að tala um
tilfærslu fjármuna á milli sjóða, sem nota megi til
að hraða ákveðnum fjárfestingum. Ekki er víst að
sá franski þori að lúta að svo lágu vegna þess að
hann þarf að hafa þingkosningarnar í júní á bak
við eyrað. En þegar er augljóst orðið að miklu
minna verður úr en um var talað. En hvernig svo
sem farið verður að til að tryggja að Holland haldi
andlitinu eru engar líkur á að hagur Grikklands
vænkist við það.
Þjóðverjar mildast?
Þeir sem fylgjast grannt með umræðunni í
Þýskalandi þykjast raunar merkja vísbendingar
um mildari afstöðu yfirvalda í Berlín. En þá er
horft til þess að ráðamenn þar virðast nú geta
hugsað sér að draga örlítið úr forskoti Þýskalands
í milliríkjaviðskiptum á evrusvæðinu, og jafnvel
slakað tímabundið á heilögum sjónarmiðum um
mjög litla verðbólgu. En hinn viðskiptalegi ójöfn-
uður á milli Þýskalands annars vegar og ríkja í
suðurhluta álfunnar hins vegar er svo mikill að
hann verður ekki læknaður með smávægilegum
tilslökunum nema á mjög löngum tíma. Þann
tíma hafa þjóðirnar ekki. Vera má að fresta hefði
mátt glundroðanum á evrusvæðinu, ef Þýskaland
hefði viðurkennt þessa stöðu fyrr. En eins og nú
er komið verður bilið ekki brúað innan sameign-
legrar myntar. Þetta er að renna upp fyrir sífellt
fleirum. Ekki þó Grikkjum. Þar minnir hræðslu-
áróðurinn um hvað muni gerast detti Grikkir út
úr evrusvæðinu helst á Icesave-talið hér heima.
Fellt Icesave átti að þýða að efnahagslegt öng-
þveiti yrði í landinu. Grikkir eru fyrir löngu lentir
í efnahagslegu öngþveiti. Spurningin snýst um
hvort þeir komist nokkru sinni út úr því.
Atvinnuleysi ungs fólks í Grikklandi er komið í
54 prósent. Hefur Grikkland þar með jafnað met
Spánar. Fyrirsjáanlegt er að þetta hrikalega at-
vinnuleysi muni aukast enn í þessum löndum og
umskipti eru hvergi í augsýn. Leiðtogar Evrópu,
en það er annað heiti á stjórnvöldum í Berlín, eru
í rauninni ekki tilbúnir að gefa Grikkjum neitt
eftir, hvað sem öllum kosningum í því landi líð-
ur. Þeir telja sig hafa lokað gríska kaflanum í
hryllingsbókinni sem neydd var efst í staflann á
þeirra notalega náttborði. Og þeir horfa skjálf-
andi til næsta kafla, þegar Spánn er kynntur til
sögunnar. Bankakerfi þess lands var lengi talið
öflugt þrátt fyrir að fasteignabólan hefði sprungið
með braki og brestum í landinu. En á daginn hef-
ur komið að ekki var allt sem sýndist, þótt
spænskir bankar hafi ekki búið við jafn einstæðan
sýndarveruleika og þeir íslensku hrærðust í og
varð ekki ljóst fyrr en eftir fall þeirra. Sumir
fræðimenn telja að 100 milljarða evra vanti inn í
spænska bankakerfið eigi það að standast áraun-
ina. Ríkisstjórnin hefur tilkynnt að auka þurfi
eigið fé bankanna um tæpan þriðjung þeirrar
fjárhæðar. Hvaðan eiga þeir peningar að koma?
Spænska ríkið neyddist nýverið til að ríkisvæða
einn af stærstu bönkum landsins, þvert á yfirlýs-
ingar forystumanna þess um að ekkert slíkt væri
nauðsynlegt eða stæði til. Og á Ítalíu hafa væru-
kærir stjórnmálamenn gripið orð nýkjörins for-
seta Frakklands á lofti og láta eins og þau þýði að
Ítalía þurfi ekki lengur að ganga í gegnum jafn
erfiðar aðhaldsaðgerðir og samþykktar höfðu
verið. Þjóðverjar telja því að það væri í senn af-
leitt fordæmi og illa tímasett að sleppa Grikkjum
frá sinni kvöl. Að auki hefur þýskur almenningur
enga samúð með þeim.
Sláandi samanburður
En atburðirnir á Spáni upp á síðkastið gefa Jóni
Magnússyni, lögmanni og fyrrverandi alþing-
ismanni, tilefni til nokkurs samanburðar: „Í
fyrradag var sagt frá því að spænska ríkið mundi
yfirtaka Bankia bankann í því skyni að endurreisa
trú á fjármálastjórn landsins og bankakerfinu. Sá
er munur á aðkomu stjórnvalda hér á sínum tíma
vegna Glitnismálsins í september 2008 og þessa
spænska máls að þar höfðu endurskoðendur
bankans neitað að undirrita reikninga samfara
ásökunum um útblásna eignastöðu – greinilega
meðvitaðri um stöðu mála en endurskoðendur
Glitnis banka á sínum tíma.
Gæfa Spánverja er að eiga engan Gylfa Magn-
ússon, mótmælanda og fyrrverandi ráðherra,
sem í kjölfar yfirtöku ríkisins á Glitni mælti fyrir
áhlaupi á íslenska bankakerfið með fullum ár-
angri. Hagfræðideildir spænskra háskóla eru líka
meðvitaðri um mikilvægi þess að svona aðgerð
takist og gangverk viðskiptalífsins en hag-
fræðideildir íslensku háskólanna voru fyrir
bankahrunið hér.
Það er einnig athyglivert að enginn kennir
Davíð um þessa yfirtöku eða fjandskap stjórn-
Reykjavíkurbréf 11.05.12
Svikalogn á undan stormi