Morgunblaðið - 06.06.2012, Blaðsíða 8

Morgunblaðið - 06.06.2012, Blaðsíða 8
8 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 6. JÚNÍ 2012 Fjandskapur Samfylkingarinnarí garð undirstöðuatvinnuvegs þjóðarinnar á sér lítil takmörk. Í umræðum um störf þingsins í gær fór hver á fætur öðrum í ræðustól Alþingis til að veit- ast að útvegs- mönnum, ausa yfir þá svívirðingum og hóta þeim öllu illu.    Skúli Helgason létsig ekki muna um að fullyrða að LÍÚ væri „skít- sama“ um það fólk sem starfar í land- vinnslunni og að út- vegsmönnum væri ennfremur „skít- sama“ þó að kjör þessa fólks myndu skerðast.    Þessi vanstilltimálflutningur fór fram án nokk- urra athugasemda forseta þingsins, sem stundum hefur gert athugasemdir við orðaval af minna tilefni.    Róbert Marshall dró ekki helduraf sér í umræðunni og sagði ríkisstjórnina þegar þurfa að hefja innkallanir á fiskveiðiheimildum þeirra sem hefðu skip sín við bryggju.    Ólína Þorvarðardóttir vildi ekkivera eftirbátur þessara tveggja, fór hörðum orðum um út- vegsmenn og tók undir hótanirnar um að svipta útgerðirnar aflaheim- ildunum.    Þó að það séu ekki ný tíðindi, þáer alltaf jafn sérkennilegt hve áhuginn á ESB vekur mikið hatur Samfylkingarinnar í garð sjávar- útvegsins. Skúli Helgason Svívirðingar og hótanir STAKSTEINAR Róbert Marshall Ólína Þorvarðardóttir Veður víða um heim 5.6., kl. 18.00 Reykjavík 11 skýjað Bolungarvík 4 skýjað Akureyri 6 súld Kirkjubæjarkl. 8 skýjað Nuuk 12 léttskýjað Þórshöfn 5 skúrir Ósló 10 skýjað Kaupmannahöfn 13 skýjað Stokkhólmur 13 heiðskírt Helsinki 12 léttskýjað Lúxemborg 13 léttskýjað Brussel 16 heiðskírt Dublin 11 súld Glasgow 12 skúrir London 12 skúrir París 17 heiðskírt Amsterdam 15 heiðskírt Hamborg 15 léttskýjað Berlín 13 heiðskírt Vín 12 skúrir Moskva 20 heiðskírt Algarve 28 heiðskírt Madríd 32 heiðskírt Barcelona 23 léttskýjað Mallorca 25 heiðskírt Róm 25 léttskýjað Aþena 27 léttskýjað Winnipeg 22 léttskýjað Montreal 20 léttskýjað New York 16 léttskýjað Chicago 18 léttskýjað Orlando 30 skýjað Hægt er að lýsa skoðun á ritstjórnar- greinum Morgunblaðsins á slóðinni http://mbl.is/mogginn/leidarar/ VEÐUR KL. 12 Í DAG 6. júní Sólarupprás Sólsetur REYKJAVÍK 3:10 23:44 ÍSAFJÖRÐUR 2:13 24:51 SIGLUFJÖRÐUR 1:52 24:38 DJÚPIVOGUR 2:27 23:26 Samkvæmt reglum um strandveiðar geta menn hafið veiðar hvenær sem er mánudaginn eftir sjómannadag, en þetta virðist hafa verið á reiki. Í reglugerð um strandveiðar kemur fram að ekki sé heimilt að stunda veiðar á föstudögum, laugardögum og sunnudögum, á uppstigningar- dag, annan í hvítasunnu og á frídegi verslunarmanna. Hver veiðiferð skal eigi standa lengur en 14 klukku- stundir. Í 5. grein laga um sjómannadag segir hins vegar að öll fiskiskip skuli ekki láta úr höfn fyrr en kl. 12 á há- degi mánudaginn eftir sjómannadag. Frá þessu má víkja „ef um er að ræða skip sem ætlað er að sigla með afla sinn á erlendan markað, enda sé skipshöfn kunn sú fyrirætlan áður en veiðiferð hefst. Einnig má víkja frá ákvæðum 1. mgr. ef mikilvægir hagsmunir eru í húfi og samkomulag tekst þar um milli útgerðar og skips- hafnar“. steinthor@mbl.is Morgunblaðið/Eggert Veiðar Landað úr smábátnum Helgu Margréti RE í fyrradag. Veiðar ekki bannaðar  Reglugerð um strandveiðar skýr H N O T S K Ó G U R gr af ís k hö nn un Rannsóknaþing 2012 Mikilvægi alþjóðasamstarfs kl. 8:30-10:30Grand HótelReykjavík 7. júní Dagskrá 8:30 Setning Rannsóknaþings 2012 8:40 Tækifæri í alþjóðlegu samstarfi Guðrún Nordal, formaður vísindanefndar og stjórnarformaður Nordforsk 9:00 Rannsóknaáætlanir ESB: Áhrif á Íslandi og leiðir til bættrar sóknar Þórunn Rafnar, deildarstjóri hjá Íslenskri erfðagreiningu 9:15 Þátttaka Íslendinga í 6. og 7. rannsóknaáætlun ESB Hallgrímur Jónasson, forstöðumaður Rannís 9:30 Þeir fiska sem róa Hörður G. Kristinsson, rannsóknastjóri Matís 9:40 Notum tækifærin, aukum sókn í erlenda sjóði Ingileif Jónsdóttir prófessor, Háskóla Íslands, Landspítala og Íslenskri erfðagreiningu 9:50 Öflugt alþjóðasamstarf í jarðvísindum – þarf meira til en Ísland? Freysteinn Sigmundsson, jarðeðlisfræðingur, Háskóla Íslands 10:00 Afhending Hvatningarverðlauna Vísinda- og tækniráðs Freysteinn Sigmundsson gerir grein fyrir starfi dómnefndar Jóhanna Sigurðardóttir forsætisráðherra og formaður Vísinda- og tækniráðs afhendir Hvatningarverðlaunin 2012 Morgunverður í boði frá kl. 8:15 Áhafnir skipa FISK Seafood fordæma vinnubrögð stjórnvalda í framgöngu sinni í breytingum á fisk- veiðistjórnun. Í yfirlýsingu áhafna þriggja skipa Eskju segir að frumvörpin vegi alvarlega að kjör- um sjómanna og setji kjarasamninga í uppnám. Áhafnir Arnars HU 1, Málmeyjar SK 1, Klakks SK 5 og Örvars SK 2 skora á stjórnvöld að draga frumvörpin til baka og vinna að frumvarpi sem muni leiða til sem mestra sátta á meðal almennings. Ályktunin var samþykkt á 90 manna fundi áhafna og stjórnenda FISK á Sauðárkróki í gær. Í yfirlýsingu frá áhöfnum Jóns Kjartanssonar SU 111, Aðalsteins Jónssonar SU 11 og Hafdísar SU 220 segir að frumvörpin skapi óvissu, sundrungu og muni hafa neikvæð áhrif á laun sjómanna og annars starfs- fólks í sjávarútvegi um allt land. „Við og okkar fjölskyldur erum líka hluti af ís- lensku þjóðinni – við höfum okkar lifibrauð að því að veiða fisk, við erum atvinnumenn í þeirra grein. Við munum aldrei sætta okkur við að í nafni „félagslegs réttlætis“ verði störf okkar gerð að engu og kjör okkar rýrð – einungis til að færa einhverjum öðrum! Styðjum við heilshugar aðgerðir útvegsmanna um allt land,“ segir í ályktun áhafna skipa Eskju. Fiskveiðifrumvörp verði dregin til baka - vinnubrögð stjórnvalda fordæmd

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.