Morgunblaðið - 06.06.2012, Blaðsíða 41

Morgunblaðið - 06.06.2012, Blaðsíða 41
Valtari er sjötta hljóðversp-lata Sigur Rósar en fjögurár eru liðin frá því að síð-asta plata sveitarinnar, Með suð í eyrum við spilum enda- laust, kom út. Þegar kemur að út- gáfu hjá Sigur Rós er náttúrulega um stórtíðindi að ræða eftir að hafa verið í fremstu röð á heimsvísu í rúman áratug. Segja má að sveitin sé aftur komin í ræturnar þar sem Valtari er heilt yfir lágstemmd plata og þrjú síðustu lög plötunnar eru eiginlega frekar hljóðmyndir en lög. Tónlistin er þarna en það er erf- itt að festa fingur á hana á meðan hún líður áfram ekki ósvipað og á Von, fyrstu plötu Sigur Rósar sem var að miklu leyti „ambient“ plata. Valtari var að mestu leyti tekin upp í hljóðverinu sem sveitin byggði á sín- um tíma í Mosfellsbæ og í Sundlaug- inni í Álafoss-kvosinni hefur fjór- menningunum ásamt samverkamönnum sínum tekist að skapa hljóm sem óhætt er að kalla einstakan. Með nokkurri vissu er hægt að fullyrða að aldrei muni verða starfrækt Sigur Rósar „kóver- band“ og ef einhver væri svo vitlaus að stökkva á þá hugmynd er fullvíst að honum myndi mistakast og það eftirminnilega. Segja má að þessi einkennis- hljómur Sigur Rósar sé í aðal- hlutverki á Valtara. Platan er í styttra lagi, allavega á mælikvarða Sigur Rósar. Inniheldur átta lög en mörg þeirra hafa verið til í töluverð- an tíma en elstu upptökurnar eru sjö ára gamlar. Að sögn liðsmanna er platan hálfgerður bútasaumur þar sem verið er að vinna bæði með gamlar og nýjar hugmyndir og upp- tökur. Þrátt fyrir það stendur platan sterk sem heild. Miðað við það sem maður hefur heyrt útundan sér eru margir ánægðir með Valtarann, ekki síst gamlir aðdáendur sem hefur þótt síðustu tvær plötur vera full poppaðar. Það er ekki að ástæðu- lausu, lög eins og Rembihnútur og Dauðalogn eru t.a.m. afar vel heppn- uð og eru góð viðbót við lagasafn sveitarinnar. En Sigur Rós nálgast nú tvítugsaldurinn óðfluga og það er gott að sjá að hún getur enn gert tónlist sem hljómar fersk (þrátt fyrir að vera gömul) ekki síður en góð. Eftir ærslin sem hafa verið á síðustu plötum er Valtari samt sem áður ágætis lending og að mörgu leyti kærkomin, en platan verður líklega seint talin með bestu verkum sveit- arinnar. Til þess eru lögin sem bera hana uppi of fá. Rólegir Valtari er heilt yfir lágstemmd plata og þrjú síðustu lög plötunnar eru eiginlega frekar hljóðmyndir en lög. Geisladiskur Sigur Rós - Valtari bbbmn HALLUR MÁR TÓNLIST Sigur Rós sveimar yfir MENNING 41 MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 6. JÚNÍ 2012 EGILSHÖLL 16 16 VIP 12 12 12 12 12 12 L 10 10 ÁLFABAKKA TRYGGÐU ÞÉR MIÐA Á 12 12 L 10 AKUREYRI 16 16 16 16 16 YFIR 50 ÞÚS. BÍÓGESTIR ! MÖGNUÐ SPENNUMYND FRÁ LEIKSTJÓRA V FOR VENDETTA JOHN CUSACK ER EDGAR ALLAN POE EMPIRE EMPIRE JOHNNY DEPP FRÁ MEISTARA TIM BURTON KEFLAVÍK 16 16PROMETHEUS KL. 8 - 10:40 3D SAFE KL. 8 - 10 2D LOL KL. 8 2D THEAVENGERS KL. 5:10 3D THE LUCKYONE KL. 8 2D RAVEN KL. 10 2D UNDRALANDIBBA ÍSLTAL KL. 6 2D SAFE KL. 10 2D SNOWWHITE KL. 5:20 - 8 - 10:40 2D SNOWWHITE VIP KL. 5:20 - 8 - 10:40 2D THERAVEN KL. 5:40 - 8 - 10:20 2D THEDICTATOR KL. 6 - 8 - 10:10 2D THE LUCKYONE KL. 8 2D SAFE KL. 10:40 2D DARKSHADOWS KL. 5:40 - 10 2D THEAVENGERS KL. 8 3D UNDRALAND IBBAM/ÍSL.TALIKL. 6 2D 16 16 KRINGLUNNI 12 12 10 THERAVEN KL. 8 - 10:20 2D THE LUCKYONE KL. 5:50 - 8 2D SAFE KL. 10:10 2D DARKSHADOWS KL. 5:40 2D THEAVENGERS KL. 6 - 9 3D SPRENGHLÆGILEGMYND. Total film Variety PROMETHEUS KL. 5:30 - 8 - 10:30 3D PROMETHEUS KL. 10 2D THEDICTATOR KL. 6 - 8 2D SNOWWHITE KL. 5:20 - 8 - 10:40 2D THEAVENGERS KL. 5:20 3D THERAVEN KL. 8 - 10:20 2D Árin segja sitt1979-2012 BISTRO Laugarásvegi 1 | 104 Reykjavík | Sími: 553 1620 | laugaas.is Prometheus Árið er 2093. Vísindamaðurinn Elizabeth Shaw finnur hella- málverk sem fela í sér vísbendingu um að geimverur hafi komið til jarðar fyrir mörg þúsund árum og einnig stjörnukort sem liggur að tungli einu í litlu sólkerfi óralangt frá jörðu. Shaw heldur þangað í háþróuðu geimfari, Prómeþeusi, með hópi vísindamanna. Í ljós kem- ur að þeim var líklega ekki ætlað að halda þangað og þarf hópurinn að berjast fyrir lífi sínu og framtíð mannkyns. Hluti myndarinnar var tekinn á Íslandi. Leikstjóri er Rid- ley Scott og í aðalhlutverkum eru- Noomi Rapace, Charlize Theron, Michael Fassbender, Sean Harris, Idris Elba, Kate Dickie og Logan Marshall-Green. Rotten Tomatoes: 79% L’Heure d’été L’Heure d’été, eða Sumartíð, segir af systkinum sem missa móður sína og þurfa að taka ákvörðun um það hvort selja eigi ættaróðalið eða ekki. Þá vakna upp spurningar um gildi minninga og hvers virði fjöl- skylduböndin eru þeim. Leikstjóri myndarinnar er Olivier Assayas og í aðalhlutverkum Juliette Binoche, Charles Berling og Jérémie Renier. Rotten Tomatoes: 93% Fjallkonan hrópar á vægð Heimildarmynd eftir Herdísi Þor- valdsdóttur sem frumsýnd var á heimildarmyndahátíðinni Skjald- borg í maí sl. Myndin fjallar um gróðureyðingu og stöðvun lausa- göngu búfénaðar á Íslandi. Herdís hefur barist gegn lausagöngu bú- fénaðar í rúma þrjá áratugi. Líf og sjóðir Heimildarmynd í tveimur þáttum eftir Gunnar Sigurðsson. Í henni er fjallað um lífeyrissjóði Íslendinga, sögu þeirra og stöðu og framtíðar- horfur. Myndin var sýnd á Skjald- borg og verður sýnd á RÚV í haust. Bíófrumsýningar Allt frá geimverum til lífeyrissjóða Hættuför Úr nýjustu kvikmynd Ridleys Scotts, Prometheus.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.