Morgunblaðið - 06.06.2012, Blaðsíða 14

Morgunblaðið - 06.06.2012, Blaðsíða 14
14 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 6. JÚNÍ 2012 VM boða til fundar með vélstjórum á fiskiskipum fimmtu- daginn 7. júní kl. 17:00 í VM húsinu Stórhöfða 25. Dagskrá fundarins: 1. Aðgerðir LÍÚ 2. Staðan í kjaramálum 3. Önnur mál. Boðið er upp á fjarfund. Upplýsingar veitir halldor.arnar@vm.is Vélstjórar fiskiskipum! VM-FÉLAG VÉLSTJÓRA OG MÁLMTÆKNIMANNA Stórhöfða 25 - 110 Reykjavík - 575 9800 - www.vm.is Baldur Arnarson baldura@mbl.is „Það var úthlutað 69 milljónum króna úr framkvæmdasjóði ferða- mannastaða í ár. Það er töluvert lægri tala en við áttum von á. Þegar gistináttagjaldið var samþykkt á Al- þingi í fyrra var rætt um að 240 milljónir rynnu til framkvæmda. Sú áætlun hefur al- gerlega brugð- ist,“ segir Elías Bj. Gíslason, for- stöðumaður Ferðamálastofu á Akureyri, um reynsluna af nýja skattinum. „Tekjuöflun verkefnisins misfórst í meðförum þingsins. Í stað þess að miða við gistinætur var búin til ný eining, gistináttaeining. Hún skilar ekki því sem lagt var upp með. Svo dæmi sé tekið getur hún átt við átta manna hóp sem gistir í herbergi, jafnt sem einstakling í svefnpoka,“ segir Elías en frá og með nýársdegi þurftu seljendur gistinátta að standa skil á nýju gistieiningagjaldi og nem- ur það hundrað krónum á hverja gistieiningu sem svo er skilgreind. Náttúruperlur láta á sjá „Það er slæmt mál að þessi tekju- stofn skuli hafa brugðist. Það sár- vantar fé til uppbyggingar á fjölsótt- um ferðamannastöðum. Við náum ekki að byggja upp staðina þannig að við getum tekið sómasamlega á móti gestum. Segja má að íslensk náttúra sé gullgæs íslenskrar ferðaþjónustu. Við erum því að ganga á gullgæsina með því að hlúa ekki að henni sem skyldi. Fyrr en síðar munu íslenskar náttúruperlur láta á sjá vegna ágangs. Á þessu þarf að taka með uppbyggingu.“ Iðnaðarráðuneytið úhlutar ferða- mannasjóðnum fé í samræmi við til- lögur stjórnar sjóðsins. Fram kom á vef ráðuneytisins í janúar í fyrra að þegar Katrín Júlíusdóttir iðnaðarráðherra mælti fyrir frumvarpi til laga um sjóðinn hafi markið verið sett á að afla árlega 400 milljóna króna með farþega- gjaldi og gistináttagjaldi. Hætt var við farþegagjaldið en saman áttu gjöldin tvö að skila „eigi minna en 240 milljónum króna“ á ári til sjóðsins. Að sögn Elíasar skýrir annars vegar sú ákvörðun að hætta við farþegagjaldið og hins vegar sú ákvörðun að miða við gistieiningar en ekki gistinætur við gistinátta- skattinn hvers vegna framlagið hef- ur reynst svo miklu minna en ráð- herrann boðaði á sínum tíma. Gistináttagjaldið brást sem tekjustofn  69 milljónir en ekki 240 renna til framkvæmda í greininni Gullfoss á listanum » Meðal þeirra staða sem talið var mjög brýnt að ráðast í um- bætur á eru Gullfoss, Geysir, Landmannalaugar og Friðland að Fjallabaki. » Ferðamannasjóður á að fá 3/5 af gistináttagjaldinu og átti að ráðstafa afganginum til þjóðgarða og friðlýstra svæða. Elías Bj. Gíslason Helgi Bjarnason helgi@mbl.is Forstjóra Brims og sjávarútvegsráð- herra greinir mjög á um áhrif fisk- veiðifrumvarpa ríkisstjórnarinnar, meðal annars um það hvort hækkun veiðigjalda muni hafa áhrif á laun sjó- manna. Kom það skýrt fram á fundi starfsmanna Brims. Guðmundur Kristjánsson, forstjóri Brims, lagði til að leitað yrði hjálpar frá útlöndum til að leiða menn saman. Útgerðarmenn nota það hlé sem þeir hafa gert á veiðum til að kynna starfsfólki sínu áhrif frumvarpa um veiðigjald og breytingar á fiskveiði- stjórn á sjávarútvegsfyrirtækin og starfsfólk þeirra. Steingrími J. Sig- fússyni, sjávarútvegs- og landbúnað- arráðherra, var boðið að tala á slíkum fundi með starfsfólki Brims hf. í Reykjavík í hádeginu í gær. Starfs- fólki gafst kostur á að spyrja ráðherra og Guðmund Kristjánsson en aðeins tvær spurningar komu fram. Mun koma einhvers staðar fram Fram kom hjá Guðmundi að þótt útgerðin greiði veiðigjaldið muni það óhjákvæmilega leiða til kjaraskerð- ingar hjá sjómönnum. Jafn mikil breyting og boðuð hefur verið kæmi einhvers staðar niður. Því andmælti Steingrímur og taldi ekki réttmætt hjá útgerðinni að stilla málinu þannig upp að hún þurfi að seilast í vasa sjómanna. „Það er ekki neitt í aðferðafræðinni sem kallar á það. Því það er þannig að hver einasta króna sem er greidd í laun til sjó- manna og fiskverkafólks er frádrátt- arbær rekstrarkostnaður áður en stofninn verður til sem andlag auð- lindagjaldsins,“ sagði Steingrímur. Guðmundur sagði í viðtali við Sjón- varp mbl.is eftir fundinn að ef teknir yrðu 15 milljarðar út úr atvinnugrein muni það koma niður á einhverjum. Sjómenn séu sem betur fer í hluta- skiptakerfi og ekki sé hægt að taka bara öðrum megin af hlutnum og skilja hinn hlutann eftir. Ekki sé hægt að pína annan aðilann til lengd- ar. Ekki verði hægt að fjárfesta í skipum og íslenskar útgerðir dragist aftur úr öðrum þjóðum. Steingrímur fór yfir rökin fyrir breytingunum. Guðmundur vakti at- hygli á því að útreikningum stjórn- valda bæri engan veginn saman við útreikninga sérfræðinga, meðal ann- ars um það hvernig þetta kæmi niður á skip og fyrirtæki. Guðmundur sagði greinilegt eftir fundinn að fara þyrfti betur yfir út- reikningana og lagði til að fengnir yrðu sáttasemjarar í málið, jafnvel er- lendir fagaðilar. Sjávarútvegurinn væri svo mikilvæg atvinnugrein að ekki væri hægt að leika sér með hann eins og tilraunadýr. Morgunblaðið/Ómar Starfsmannafundur Starfsfólk Brims fjölmennti á starfsmannafundinn í gær en lét forstjórann og sjávarútvegs- ráðherrann að mestu um málflutninginn. Aðeins tvær spurningar komu úr sal. Morgunblaðið/Ómar Framsaga Guðmundur Kristjánsson, forstjóri Brims, hlustar á málflutning Steingríms J. Sigfússonar ráðherra. Magnús Helgi Árnason stýrði fundi. Fengnir verði erlendir fagaðilar til aðstoðar  Starfsfólk Brims litlu nær um áhrif fiskveiðifrumvarpa Víðir Jónsson, skipstjóri á Kleifa- bergi, telur að hækkun veiðigjalda muni lækka laun sjómanna. Kom þetta fram í viðtali við Mbl Sjón- varp eftir starfsmannafundinn hjá Brimi í gær. Hann nefndi einnig önnur áhrif. „Ég er á 40 ára gömlu skipi, skip- stjóri frá 25 ára aldri, og mig lang- ar að vera á stóru og nýlegu skipi. Ef þetta verður ofan á, þá held ég að ég klári mína starfsævi án þess,“ sagði Víðir og tók fram að hann teldi að leiðir útvegsmenna og sjómanna hefðu aldrei legið jafn mikið saman og nú. Ekki sköpuðust miklar umræður á fundinum. Víðir sagði erfitt að eiga við Steingrím J. Sigfússon. „Ég hef ekkert minna vit á sjávar- útvegi en hann og við allir hér inni, en hann hefur miklu meiri reynslu [í kappræðum og] kaffærir okkur strax,“ sagði Víðir. Lýkur starfinu á gömlu skipi TELUR AÐ LAUNIN MUNI LÆKKA

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.