Morgunblaðið - 06.06.2012, Blaðsíða 6

Morgunblaðið - 06.06.2012, Blaðsíða 6
6 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 6. JÚNÍ 2012 Stefán Gunnar Sveinsson sgs@mbl.is Atvinnuástand hjá iðnaðarmönnum hefur skánað allverulega í sumar, og mun sumarið „sleppa fyrir horn“ að sögn Finnbjörns A. Hermannssonar, formanns Samiðnar: „Það sem við höfum áhyggjur af er að það byggist allt upp á skammtímaverkefnum, þannig að við sjáum ekki að núver- andi ástand endist nema fram á haustið.“ Finnbjörn segir ekki mikið um langtímaverkefni fyrir iðnaðarmenn, og því muni ástandið líklega fara í svipað horf og verið hefur í haust. Þau verkefni sem eru í boði í sumar eru mestmegnis viðhaldsverkefni. „Þokkalegt“ hjá rafiðnaðar- mönnum og pípurum Kristján Þórður Snæbjarnarson, formaður Rafiðnaðarsambands Ís- lands, segir að staðan hjá rafiðnaðar- mönnum sé þokkaleg í sumar, og að verkefni liggi fyrir hjá mörgum út þetta ár og eitthvað fram á það næsta. Mesta áhyggjuefni rafiðn- aðarmanna sé, þrátt fyrir þetta, við- varandi atvinnuleysi í greininni, en um 120 félagsmenn sambandsins eru nú á atvinnuleysisskrá. Einhverjir þeirra hafi leitað út fyrir landsstein- ana í atvinnuskyni. Þá sé framboð af verkefnum ekki nægilega mikið. Aðspurður um horfur hjá rafiðn- aðarmönnum segir Kristján Þórður: „Við vonum að ástandið fari að batna, að það komi inn fleiri verkefni og þeim sem eru á atvinnuleysisskrá fari að fækka, því að fjöldi þeirra hefur haldist stöðugur í svolítið langan tíma og virðist ekki vera að fækka. Það er það sem maður hefur mestar áhyggjur af.“ Skarphéðinn Skarphéðinsson, for- maður Félags pípulagningameistara, segir að ástandið hjá pípurum sé þokkalegt hjá flestum. Píparar séu mest núna að sinna viðhalds- og þjón- ustuvinnu hjá fyrirtækjum og stofn- unum auk tryggingarvinnu en lítið sem ekkert sé að gerast í nýfram- kvæmdum hjá almenningi. Þá sé lítið um langtímavinnu. Mesta áhyggjuefnið hjá pípurum er hversu mikil fækkun hefur orðið hjálærðum mönnum í greininni á síð- ustu fjórum árum, en Skarphéðinn áætlar að á milli 100-120 sveinar hafi farið úr landi í nám eða vinnu, lang- flestir til Noregs. Þar sé stórt skarð höggvið í raðir pípara, því að sveinar og meistarar á landinu eru einhvers staðar á milli 700-800 manns. Skarphéðinn er ekki bjartsýnn á haustið: „Markaðurinn hefur náð vissu jafnvægi eftir þessa miklu fækkun, en án innspýtingar í atvinnu- lífið í sumar og haust mun næsti vetur verða erfiður eins og síðustu 2-3 vetur hafa verið.“ Morgunblaðið/Styrmir Kári Viðhald í fullum gangi Iðnaðarmenn munu mest sinna viðhaldsvinnu í sumar. Mikið að gera hjá iðnaðarmönnum  Mest þó skammtímaverkefni  Nýframkvæmdir fáar Guðni Einarsson gudni@mbl.is „Þetta hefur dregist eitthvað. Ég fer út í fyrsta lagi í haust,“ sagði Guðmundur Felix Grétarsson, sem bíður eftir því að komast í handa- ágræðslu í Lyon í Frakklandi. Hann missti báða handleggi sína í vinnu- slysi árið 1998. Guðmundur sagðist búa sig undir að fara utan í sept- ember næstkomandi. Samkvæmt fréttum sem Guð- mundur fékk snemma í maí var ítalskur maður, sem bíður eftir að fá græddan á sig framhandlegg, búinn að bíða í þrjá mánuði í Frakk- landi eftir aðgerð en var samt ekki kominn á aðgerðalista. Ástæðan var stjórnunarlegs eðlis en þeir Guðmundur og Ítalinn eru fyrstu útlendingarnir sem eru ekki í franska sjúkratryggingakerfinu og sækjast eftir því fara í ágræðslur á sjúkrahúsinu. „Þetta tengist eitthvað því að við erum fyrstu útlendingarnir að ég held. Þegar mál Ítalans leysist verður búið að leysa þetta í eitt skipti fyrir öll svo ég kemst beint á aðgerðalistann,“ sagði Guðmundur. Hann sagði að þetta tæki lengri tíma en hann ætlaði og nú dygði ekkert annað en þolinmæðin. Styrktarfélagið Handahlaup er búið að safna 40 milljónum króna fyrir aðgerðinni. Félagið hefur einnig fengið undanþágu frá gjald- eyrishöftum til að millifæra kostn- að vegna aðgerðarinnar, að sögn Guðmundar. Hann kvaðst stöðugt fá fyrirspurnir frá fólki um hvernig sér gengi. „Það er allt klárt og nú bíðum við bara eftir því að Ítalinn fái sína að- gerð,“ sagði Guðmundur. Handaágræðslan framkvæmd í fyrsta lagi í haust  Guðmundur Felix Grétarsson stefnir á að fara til Frakklands í september Morgunblaðið/Kristinn Styrkur Svölurnar eru á meðal þeirra sem hafa styrkt Guðmund. Davíð Már Stefánsson davidmar@mbl.is Hingað til hafa leiðsögumenn á landi ekki þurft að hafa formlegt leyfi til að fara með hópa í ferðir. Þessu er verið að breyta, að sögn Helenu Þuríðar Karlsdóttur, lög- fræðings Ferðamálastofu. „Það er verið að vinna að reglu- gerð um framkvæmd leyfisveitinga í ferðaþjónustu. Það er verið að gera auknar kröfur til ferðaþjón- ustuaðila og meðal annars er verið að leggja drög að því að leiðsögu- menn í ferðum skuli hafa sótt ákveðin námskeið.“ Afþreyingin verður samkvæmt upplýsingum Helenu flokkuð niður eftir tegundum og mismunandi kröfur gerðar til starfsmanna eftir hættustigi hverju sinni. „Flestir leiðsögumenn í ferðum eru þaulreyndir. Margir eru búnir að vera í þessum bransa í mörg ár og eru komnir með mikla reynslu og þurfa hugsanlega bara að bæta við sig einhverju smávægilegu,“ segir Helena. Hún tekur það fram að málið sé ennþá í vinnslu og eng- in endanleg mynd komin á það. „Fyrir Alþingi liggur nú frum- varp til breytinga á lögum um skip- un ferðamála og varða breyting- arnar öryggismál. Þegar við fórum af stað með þessa reglugerð þá ræddum við við marga ferðaþjón- ustuaðila um öryggiskröfur og þeirra mál var að stærsta og mik- ilvægasta öryggismálið gagnvart viðskiptavinum væri reynsla og þekking leiðsögu- manna.“ Öryggi ferðamanna aukið  Tekið á öryggiskröfum í ferðaþjónustu  Hingað til hefur hver sem er getað boðið upp á fjalla- og jöklaferðir  Starfsmönnum gert að sækja námskeið Samkvæmt skýrslu sem var samstarfsverkefni ASÍ, ríkislögreglustjóra og SA hefur svört atvinnu- starfsemi dregist saman að undanförnu. Finnbjörn A. Hermannsson, formaður Samiðnar, sagði að það væri mikið fagnaðarefni, þar sem svört atvinnu- starfsemi skekkti samkeppnisstöðu fyrirtækja verulega. Allir vinna-átakið svonefnda hefði skipt verulegu máli við að sporna við svartri vinnu. Vegna fréttar í vikunni um að erlendir menn hefðu verið að ganga í hús og bjóða vinnu sína sagði Finnbjörn að afstaða félagsins væri sú að hvetja fólk til þess að ráða iðnaðarmenn í vinnu sama hverrar þjóðar þeir væru: „Við leggjum þó höfuðáherslu á að sú starfsemi sem fer fram sé uppi á yfirborðinu, og að það séu fagmennt- aðir iðnaðarmenn sem eru ráðnir. Ef það er gert, þá skiptir þjóðerni þeirra engu máli.“ Skiptir máli að nota fagmenn SVÖRT ATVINNUSTARFSEMI Í RÉNUN Finnbjörn A. Hermannsson Aðspurð segir Helena starfs- reglur erlendis vera strangari á þessu sviði og þar séu gerðar meiri kröfur til öryggismála. „Sérstaklega hvað varðar jökla- og fjallaferðir. Það eru gerðar ríkari kröfur til dæmis í Nýja- Sjálandi, Frakklandi, Austurríki og einnig í Noregi.“ Helena segir stöðuna hér- lendis vera þá að í raun geti hver sem er boðið upp á ferðir og farið upp á fjöll. Aðrar kröfur erlendis HÆTTUNNI BOÐIÐ HEIM Fagurt Jöklar geta verið varasamir. Sími 412 2500 - sala@murbudin.is - www.murbudin.is – Afslátt eða gott verð? Eldhúsvaskar og tæki Kletthálsi Reykjavík Reykjanesbæ Akureyri Húsavík Vestmannaeyjum Bol-871 48cm þvermál þykkt 0,8mm 6.990,- Bol-834 80x48x18cm þykkt 0,8mm 11.990,- AGI- Eldhústæki 3.990,- Bol-897 66x43x18cm þykkt stáls 0,8mm 10.450,- Bol-604 48x43x18cm Þykkt stáls 0,8mm 7.490,- (fleiri stærðir til)

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.