Morgunblaðið - 06.06.2012, Blaðsíða 29

Morgunblaðið - 06.06.2012, Blaðsíða 29
MINNINGAR 29 MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 6. JÚNÍ 2012 ✝ Jóhannes Guð-mundsson fæddist í Reykja- vík 15. september 1942. Hann and- aðist á heimili sínu, Pattaya, í Taílandi 25. maí 2012. Foreldrar hans voru Guðmundur J. Gíslason múrari, fæddur í Reykja- vík 28. júní 1915, d. 10. maí 1988 og Sigurbjörg Sigurð- ardóttir frá Skuld í Vest- mannaeyjum, f. 2. feb. 1917, d. 4. apríl. 1992. Systkini Jóhann- esar eru: Kolbrún, f. 16. jan. 1937, gift Herði Felixsyni. Stefanía, f. 16. jan. 1941, gift Ágústi Bergssyni. Kjartan, f. 23. ág. 1948, giftur Þórunni Oddsdóttur og Erna Björk, f. 3. ág. 1952, gift Ragnari Geir Tryggvasyni. Eiginkona hans, Rungnapha 4) Guðmundur, f. 1979, í sam- búð með Pilvi Routasalo. 5) Vania Cristina Leite, f. 1983, gift Simoni Hjaltasyni. Þeirra börn: a) Daniela Diana L. Sim- onardóttir og b) Tristan Vi- cente L. Simonarson. 6) Jó- hannes Leite, f. 1987, í sambúð með Söndru Björk Jónsdóttur. Jóhannes útskrifaðist ungur frá Stýrimannaskólanum. Jóhannes starfaði við sjóinn lengst af starfsævinnar. Hann vann um árabil við kennslu í nútímafiskveiðum á vegum Sameinuðu þjóðanna í Jemen og Sádi-Arabíu. Hann sigldi fiskiskipinu Feng til Grænhöfðaeyja á sínum tíma og kenndi innfæddum fisk- veiðar. Einnig rak hann um tíma innflutningsfyrirtæki á sviði veiðarfæra. Eftir að Jó- hannes flutti heim gegndi hann starfi hafnarvarðar í Kópavogshöfn í nokkur ár. Þá vann hann mikið og ötult starf alla sína tíð hjá Knattspyrnu- félaginu Víkingi, þar var hann oft þekktur undir nafninu Jói Kapteinn. Minningarathöfn fer fram í Bústaðakirkju í dag, 6. júní 2012, kl. 13. Prohsaket, f. 14. jan. 1967. Börn Jó- hannesar eru: 1) Brynja, f. 1961. Dóttir Brynju: Sól- veig María. 2) Eygló Huld, f. 1964, í sambúð með Hjálmari Trausta Kristjáns- syni. Synir Eygló- ar: a) Andri Már Númason giftur Halldóru Helgu Valdimars- dóttur – þeirra sonur Gabríel Þór. b) Ingi Þór Hjálmarsson. Börn Hjálmars: Ása Berglind, Knútur Trausti, látinn 2012, og Smári Ragnar. 3) Helena Ína, f. 1973, í sambúð með Danelíusi Ármanni Hanssyni. Börn Helenu: a) Alexander Magnússon b) Sigurbjörg Rós Davíðsdóttir c) Baldvin Pétur Davíðsson. Tvíburadætur Hel- enu og Danelíusar d) Sum- arrós Ína og e) Benedikta Ína. Elsku Jóhannes bróðir minn. Þegar ég fékk þær fréttir að þú værir látinn hugsaði ég hvað þetta væri ótímabært. Við vor- um alltaf í svo góðu sambandi og var það fastur liður síðustu ár að þú hringdir í systur þína á föstudögum milli kl. 10 og 11 að morgni frá Taílandi. Þá var ég búin að fá mér kaffi og beið eft- ir hringingu og var það alltaf tilhlökkunarefni að heyra frá þér. Ég á ógleymanlegar minning- ar frá því ég heimsótti ykkur Tao til Taílands fyrir fjórum ár- um. Ég var mjög áhugasöm að kynna mér nýja og framandi hluti og nýtti því tímann vel og fór m.a. í matreiðsluskóla og nuddskóla. Keyrðir þú systur þína í skólann á hverjum degi en það varð svo til þess að þú fékkst mikinn áhuga á því að setjast á skólabekk sjálfur og læra taílensku. Það stóð ekki á henni systur þinni að rjúka í bókabúð og kaupa taílenska orðabók handa þér. Heimilið ykkar Tao var í einu orði sagt yndislegt. Þú varst svo gæfusamur að kynnast henni Tao, hún er gædd svo miklum mannkostum. Þú orðaðir það oft við mig hversu hamingjusamur þú værir í Taílandi, þú sagðir hreinlega að það væri eins og himnaríki á jörðu. Þú varst alltaf svo glaðlyndur og sagðir svo skemmtilegar sög- ur frá þínum ævintýrum í gegn- um lífið sem verða ógleyman- legar. Mig langar að minnast góðra minninga um þig í jóla- sveinshlutverkinu. Það eru margir sem eiga fallegar minn- ingar um jólasveininn sem heimsótti vini og fjölskyldu ár hvert og mætti með góðgæti, jólaepli og hina ógleymanlegu óþekktarbók þar sem allt var skráð niður. Ég votta ykkur, börnum Jó- hannesar og Tao, mína innileg- ustu samúð og megi góður guð geyma ykkur. Þín systir, Erna Björk. Kveðja frá Knattspyrnu- félaginu Víkingi Látinn er í Pattaya í Taílandi á sjötugasta aldursári sóma- og athafnamaðurinn Jóhannes Guð- mundsson, skipstjóri og gull- merkishafi Knattspyrnufélags- ins Víkings. Jóhannes var mikill velgjörðamaður félagsins um langa tíð. Má með sanni segja að fáir menn í liðugri 100 ára sögu félagsins hafi komið jafn- víða við í félaginu og Jóhannes Guðmundsson. Jóhannes gekk ævinlega undir nafninu Jói kapteinn meðal félagsmanna. Þegar kapteinsviðurnefnið bætt- ist við fóru menn ekki í graf- götur um við hvern var átt. Starfsvettvangur Jóhannesar var sjórinn og sjómennska alla tíð. Hann lauk námi skipstjórn- armanns við Stýrimannaskólann í Reykjavík ungur maður um tvítugt. Hann starfaði um árabil við kennslu í nútímafiskveiðum að hætti Íslendinga á vegum Sameinuðu þjóðanna í Jemen og Sádi-Arabíu. Hann stýrði fiski- skipinu Feng, sem var þekkt úr fréttum þeirrar tíðar, til Græn- höfðaeyja og kenndi innfæddum fiskveiðar. Hann gerði stuttan stans á Íslandi um miðjan átt- unda áratuginn og gegndi m.a. starfi hafnarvarðar í Kópavogi um nokkurra ára skeið. Þá rak hann um tíma heildsölu á vett- vangi hvers kyns aðfanga til út- gerðar og fiskveiða. Jóhannes var mikill drifkraft- ur við flutning Knattspyrnu- félagsins Víkings á nýtt áhrifa- svæði þess í Fossvogi árið 1990. Til eru margar sögur af Jóhann- esi við þann flutning allan. Hann gerðist áhrifamaður í ýmsum stjórnum félagsins á langri leið, m.a. sat hann ein átta ár í stjórn fulltrúaráðs fé- lagsins, en helstu verkefni þess eru að efla félagslíf sem og að afla fjármagns til styrktar góð- um málefnum innan þess. Þá var Jóhannes mikill máttar- stólpi innan knattspyrnunnar í félaginu á sjöunda og fram á ní- unda áratuginn. Hann kom að ráðningu erlendra þjálfara við deildina sem og stofnun sjóðs sem tengdist því verkefni og enn starfar. Knattspyrnufélagið Víkingur er nefnilega félag þeirrar gerðar að þar skiptast á hæðir og lægðir, skin og skúrir eins og í lífinu sjálfu. Þessa eig- inleika þekkti Jóhannes vel, var glaðastur allra á góðri stund en jarðbundinn vel þegar verr ár- aði. Jóhannes var mikill golf- áhugamaður og fór árlega til Taílands til þess arna. Þar kynntist hann eiginkonu sinni, að nafni Rungnapha Prohsaket, og flutti heimili sitt til borg- arinnar Pattaya þar í landi. Hjónaband þeirra var farsælt og þau voru einkar samhent hjón og ævinlega nefnd í sömu andrá. Jóhannes lætur eftir sig fimm uppkomin börn, barna- börn og langafabarn. Þeim öll- um og fjölskyldum þeirra eru sendar samúðarkveðjur við frá- fall Jóhannesar Guðmundssonar skipstjóra. Við Víkingar kveðjum höfð- ingja og þökkum honum leið- sögnina. Hafðu þökk fyrir allt og allt, kæri vinur. Hvíl í friði. Ólafur Þorsteinsson, formaður fulltrúaráðs Kf. Víkings, Sigurður I. Georgsson, fyrrv. formaður knatt- spyrnudeildar Kf. Víkings. Jóhannes Guðmundsson ✝ Þorgeir Jóns-son, fv. vöru- bifreiðastjóri, fæddist í Haukadal í Biskupstungum, Árn. 19. janúar 1919. Hann lést á Landspítalanum Fossvogi 23. maí 2012. Foreldrar hans voru Jón Brandsson, f. 1. október 1886 á Þórkötlustöðum í Grindavík, d. 22. febrúar 1977, og Magnea Steinunn Jónsdóttir, f. 11. júní 1892 í Stóru-Vogum Vatnsleysuströnd, d. 31. októ- ber 1934. Systkini Þorgeirs: Júl- ía Guðrún, f. 15. febrúar 1918, d. 31. mars 2004. Jóhann Pétur, Gísli Árnason sjómaður, f. 22. nóvember 1881 á Dyngju, Neshr. Snæf., d. 12. júlí 1959, og Kristjánssína Bjarnadóttir, f. 23. mars 1888 í Nýjubúð í Eyr- arsveit, Snæf., d. 7. maí 1969. Þorgeiri og Kristínu varð ekki barna auðið, en Þorsteinn Ragnarsson, systursonur Krist- ínar, f. 1. október 1936, kom til þeirra 10 ára og bjó hjá þeim í fimm vetur á uppvaxtarárum sínum og átti ætíð hjá þeim at- hvarf. Skólaganga Þorgeirs var ekki löng en stoltur var hann af námi sínu í tvo vetur í Héraðs- skólanum á Laugarvatni. Þor- geir vann ýmis störf er til féllu en lengst af hjá Vörubílastöð- inni Þrótti í Reykjavík frá 1942 til 1987 eða í 45 ár. Útför Þorgeirs fer fram frá Grensáskirkju í dag, 6. júní 2012, kl. 13. f. 9. maí 1920, d. 9. ágúst 1996. Ragn- ar, f. 28. júní 1921, d. 10. maí 2000. Gunnar, f. 7. maí 1923. Birna, f. 7. september 1924, d. 30. maí 1996. Anna Jóna, f. 2. október 1927, bjó í Banda- ríkjunum, er látin. Ólöf Guðsteina, f. 6. júlí 1930, d. 4. nóv- ember 2004. Auður Halldóra, f. 12. nóvember 1931, d. 27. desember 2007. Magnea Steinunn, f. 31. október 1934. Þorgeir kvæntist 12. ágúst 1944 Ólafíu Kristínu Gísladótt- ur, f. 23. júní 1916, d. 30. mars 1996. Foreldrar hennar voru Ég ætla að minnast Geira frænda míns með örfáum orðum. Ég veit að hann hefði ekki viljað neina langloku um sig í blöðin. Við höfum haft heilmikið saman að sælda í 12 ár eða allt frá því að pabbi minn lést 10. maí 2000. Á þessum árum höfum við kynnst betur og betur með hverju árinu sem leið. Það var alltaf gott að koma til hans og áttum við alltaf skemmtilegar stundir, þar sem ég sat við eldhúsborðið á meðan hann hellti uppá kaffi og fann til meðlæti, sem var alltaf jólakaka og snúðar og stundum hjóna- bandssælukaka, sem honum fannst nú eiginlega best. Oft hlustuðum við á útvarpssöguna og aðra útvarpsþætti með kaffinu og ræddum þá gjarnan um það í leiðinni, sem þættirnir fjölluðu um og voru það ætíð ánægjulegar samverustundir. Hann var staðfastur Framsókn- arflokksmaður og var honum ekki haggað í þeim efnum. Stundum náði ég að stríða hon- um aðeins á þeim vettvangi en aldrei olli það vandræðum okkar á milli. Þó að hann væri ekki að flíka sínum tilfinningum eða hafa mörg orð um sjálfan sig var stutt í kímnina ef svo bar undir. Hann missti mikið, þegar Stína konan hans, pabbi minn og mamma létust með nokkurra ára millibili og dró sig talsvert til hlés með alla hluti útá við eins og ferðalög og mannamót og kunni best við sig heima. Hann var ætíð mikill göngugarpur og fór alla daga í gönguferðir í hverfinu, ekki langt en sama góða hringinn í hvaða veðri sem var nema hin síðustu ár, þá fór hann ekki, ef það var mikil rign- ing eða bylur. Heilsuhraustur var hann og vel á sig kominn, allt til hins örlagaríka dags 6. maí sl. en þá lærbrotnaði hann heima hjá sér og þurfti að fara á spítala í fyrsta eða annað sinn um ævina. Hann átti ekki aft- urkvæmt úr þeirri spítalaferð heim í Ljósheimana sína, íbúðina sem hann vann fyrir og eignaðist skuldlausa með því að handmoka og keyra á vörubílnum sínum, allan sand og annað efni í blokk- ina, sem hann og margir fleiri byggðu saman fyrir margt löngu. Ég þakka honum sam- fylgdina þessi 12 ár. Það var gott og gaman að fá að kynnast hon- um og langar mig að kveðja hann með þessum ljóðlínum, sem eru mér mjög kærar. Hann hvíli í friði. „Drottinn er skjól, Drottinn er skjól, Drottinn mun geyma sína Drottinn er öruggt eilífðarskjól Öruggt hann geymir sína.“ (Jón Jónsson) Ingveldur Ragnarsdóttir. Það var um það bil er ég varð 10 ára að ég kom inn í líf Geira og Stínu. Þau höfðu boðið for- eldrum mínum að hýsa drenginn og útvega honum skólagöngu. Fyrir valinu varð Melaskólinn haustið 1946 en hann var þá að taka á móti sínum fyrstu nem- endum. Þau hjónin leigðu þá eitt herbergi og eldhús í kjallara vestast á Vesturgötu. Alla fimm vetra skólagöngu mína átti ég svefnstað og skjól í litla eldhúsinu þeirra. Lífið í þá daga væri í dag talið líf í fátækt og örbirgð. Atvinnuleysi var mikið og vörubílstjórar höfðu takmarkaða vinnu og fengu kannski ekki nema einn, tvo stutta túra yfir daginn. Aldrei liðum við sult þó maturinn væri fábreyttur. Geiri talaði lítið en hans orð voru lög á heimilinu og einhvernveginn tókst þeim að ná endum saman. Æðruleysi og nægjusemi þeirra hjóna er mér minnisstætt. Þá var ekki hlaupið í banka eða send sms skilaboð eftir smáláni þegar buddan var tóm. Eftir tvo vetur í Gaggó Vest lauk ég skólagöngu minni í bili með ein- um vetri í Skógarskóla. Þá fyrst gerði ég mér grein fyrir kostnaði þeim sem fylgir uppeldi og skólagöngu unglinga í lífinu. Fyrir sinn þátt í því á Geiri ævi- langt þakklæti mitt skilið því ekki fylgdu neinir sjóðir strákn- um úr sveitinni. Vafalaust naut ég þeirrar góð- vildar hans vegna barnleysis þeirra hjóna og biturrar lífs- reynslu hans sjálfs við að kosta sína eigin skólagöngu en um þá hluti vildi Geiri aldrei tala. Góð- vild hans og Stínu í minn garð sýndi sig meðal annars í því að heimili hans stóð mér ætíð opið á sjómennskuárum mínum og síð- ar mér og afkomendum mínum þegar þeir komu til sögunnar. Smám saman vænkaðist hag- ur þeirra hjóna, ekki síst þegar viðskiptavinir hans áttuðu sig á orðheldni hans og stundvísi. Hann öðlaðist fasta kúnna með vörubílinn og í fjölda ára keyrði hann öllum sandi fyrir fínpússn- ingagerðina. Öllum sandi hand- mokaði hann á pallinn úr fjör- unni við Vogastapa. Mér er það minnisstætt því ég hjálpaði hon- um stundum við það verk og ég vildi gjarnan að hann fengi sér krana á bílinn til að auðvelda verkið. Þá sagði hann mér að ekki væri hægt að moka nema á skóflustungu niður, sandurinn yrði of grófur og steinar og rusl þvældust með. Ekki gott fyrir kúnnann, þannig var Geiri. Einn af hans bestu vinum varð Árni Guðmundsson múr- arameistari og kynni þeirra leiddu til þess að Geiri varð þátt- takandi í byggingarsamvinnu- félaginu um blokkina að Ljós- heimum 8-12. Það varð bylting í lífi þeirra þegar þau fluttu inn í sína eigin íbúð. Litlu síðar tókum við hjónin í fóstur bróðurdóttur mína, Krist- ínu Þorgerði Reynisdóttur. Hún varð guðdóttir þeirra, nafna og augasteinn. Ég og fjölskylda mín áttum æ síðan ánægju- stundir um jól og páska er þau heimsóttu okkur og okkar börn litu á þau sem auka ömmu og afa. Eftir að Stína dó kom Geiri lengi vel að heimsækja okkur á hátíðum allt þar til hann missti heilsu vegna aldurs. Geiri minn, þú lifðir langa ævi og þráðir það eitt síðustu árin að henni lyki brátt. Megir þú eiga góða heimkomu til Stínu. Þökk fyrir allt og allt. Þorsteinn og Erna og afkomendur. Þorgeir Jónsson Morgunblaðið birtir minningargreinar endurgjaldslaust alla útgáfudaga. Skil | Þeir sem vilja senda Morgunblaðinu greinar eru vinsamlega beðnir að nota innsendikerfi blaðsins. Neðst á forsíðu mbl.is má finna upplýsingar um innsendingarmáta og skilafrest. Einnig má smella á Morgunblaðslógóið efst í hægra horninu og velja viðeigandi lið Minningargreinar ✝ Elskulegur eiginmaður minn, faðir okkar, tengdafaðir, afi og langafi, GUNNLAUGUR GUNNARSSON, Æsufelli 4, Reykjavík, lést miðvikudaginn 30. maí. Útförin fer fram frá Fella- og Hólakirkju föstudaginn 8. júní kl. 13.00. Þorbjörg Einarsdóttir, börn, tengdabörn, barnabörn og barnabarnabörn. ✝ Ástkær móðir okkar, tengdamóðir, amma og langamma, ÞURÍÐUR GÍSLADÓTTIR frá Hnappavöllum í Öræfum, lést á Hrafnistu í Hafnarfirði hinn 30. maí. Útförin verður gerð frá Fríkirkjunni í Hafnar- firði mánudaginn 11. júní kl. 13:00. Blóm og kransar afþakkaðir en þeim sem vildu minnast hennar er bent á FAAS, Félag aðstandenda Alzheimer-sjúklinga. Jónína G. Elíasdóttir Hamré, Bengt Hamré, Gísli Þ. Elíasson, A. Þórey Ólafsdóttir, Ingibjörg H. Elíasdóttir, Árni G. Sigurðsson, Guðni K. Elíasson, Valgerður Sveinbjörnsdóttir, Sigurbjörn Elíasson, Brynja Jónsdóttir, barnabörn og langömmubörn.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.