Morgunblaðið - 06.06.2012, Blaðsíða 40

Morgunblaðið - 06.06.2012, Blaðsíða 40
40 MENNING MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 6. JÚNÍ 2012 Helgi Snær Sigurðsson helgisnaer@mbl.is Dansflokkurinn Shalala og hljómsveitirnar Lazy- blood og Reykjavík! flytja jaðarsöngleikinn Tickl- ing Death Machine í Iðnó á föstudaginn, 8. júní, kl. 20.30. Verkið var frumsýnt í Brüssel í fyrra, var síðar sýnt í Orléans og til stendur að sýna það í Kyoto. Dansarinn og danshöfundurinn Erna Óm- arsdóttir og tónlistarmaðurinn Valdimar Jóhanns- son eru forsprakkar Shalala og mynda einnig Lazyblood. Valdimar er auk þess í hljómsveitinni Reykjavík! með Bóasi Hallgrímssyni, Hauki S. Magnússyni, Kristjáni F. Halldórssyni, Ásgeiri Sigurðssyni og Guðmundi B. Halldórssyni. „Við höfum mikið verið að vinna með tónlistar- formið, að setja element úr tónleikaforminu inn í danssýningarnar en núna erum við eiginlega að gera öfugt, að taka tónleikaformið og setja dans og leikræn tilþrif inn í það,“ segir Erna um verkið. „Við ákváðum að kalla þetta jaðarsöngleik, vorum að reyna að finna rétt orð til að lýsa þessu. Við fylgjum ákveðnu konsepti lauslega í sýningunni, í henni er rauður þráður. Það eru þarna nokkrir spámenn sem eru að reyna að predika ólíkan boð- skap sem er misgóður og mistrúverðugur,“ segir Erna og nefnir að heimsendir komi þar við sögu og því þurfi menn að njóta augnabliksins. Þá komi rokkstjarnan sem fyrirbæri einnig við sögu. „Ég hef gaman af því að fara á tónleika og fylgjast með því hvernig rokkstjarnan hagar sér, áhrifunum sem hún getur haft á fjöldann, nánast heilaþvegið þúsundir manna. Það fara allir í eins konar trans, tónlist getur haft svo ótrúleg áhrif.“ Hinn mjög svo heillandi flösuþeytingur „Hugmyndin var að reyna að plata áhorfendur með okkur inn í nýja vídd, að reyna að frelsa áhorf- endur í nokkrar sekúndur. Við vonumst til þess að fólk fari heim með bros á vör og hlýju í hjarta. Áhorfendur taka ekki beinan þátt í verkinu en þeim er velkomið að headbang-a sig hauslausa og helst fara út úr líkamanum,“ segir Erna og hlær. Hún hvetur áhorfendur til þess að þeyta flösu og skal engan undra, slíkur þeytingur er henni afar hugleikinn og hann kemur mikið við sögu í dans- verkum hennar. „Þetta er mitt uppáhalds- dansspor, skulum við segja. Þetta er líka eitthvað sem menn hafa notað bæði á tónleikum og í and- legum tilgangi, í trúarathöfnum o.fl. Þessi einfalda en áhrifaríka hreyfing,“ segir Erna. Að lokum berst talið að forvitnilegum titli verks- ins. Erna segist hafa heyrt af sérstakri vél sem kitli kjúklinga áður en þeim sé slátrað og fyrir vik- ið verði kjötið meyrara. „Við erum að nota þetta sem líkingu, ætli það sé ekki betra að deyja með bros á vör og hlýju í hjarta?“ segir Erna kímin. „Við ímyndum okkur að þetta sé vél sem við tælum áhorfendur inn í, vél sem fer með þá á nýja staði.“ Kitl fyrir dauðann  Dans og leikræn tilþrif eru færð inn í tónleikaformið í verkinu Tickling Death Machine  Jaðarsöngleikur fluttur af Shalala, Reykjavík! og Lazyblood í Iðnó Ljósmynd/Hörður Sveinsson Kitlandi Listamennirnir sem að sýningunni koma og afkvæmi þeirra, Erna og Bóas, fremst á mynd. www.ernaomarsdottir.com Breiðskífa Hildar Guðnadóttur, Leyfðu ljósinu, hefur hlotið afar já- kvæða gagnrýni í ýmsum fjölmiðl- um og þ.á m. í breska tónlistarrit- inu The Wire. Breiðskífan var gefin út 18. maí sl. og hefur að geyma tónverk Hildar sem tekið var upp í Music Research Centre við Háskól- ann í York í janúar sl. af Tony Myatt. Breska útgáfufyrirtækið Touch gefur plötuna út. Yfirlit yfir þá gagnrýni sem birt hefur verið um plötuna má finna á vef Touch, touchmusic.org.uk. Lofdómar Hildur Guðnadóttir. Plata Hildar hlýtur glimrandi dóma Listamaðurinn Ummi, eða Unn- steinn Guðjóns- son, hefur sent frá sér smáskífu með laginu „Sumarið er komið aftur“, af væntanlegri breiðskífu sinni. Ummi hefur búið og starfað í Lundúnum við kvikun sl. tíu ár en er auk þess tónlistar- maður. Má geta þess að Ummi var einn stofnenda hljómsveitarinnar Sólstrandargæjarnir á sínum tíma. „Sumarið er komið aftur“ með Umma Ummi Guðjónsson Verk IC-98 sýnt í Listasafni ASÍ Ranglega var sagt í blaðinu í gær að verkið Aview from the other side eða Útsýnið hinu megin eftir IC-98, sem hlaut fullt hús stiga í umfjöllun Politiken, væri til sýnis í Listasafni Íslands. Hið rétta er að verkið er sýnt í Listasafni ASÍ. Beðist er vel- virðingar á þessu. Sýningin stendur til 1. júlí og er opin alla daga nema mánudaga milli kl. 13-17. Aðgangur er ókeypis. LEIÐRÉTTING LAUGARÁSBÍÓ Sýningartímar PROMOTHEUS 3D Sýnd kl. 4 - 7 - 10 SNOWWHITEANDTHEHUNTSMAN Sýnd kl. 4 - 7 - 10 MEN IN BLACK 3D Sýnd kl. 8 - 10:25 THE FIVE YEAR ENGAGEMENT Sýnd kl. 5 FRAMLEIÐENDA BRIDES- MAIDS BRÁÐSKEMMTILEG MYND FRÁ -bara lúxus sími 553 2075Miðasala og nánari upplýsingar www.laugarasbio.is Moonrise Kingdom MORGUNBLAÐIÐ FRÉTTABLAÐIÐ SMÁRABÍÓ HÁSKÓLABÍÓ 5%NÁNAR Á MIÐI.ISGLERAUGU SELD SÉR 5% BORGARBÍÓ NÁNAR Á MIÐI.IS PROMETHEUS KL. 5.50 - 8 - 10.15 16 SNOW WHITE AND THE... KL. 8 - 10.15 12 MIB 3 3D KL. 6 10 PROMETHEUS 3D KL. 6 - 9 16 MOONRISE KINGDOM ÓTEXTUÐ KL. 5.50 - 8 - 10.10 L SNOW WHITE AND THE HUNTSMAN KL. 9 12 MIB 3 3D KL. 6 - 9 10 GRIMMD:SÖGUR AF EINELTI KL. 5.45 10 MBL PROMETHEUS 3D KL. 5.20 - 8 - 10.40 16 PROMETHEUS 3D LÚXUS KL. 5.20 - 8 - 10.40 16 PROMETHEUS 2D KL. 5.20 - 8 - 10.40 16 SNOW WHITE AND THE HUNTSMAN KL. 8 - 10.40 12 MIB 3 3D KL. 5.30 - 8 - 10.30 10 MIB 3 2D KL. 5.30 10 LORAX – ÍSLENSKT TAL 2D KL. 3.30 L LORAX – ÍSLENSKT TAL 3D KL. 3.30 L LEITIN AÐ UPPRUNA OKKAR GÆTI LEITT TIL ENDALOKANNA

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.