Morgunblaðið - 06.06.2012, Síða 22

Morgunblaðið - 06.06.2012, Síða 22
SVIÐSLJÓS Ingveldur Geirsdóttir ingveldur@mbl.is L æknum á Íslandi hefur fækkað um 10% frá hruni og víða er erfitt að manna stöður. Þorbjörn Jónsson, formaður Læknafélagsins, segir sérstaklega erfitt að manna stöður heilsugæslu- lækna úti um allt land og sér- greinalækna. „Heimilislæknar eru svo margir að þar vantar mesta fjöldann. Ráðu- neytið brá á það ráð að breyta sér- fræðilæknastöðum í heimilislækn- ingum í námsstöður. Ráðuneytið áleit að það væri betra að hafa lækni sem er í námi en engan. En það þýðir að það er aukið álag á þá sem eru full- menntaðir, þeir þurfa að leiðbeina námsmönnunum,“ segir Þorbjörn. „Svo eru einstakar greinar, litlar sér- greinar, þar sem verður hálfgerð kreppa í stéttinni ef einhver fer á eft- irlaun eða minnkar við sig. Það eru svo fáir í landinu með þessa sér- greinamenntun að það munar mikið um hvern og einn. Sem dæmi kreppir að í stétt sérfræðilækna í brjósthols- skurðlækningum og nýrnalækn- ingum.“ Þorbjörn segir að læknaskortinn megi meðal annars sjá á þeim fjölda umsókna sem koma um hvert auglýst starf. „Það er algengt að það sé bara einn umsækjandi eða enginn um stöð- ur sem margir sóttu um fyrir nokkr- um árum. Starfsumsóknum hefur fækkað mikið.“ Of fáir heimilislæknar Í nýjasta tölublaði Læknablaðs- ins birtist ritstjórnargrein eftir Þór- arin Ingólfsson, formann Félags ís- lenskra heimilislækna. Þar segir að nýlega hafi sjö stöður sérfræðinga í heimilislækningum verið auglýstar hjá heilsugæslu höfuðborgarsvæð- isins og enginn hafi sótt um þær. „Í dag eru fjölmargar stöður á landsbyggðinni lausar og heilu lands- hlutarnir án fastra lækna. […] Staðan er viðkvæm núna, heimilislæknar eru of fáir og margir yngri heimilis- læknar hafa þegar hætt störfum og flust búferlum og þeir sem eldri eru nálgast eftirlaun eða íhuga að draga sig í hlé eða fara í önnur verkefni. Ekki fást hæfir umsækjendur í stöð- ur sem eru auglýstar,“ skrifar Þór- arinn og segir heilbrigðisyfirvöld í skjóli niðurskurðar vera á góðri leið með að ganga af heimilislækningum dauðum. Ein af ástæðum þess að læknar fást ekki í laus störf hér er að þeir koma ekki heim eftir nám að sögn Þorbjörns enda hafa kaup og kjör rýrnað verulega síðustu ár. „Launamunurinn á milli Skand- inavíu og Íslands er hrópandi. Menn geta unnið erlendis og fengið jafnvel það sem samsvarar þriggja vikna kaupi hér fyrir eina vinnuviku þar, munurinn er það mikill. Úti er líka oft hóflegra vinnuálag á ýmsum stofn- unum, en hér er víða mikil vakta- byrði. Þannig að ef þú færð töluvert betri kjör fyrir minna vinnuframlag er það freistandi,“ segir Þorbjörn og bætir við að mikill niðurskurður inni á spítölunum og sífelldar breytingar á vinnufyrirkomulagi séu líka meðal ástæðna þess að læknar flýja land. Ekki leitað eftir samráði Til að finna lausn á þessum vanda verða stjórnvöld að hlusta á lækna, að sögn Þorbjörns. „Það fer lítið fyrir samráði frá hendi ríkisvaldsins og það hefur ekki aukist í áranna rás. Læknum finnst afskaplega lítið leitað til þeirra eftir ráðleggingum og þeir eru óánægðir með það. Ef það er gert er það frekar málamyndasamráð en að það sé ætl- unin að taka mark á því sem frá Læknasamtökunum kemur.“ Læknum fækkar og stéttin eldist Stöðugildi lækna hjá hinu opinbera 2007-11 Fjöldi stöðugilda 800 700 600 500 400 2007 2008 2009 2010 2011 Læknar á aldrinum 60-69 ára (% af öllum læknum) 2007 2011 16,5% 24,0% Starfandi læknar á Íslandi eru að eldast. Af starfandi læknum árið 2007 voru 16,5% á aldr- inum 60-69 ára. Fjórum árum síðar var hlutfallið komið í 24%. Á árunum 2001 til 2010 fækkaði íbúum á bak við hvern lækni stöðugt í Noregi og Dan- mörku en ekki á Íslandi. Þor- björn segir að öfugt við þróun- ina í nágrannalöndunum fjölgi frekar íbúum á bak við hvern lækni hér. Enda hefur stöðugild- um lækna fækkað mikið síðustu ár eins og sjá má á meðfylgjandi mynd. Íslenskir læknar eldast STARFANDI LÆKNAR 22 MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 6. JÚNÍ 2012 Hægt er að lýsa skoðun á ritstjórnargreinum Morgunblaðsins á http://www.mbl.is/mogginn/leidarar/ Oft mættiætla aðstjórnvöld legðu undirstöðu- atvinnuvegi lands- ins í einelti og hlífðu öðrum eða hefðu jafnvel áhuga á upp- byggingu þeirra eins og lesa mætti út úr meintri fjárfest- ingarstefnu ríkisstjórn- arinnar. Það sem landið og miðin gefa af sér hefur vissu- lega sætt miklum fjandskap af hálfu ríkisstjórnarflokkanna svo mönnum er vorkunn að ætla að óvildin einskorðist við þær atvinnugreinar sem nýta þessar auðlindir, svo sem sjáv- arútveginn, landbúnaðinn eða orkufreka iðnaðinn. Hér verða menn hins vegar að gæta sín að draga ekki rangar ályktanir af þessari miklu óvild, því að í atvinnu- málum stendur ríkisstjórnin ágætlega undir því að teljast jafnaðarstjórn. Þegar fjand- skapur í garð atvinnurekstrar er annars vegar er allt undir þó að stjórnvöld tali stundum eins og leggja eigi rækt við þá starfsemi sem fellur undir skilgreininguna „eitthvað ann- að“, en það er orðasamband sem oft er gripið til þegar ver- ið er að hafna þeim hug- myndum um nýsköpun sem fram eru settar. Í Morgunblaðinu í gær var að finna dæmi um afleiðingar stefnu ríkisstjórnarinnar sem bitnar á tiltekinni starfsemi hér á landi. Frá því er greint að nú sé svo komið að tann- læknaskortur gæti orðið hér á landi á næstu árum, ekki síst á landsbyggðinni, sem er mjög í anda annarrar byggðastefnu stjórnarflokkanna. Formaður Tannlæknafélags Íslands segir tannlækna nú sækja mikið í störf erlendis, ýmist með því að hverfa af landi brott eða koma ekki heim eftir nám. Sérfræðingar í tilteknum greinum tannlækn- inga eru fámennur hópur og að sama skapi viðkvæmur fyrir því að ein- stakir tannlæknar taki slíka ákvörð- un. Því miður er staðan hér á landi orðin sú að sérfræðingar á borð við lækna, þar með talið tannlækna, og fjölda annarra með menntun sem er jafn gild víða erlendis og hér heima, sjá hag sínum oft betur borgið er- lendis. Í stað þess að skapa hér að- stæður sem eru eftirsókn- arverðar fyrir atvinnu- starfsemi slíkra sérfræðinga finna þeir – og þurfa ekki mikla næmni til – að frá stjórnvöldum andar köldu. Auðvitað er ekki til lengdar hægt að búa við ríkisstjórn sem lítur á það sem sitt helsta verkefni að hindra nýja at- vinnuuppbyggingu og þvælast fyrir þeirri sem fyrir er. Rúm þrjú ár af slíku sýna tjónið af þess háttar stefnu í formi at- vinnuleysis sem ekki þyrfti að vera og tilheyrandi útgjöldum fyrir hið opinbera og hörm- ungum fyrir þá sem fyrir verða. Forystumenn ríkisstjórn- arinnar geta haldið áfram að syngja sama falska sönginn um hve allt gangi betur en ætl- að var, en eins og sýnt hefur verið fram á byggist sá söngur á sögufölsunum. Og vitaskuld geta sömu aðilar haldið áfram að fullyrða að þeir séu slíkir afreksmenn að um fátt sé meira rætt erlendis en að fá þá til að lyfta grettistökum þar. Slíkur spuni hjálpar hins veg- ar ekki þeim sem leita sér at- vinnu án árangurs eða komast ekki að hjá sérfræðingum vegna landflótta þeirra. Þessu verður að linna og jafnvel stjórnarliðar á Alþingi hljóta að átta sig á því. En ótt- inn við kjósendur ræður enn för, hvað sem verður. Stjórninni er illa við undirstöðugreinar, en er ekki þar með vel við hinar} Jafnaðarstefna Mikil tengsleru á milli bankakerfa Grikklands og Kýpur og hafa þau orðið til þess að stjórnvöld á Kýpur sögðu í gær að þau kynnu að þurfa á fjárhags- aðstoð að halda frá ESB. Í gær ítrekaði Spánn ósk- ir sínar um fjárhagsaðstoð frá ESB vegna erfiðleika spánskra banka. Skilaboð ríkisstjórnarinnar voru þau að landið hefði í raun misst að- gang að fjár- magnsmörkuðum vegna ört hækk- andi ávöxt- unarkröfu. Þegar hérlendir ráðamenn frétta af þessum erfið- leikum, sennilega með komu haustskipsins, munu þeir vafalítið furða sig á að þessi ríki skuli ekki hafa sótt um aðild að ESB og tekið upp evru. Nú væri gott fyrir Grikkland, Kýpur og Spán að geta tekið upp evru} Með haustskipinu Þ ví er fagnað í Bretlandi um þessar mundir að sextíu ár eru liðin frá því Elísabet Alexandra María tók við bresku krúnunni, en einnig að sjötíu ár eru liðin frá því önnur kona, Enid María Blyton, sendi frá sér fyrstu söguna um systkinin Júlla, Önnu og Jonna og ævintýri þeirra með frænku sinni Georgínu, sem vill láta kalla sig Georg, og Tomma hund- inum hennar. Blyton hafði reyndar sent frá sér sína fyrstu bók löngu áður, barnaljóðabók eftir hana kom út 1922, og allmargar bækur aðrar áður en Five on a Treasure Island kom út, en Kristmundur Bjarnason snaraði henni sem Fimm á Fagurey og kom hún út árið góða 1957. Nú má vel vera, lesandi góður, að þú þekkir ekki til Fimm-bóka Enid Blyton, og kannski ekki heldur til Ævintýra-bóka hennar, Dodda- bókanna eða bóka hennar almennt, þó skráðar séu tæp- lega 150 bækur á íslensku eftir Blyton í Gegni, samskrá íslenskra bókasafna. Það er meira að segja líklegt að þú hafir ekki lesið bækur Enid Blyton, nema þú sért á miðjum aldri eða þar um bil, í ljósi þess að síðustu áratugi hafa bækur hennar verið taldar óholl lesning ungmennum fyrir þann tíðaranda sem speglast í þeim þegar negrar og sígaunar voru óæðri og stúlkur puntudúkkur. Það segir sitt að eigendur útgáfuréttar bóka Blyton hreinsuðu í upphafi tíunda áratugarins úr bókunum niðrandi setn- ingar um negra, sígauna, Walesverja og konur. Dæmi um það er að finna í bókinni Five Go Camping þar sem Georgínu er svo lýst að hún sé „black as a nig- ger with soot“, en Kristmundur Bjarnason þýddi 1962: „Hún var eins og negrastrákur“ í Fimm í útilegu. Ekki er bara að Enid Blyton hafi verið gríð- arlega vinsæl, heldur var hún líka gríðarlega afkastamikil og á bókalista hennar á Wikipe- diu eru 755 bækur sem komu út á meðan hún lifði. Til marks um afköstin má nefna að árið 1952 komu út 52 bækur eftir hana, 1953 voru þær 42 og 58 1954. Því má þó halda fram að allar hafi bæk- urnar hennar verið eins, í það minnsta renna saman í minningunni bækurnar um Júlla, Jonna, Önnu, Georgínu og Tomma, Betu, Palla, Lárus, Dísu og Finn, Reyni, Dóru, Snúð og Bjálfa og Dísu, Finn, Önnu, Jonna og Kíkí. Voru þær ekki allar um krakka sem lenda í ævintýrum í sumarleyfum sínum? (Það segir sitt um sög- urnar að krakkarnir í Fimm-bókunum eru alltaf jafn gamlir, en ef maður telur skólafríin þá eru þau öll komin á þrítugsaldurinn þegar komið er að tuttugustu og annarri bókinni, Fimm hittast á ný). Allt fer líka alltaf á besta veg í bókunum, hinir vondu fá makleg málagjöld eða sjá að sér, það er alltaf vafningsviður á veggnum sem þarf að klífa, eða lykill í skránni á læstu hurðinni, þjónar til taks til að þrífa og elda, lágstéttarfólk til að hlæja að eða brosa við. Skólafríið eilífa með sínu engiferöli og kökum kenndi manni að meta enska menningu og var líka heilmikil inn- ræting sem tekur mörg ár að sigrast á. arnim@mbl.is Árni Matthíasson Pistill Engiferöl og kökur STOFNAÐ 1913 Útgáfufélag: Árvakur hf., Reykjavík. Ritstjórar: Davíð Oddsson Haraldur Johannessen Aðstoðarritstjóri: Karl Blöndal Útgefandi: Óskar Magnússon

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.