Morgunblaðið - 06.06.2012, Blaðsíða 44

Morgunblaðið - 06.06.2012, Blaðsíða 44
MIÐVIKUDAGUR 6. JÚNÍ 158. DAGUR ÁRSINS 2012 5 6 9 1 1 0 0 Ritstjórn: ritstjorn@mbl.is Auglýsingar: augl@mbl.is Áskrift: askrift@mbl.is | sími 5691100 mbl.is: netfrett@mbl.is Í LAUSASÖLU 399 ÁSKRIFT 4390 HELGARÁSKRIFT 2750 PDF Á MBL.IS 2550 1. Þessir voru í jómfrúferð Wow air 2. Óvenjuleg tvíburajarðarför 3. Greip golfbolta á 193 km hraða 4. Hundur stórslasaði barn »MEST LESIÐ Á mbl.is FÓLK Í FRÉTTUM  Partíþokan nefnist tónlistarhátíð sem haldin verður á Seyðisfirði 22. og 23. júní. Boðið verður upp á tón- leika, uppistand og Jónsmessu- brennu. Meðal hljómsveita sem fram koma eru Jónas Sigurðsson og Rit- vélar framtíðarinnar og Prins Póló. Morgunblaðið/Ernir Tónleikar, uppistand og Jónsmessubrenna  Stór hópur framleiðenda, umboðsmanna og stjórnenda listahátíða og leikhúsa í Evrópu, Bandaríkjunum og Asíu fylgdist með forsýningum á verkinu Bast- ards í Borgarleikhúsinu sl. helgi með það í huga að taka verkið til sýningar erlendis. Verkið verður sýnt í Malmö í júlí og í Kaupmannahöfn í september. Það verður síðan æft upp á nýtt í Borgarleikhúsinu og frumsýnt með íslenskum leikurum í október. Stór hópur útlend- inga skoðaði Bastards  Hljómplatan Early Birds með hljómsveitinni múm er komin út, bæði sem geisladiskur og tvöföld vínylplata. Á plötunni má finna safn laga eftir múm frá lokum síðustu aldar, lög sem hafa ekki verið gefin út áður. Early Birds nefnist safnskífa múm VEÐUR Tap í uppbótar- tíma á KR-velli Nú þegar rétt um 50 dagar eru þar til Ólympíuleikarnir í London verða sett- ir eru íslensku ólympíufararnir orðnir 23 talsins. Enn eru góðar líkur á að fleiri bætist í hópinn en nokkrir íþróttamenn eru þessa dagana að berjast við að ná lágmörkum fyrir leikana, sem settir verða 27. júlí. »2 Ólympíufararnir eru orðnir 23 talsins „Liverpool er stórt og öflugt félag sem á glæsilega sögu og það kemur alveg til greina. Ég hef ekkert rætt við Brendan um þau mál en eftir að hann var ráðinn til Liverpool óskaði ég honum til hamingju og þakkaði honum fyrir góðan tíma hjá Swan- sea,“ segir Gylfi Sigurðsson sem veit ekki í hvorri Keflavíkinni hann rær á næstu leiktíð. »1 Liverpool kemur alveg til greina hjá Gylfa ÍÞRÓTTIR Skannaðu kóðann með símanum þínum og fylgstu með veðrinu á Steinþór Guðbjartsson steinthor@mbl.is „Það er allt vitlaust að gera,“ segir Júlíus Már Baldursson á Tjörn á Vatnsnesi, en hann er með land- námshænur í fóstri fyrir fólk auk þess sem leigja má hjá honum hæn- ur til nokkurra mánaða ef vill. Stærsta búið Júlíus Már rekur stærsta búið með íslensku landnámshænuna en um 230 hænur og 35 hanar eru í stofninum á Tjörn. Auk þess er hann alltaf með 15-20 tæplega árs- gamla kynbótahana til sölu. „Það eru samt hvorki dollaramerki í aug- um né digrir sjóðir í banka,“ segir hann og minnir á að hann sé enn að byggja upp eftir að útihúsin brunnu til grunna með öllu sem í þeim var fyrir rúmlega tveimur árum. Hann hefur reglulega haldið námskeið um fuglana og segir að fólk hafi haft samband, lýst yfir áhuga á að eiga hænu en ekki haft tök á því vegna búsetu til dæmis í blokk í miðjum bæ. „Ég bauð því bara að fóstra hænu,“ segir hann. Samningurinn gengur út á það að viðkomandi velur sér landnáms- hænu og kaupir sér rétt á henni en geymir hana á Tjörn. Kaupandi borgar fóðrið ofan í hænuna í tvö ár, greiðir 21.000 kr. og fær í stað- inn 440 egg, þ.e. eitt kg af eggjum á mánuði eða 20 egg á mánuði í 11 mánuði á ári. Hænan gerir hlé á varpinu í mánuð í lok ágúst fram í byrjun september, þegar hún fer í fiðurskipti fyrir veturinn. „Margir koma og heimsækja hænuna á tímabilinu, halda á henni og láta mynda sig með hana, og ég bíð þeim þá upp á kaffi og spjall,“ segir Júlíus Már. Fólk á höfuðborgarsvæðinu sæk- ir eggin á ákveðinn stað á svæðinu en þau eru send til þeirra sem búa annars staðar á landinu. „Ég byrj- aði á þessu 2007 og áður en brann var ég með um 70 hænur í fóstri en nú eru þær um 20 og fer fjölgandi. Þetta hefur verið vinsælt í afmælis- og brúðargjafir og sérstaklega handa eldra fólki sem á allt.“ Júlíus Már segir að það hafi líka færst í aukana að fólk, sem sé í sumarbústöðum allt sumarið, hafi fengið sér hænsnakofa og síðan leigt hænur. „Það kemur hingað og leigir sér þrjár til fimm hæn- ur í byrjun júní og skilar þeim í september eða október, fær arðinn af þeim á meðan.“ Hænur í fóstri og einnig til leigu  Eigendur heimsækja hænur sínar  Með hænur í sumarbústöðum Landnámshænur Júlíus Már Baldursson er með um 230 hænur og 35 hanar eru í stofninum hjá honum á Tjörn á Vatnsnesi. Júlíus Már Baldursson var 18 ára þegar hann fékk fyrstu fuglana hjá Stefáni Aðalsteins- syni á Keldum og síðan eru lið- in 34 ár, en talið er að innan við 300 fuglar hafi verið í landinu, þegar Stefán hóf björgunarstarf sitt um 1970. „Ég veit ekki hvað gerðist þegar ég fór í viðtal hjá Stefáni og skoðaði fuglana, en eitt- hvað heillaði mig og ég hef verið með dellu síðan.“ Fékk delluna 18 ára gamall JÚLÍUS OG HÆNURNAR SPÁ KL. 12.00 Í DAG Rigning eða slydda á NA- og A-landi og dálít- il rigning norðvestanlands. Hiti 2 til 8 stig, en 8 til 13 suðvestantil. Á fimmtudag Austan og norðaustan 5-15 m/s, hvassast syðst. Rigning um tíma á S- og SA-landi, annars skýjað og yfirleitt þurrt. Á föstudag Austlæg átt, 8-13 m/s. Súld eða dálítil rigning austan- lands og við suðurströndina, annars skýjað með köflum. VEÐUR » 8 www.mbl.is Íslenska landsliðið í knatt- spyrnu karla, skipað leik- mönnum 21 árs og yngri, tapaði í gærkvöldi fyrir Aserbaídsjan, 2:1, í undan- keppni Evrópumótsins en leikið var á KR-velli. Aserar skoruðu sigurmarkið í upp- bótartíma. Íslenska lands- liðið rekur lestina í undan- riðlinum með þrjú stig eftir sex leiki en tveir eru eftir í keppninni, gegn Noregi og Belgíu. »3

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.