Morgunblaðið - 06.06.2012, Blaðsíða 23

Morgunblaðið - 06.06.2012, Blaðsíða 23
23 MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 6. JÚNÍ 2012 Rúmrusk Hugarafl hélt upp á 9 ára afmæli sitt í gær með sjúkrarúmsgöngu í náttklæðum frá bráðamóttöku geðsviðs LSH. Gengið var um Skólavörðustíg, niður á Lækjartorg og endað á Aust- urvelli þar sem var sungið og leikið. Síðan var afmæliskaffi hjá Hugarafli en samtökin vilja vekja athygli á að vandi geðraskana verði ekki leystur með því að fela hann inni á geðdeildum. Júlíus Eftir hrun fjármálakerfisins haustið 2008, hefur verið inn- leidd ný vinnuregla. Sum fyrir- tæki mega ekki fara á hausinn á meðan önnur geta siglt sinn sjó og þess vegna í strand. Reglan hefur lítið sem ekkert með arð- semi fyrirtækjanna að gera og hirðir lítt um hvort skynsamlega hafi verið staðið að rekstri á umliðnum árum. Reglan er fremur einföld: Skuldsett stór fyrirtæki sem uxu hratt fyrir hrun, ekki síst í krafti þess að hafa nær óheftan aðgang að lánsfé, skulu sett í gjörgæslu, þeim stungið í súrefnisvélar banka og lífeyrissjóða, skuldir afskrifaðar og þeim gert kleift að halda rekstri áfram. Eigendur annarra fyrirtækja sitja eftir með sárt ennið. Þeir eiga annaðhvort ekki nægilega stór fyrirtæki eða gerðu þau mistök að safna ekki skuldum á góðæristímanum í við- leitni sinni til vaxtar þar sem arðsemi réð för. Graftrarkýli bólgna Þessi nýja regla var tekin upp og útfærð með vilja og/eða samþykki hinnar norrænu vinstri stjórnar sem kennir sig við velferð. Með innleiðingu hennar urðu Íslendingar af gullnu tækifæri til að stokka upp spilin, brjóta upp viðskiptasamsteypur sem allt gleyptu í krafti lánsfjár og tryggja hér aukna sam- keppni á flestum sviðum. Í stað þess að sprengja graftrarkýlin í íslensku viðskiptalífi, hafa þau fengið að halda áfram að bólgna og ný hafa myndast. Hin nýja regla bannar að skuld- ug stórfyrirtæki fari á hausinn. Þar með hefur lögmáli frjálsra viðskipta verið kippt úr sambandi. Reglan hefur lagt grunninn að vel- ferðarkerfi hinna stóru á kostnað þeirra sem eru minni. Þannig starfar norræn velferðarstjórn. Það þarf ekki umfangsmiklar rannsóknir til að komast að þeirri niðurstöðu að staðan í íslensku viðskiptalífi hefur verið skekkt stórkostlega á síðustu árum. Litli atvinnurekandinn sem áður glímdi við stórfyrirtæki, sem virtust hafa ótakmark- aðan aðgang að láns- og áhættufé, glímir við sömu aðila, sem nú hafa fengið milljarða af- skrifaða og nýtt áhættufé. Við „uppstokkun“ íslensks atvinnulífs á síðustu árum var því aft- ur gefið vitlaust – sanngirni var lögð til hliðar. Ekkert frjálst þjóðfélag sem vill sækja fram og bæta lífskjör, fær þrifist án sjálfstæða at- vinnurekandans – einstaklingsins sem leggur allt sitt undir til skapa sér og sínum lífsviður- væri. Framtaksmaðurinn sem kemur auga á tækifærin að framleiða nýja vöru eða bjóða nýja þjónustu, er drifkraftur framfara sem skapa jarðveg fyrir ný störf og aukin lífsgæði. Þjóðir sem hlúa að litla atvinnurekandanum – einstaklingnum með nýja hugmynd – njóta velmegunar umfram aðrar þjóðir. Á Íslandi hefur sjálfstæði atvinnurekandinn verið settur út í horn og það er sótt að honum. Ríkisstjórnin sækir að honum með sífellt flóknara regluverki, dýru eftirliti og síhækk- andi sköttum. Stóru fyrirtækjasamsteyp- urnar, sem fengu nýtt líf, sækja að honum í krafi afskrifta og með fjármálastofnanir og fjárfestingasjóði lífeyrissjóðanna sem bakhjarla. Verndað umhverfi Kannski er ekki nema von að lítill skilningur sé á stöðu þeirra sem reka lítil og meðalstór fyrirtæki. Forráðamenn ríkisstjórnarinnar hafa lifað og starfað í vernduðu umhverfi í ára- tugi. Steingrímur og Jóhanna vita ekki hvað það er að setja allt sitt undir í rekstur fyrir- tækis. Þekkja ekki þær áhyggjur að eiga fyrir launum starfsmanna um næstu mánaðamót eða geta staðið skil á virðisaukaskatti á komandi gjalddaga. Stór hluti þingmanna glímir við þetta skiln- ingsleysi. Þess vegna finnst þeim eðlilegt hvernig staðið hefur verið að verki við „end- urreisn“ atvinnulífsins og þeim finnst sann- gjarnt að þeir sem ráku fyrirtæki sín af skyn- semi og fyrirhyggju á góðærisárunum, skuli greiða hærri skatta. Í þokkabót telja þeir nauðsynlegt að auka opinbert eftirlit með sjálfstæða atvinnurekandanum. Verkefni Sjálfstæðisflokksins Sá er þetta skrifar hefur á síðustu árum ítrekað hvatt til þess að Sjálfstæðisflokkurinn berjist fyrir sjálfstæða atvinnurekandann, enda í samræmi við sögu og grunnstefnu flokksins. Ég hef átt samtöl við fjölmarga at- vinnurekendur víða um land, sem telja að Sjálfstæðisflokkurinn hafi látið þá afskipta – þingmenn og kjörnir fulltrúar flokksins hafi lítinn sem engan áhuga á kaupmanninum á horninu, útgerðarmanninum sem keypti sér Sóma-bát og kvóta, kallinum sem hefur rekið sitt dekkjaverkstæði í áratugi og alltaf staðið í skilum eða innflytjandanum sem hefur barist við ósanngjarna samkeppni frá ríkisrekinni fríhafnarverslun. Óháð því hvort sjálfstæðismönnum þyki þetta viðhorf sanngjarnt eða ekki, eiga þeir að taka það alvarlega. Nú þegar innan við eitt ár er í alþingiskosningar verður Sjálfstæðisflokk- urinn að taka upp hanskann fyrir atvinnulífið – ekki fyrir stóru öflugu fyrirtækin – heldur fyrir þau litlu og meðalstóru. Ætli Sjálfstæð- isflokkurinn að ná árangri í komandi kosn- ingum og fá umboð til að leiða næstu ríkis- stjórn, verður flokkurinn að endurnýja trúnaðarsambandið við þá sem eiga það sam- eiginlegt að veita þúsundum atvinnu með því að leggja allt sitt undir og hafa rekið fyrirtæki sín af skynsemi. Allt annað gengur gegn hugsjónum Sjálfstæðisflokksins. Eftir Óla Björn Kárason »Reglan hefur lagt grunninn að velferðarkerfi hinna stóru á kostnað þeirra sem eru minni. Þannig starfar norræn velferðarstjórn. Óli Björn Kárason Sjálfstæði atvinnurekandinn settur út í horn Höfundur er varaþingmaður Sjálfstæðisflokksins.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.