Morgunblaðið - 06.06.2012, Blaðsíða 19

Morgunblaðið - 06.06.2012, Blaðsíða 19
FRÉTTIR 19Viðskipti | Atvinnulíf MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 6. JÚNÍ 2012 Rauðag erði 25 · 1 08 Reykjavík · Sími 440 1800 · kaelitaekni.is Okkar þekking nýtist þér Allt fyrir kælingu og frystingu Gott úrval af hillukælum, kæli & frystiskápum, frystikistum, glerhurðafrontum, gosrennum ofl. Hillu & tunnukælar Afgreiðslu- & kökukælar Gæðamerki og gott verð Kæli- & frystiskápar , kistur ofl.Glerhurðafrontar, gosrennur ofl. Brynhildur Georgsdóttir hef- ur tekið við starfi útibússtjóra Ar- ion banka í Vest- urbæjarútibúi. Auk þess að bera ábyrgð á rekstri Vest- urbæjarútibús mun Brynhildur taka virkan þátt í uppbyggingu á miðbæjarsvæði bankans. Brynhild- ur er lögfræðingur frá Háskóla Ís- lands og með MBA-gráðu frá sama skóla. Brynhildur gegndi starfi um- boðsmanns viðskiptavina Arion banka frá árinu 2009, samkvæmt fréttatilkynningu frá bankanum. Nýr útibús- stjóri Arion Brynhildur Georgsdóttir                                           !"# $% " &'( )* '$* +,-./- +-0.1- +,/.21 ,+.341 ,+.,5/ +1.-/0 +2/.51 +.3420 +-4.44 +35.-3 +,-.0 +--.,1 +,/.12 ,+.1, ,+.,33 +0.55+ +2/.// +.3403 +-3.+2 +3+./+ ,,2.5/4+ +25.++ +--.14 +,4.5- ,+.102 ,+.2,0 +0.54/ +2/.0+ +.332/ +-3.1+ +3+.03 Skannaðu kóð- ann til að sjá gengið eins og það er núna á Hörður Ægisson hordur@mbl.is Enn sem komið er virðast fá sýnileg merki um að verðbóla sé byrjuð að þenjast út á húsnæðismarkaði hér á landi. Þrátt fyrir fullyrðingar að undanförnu um bólumyndun á fast- eignamarkaði – ekki síst vegna gjaldeyrishafta – þá er staðreyndin engu að síður sú að húsnæðisverð á höfuðborgarsvæðinu hefur aðeins hækkað um tæplega 2% að raunvirði frá því í ársbyrjun 2011. Það sem af er þessu ári hefur raunvirði fast- eigna jafnvel lækkað um 2,7%. Hagfræðideild Landsbankans tel- ur því ekki rétt að halda því fram að vísbendingar séu uppi um verðbólu á fasteignamarkaði, enda þótt húsnæðisverð á höfuðborgarsvæðinu hafi hækkað um 10% að nafnvirði frá því í janúar 2011. Raunverð er þó enn um 36% lægra en það var þegar það náði toppi í árslok 2007. Á það er bent í Vegvísi Hagfræði- deildar Landsbankans að laun hafa hækkað umfram fasteignaverð frá því í ársbyrjun á síðasta ári, en hækkun nafnlauna á tímabilinu nem- ur 11,5% á meðan kaupmáttur launa hefur hækkað um 3,5%. Hlutfall fast- eignaverðs og launa er nú um stundir á svipuðum slóðum og meðaltal ár- anna 1994-2012 og hefur húsnæðis- verð fylgt kaupmætti launa frá því að viðsnúningur hófst á fasteignamark- aði í byrjun árs 2011. Það er mat Hagfræðideildar Landsbankans að þótt búast megi við því að raunfast- eignaverð hækki umfram kaupmátt á einhverjum tímabilum, þá þurfi slíkt engu að síður ekki að vera merki um bólumyndun á markaði. Skuldir heimila við lánastofnanir gefa ennfremur ekki til kynna að um skuldsetta bólumyndun sé að ræða á húsnæðismarkaði. En rétt eins og Hagfræðideild Landsbankans vekur athygli á, þá getur eignabóla sem er fjármögnuð með skuldsetningu haft mun alvarlegri afleiðingar fyrir hag- kerfið heldur en fasteignabóla sem er fjármögnuð með eigin fé. Sú stað- reynd að íslensk heimili eru enn of skuldsett mun því halda aftur af bólumyndun á húsnæðismarkaði. Þó raunhækkun húsnæðisverðs sé lítil þá telur Hagfræðideild Lands- bankans merki um bata á fasteigna- markaði. Bæði hefur velta á markaði og fjöldi kaupsamninga aukist mikið. Bankinn spáir því að fasteignaverð muni hækka „hóflega“ umfram verð- lag á tímabilinu 2012-2014. Sam- kvæmt spánni mun raunhækkun íbúðaverðs verða um 1% á þessu ári en um 7% á öllu tímabilinu að mati Landsbankans. Ekkert sem bendir til verð- bólu á fasteignamarkaði  Húsnæðisverð fylgt kaupmætti frá 2011  2,7% raunverðslækkun á þessu ári Hægur bati » Húsnæðisverð á höfuðborg- arsvæðinu hækkað um 10% að nafnvirði frá ársbyrjun 2011. Aðeins 2% raunverðshækkun. » Fasteignaverð enn um 36% lægra að raunvirði frá því að það náði toppi í árslok 2007. » Það er því ekki rétt að tala um bólumyndun á markaði. » Spá 7% raunverðshækkun fram til ársloka 2014. Íbúðaverð á höfuðborgarsvæðinu Raunverðsvísitala húsnæðis á höfuðborgarsvæðinu Hlutfall á milli vísitölu húsnæðis á höfuðborgarsvæðinu og vísitölu launa Heimild: Þjóðskrá og Hagstofan 200 180 160 140 120 100 80 60 40 20 0 Jan. 2001 = 100 2001 2012

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.