Morgunblaðið - 06.06.2012, Blaðsíða 34

Morgunblaðið - 06.06.2012, Blaðsíða 34
34 ÍSLENDINGAR MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 6. JÚNÍ 2012 Ætli ég taki því ekki að mestu rólega yfir daginn og fari svo ífertugsafmæli á Nauthól til systursonar míns, seinna umkvöldið,“ segir Gunnar Guðmannsson, en hann verður 82 ára í dag og verður því tvöfalt tilefni til að fagna. Gunnar er landsfrægur fótboltamaður og varð Íslandsmeistari níu sinnum með liði KR, en hann spilaði með félaginu á árunum 1947-65 og var í gullaldarliði KR frá 1959-65. Gunnar hefur mikinn áhuga á fótbolta og skellir sér stundum á völlinn. Þegar hlýtt er í veðri finnst honum gott að taka göngutúr vestur í bæ til að fylgjast með sínum mönnum. Gunnar hefur dálæti á útivist og segir það lífsnauðsynlegt að hreyfa sig mikið. „Við hjónin höfum geysilega gaman af útiveru og reynum að skella okkur í veiði þegar aðstæður eru góðar,“ segir Gunnar, en þau hjónin nota einnig stundum tækifærið og rölta niður í miðbæ Reykjavíkur til að njóta blíðunnar. Aðspurður um eftirminnilegt afmæli, rifjar Gunnar upp þrítugs- afmæli sitt. „Daginn sem ég varð þrítugur spiluðum við í KR við Dynamo Moskva og fórum við félagarnir eftir leikinn heim til mín og héldum smá fögnuð. Þetta var einnig minn 200. leikur fyrir KR,“ en Gunnar bætir kímnislega við að hann ætli ekki að deila úrslitum leiksins með blaðamanni. pfe@mbl.is Gunnar Guðmannsson verður 82 ára í dag Morgunblaðið/Golli Nunni Gunnar Guðmannsson, þekktur sem Nunni, verður 82 ára í dag. Hann ætlar að eyða deginum rólega í faðmi fjölskyldu og vina. Spilaði bolta með gullaldarliði KR R eynir fæddist í Reykja- vík og ólst þar upp í Vesturbænum. Hann var í Ísaksskóla og Æf- ingadeild Kennarahá- skóla Íslands, Laugalækjarskóla, lauk landsprófi frá Gagnfræðaskól- anum í Vonarstræti, stundaði nám við Menntaskólann í Reykjavík og lauk þaðan stúdentsprófi 1972, stundaði nám í tannlækningum við Háskóla Íslands og lauk embættis- prófi í tannlækningum 1981 og stundaði framhaldsnám í tannvegs- fræðum við University of Manitoba í Winnipeg í Kanada 1982-84. Hann öðlaðist tannlækningaleyfi 1981. Tryggingayfirtannlæknir 1996 Reynir var tannlæknir á Fá- skrúðsfirði sumarið 1981, skólatann- læknir í Reykjavík 1981-82, opnaði síðan eigin stofu sem hann hefur Reynir Jónsson tryggingayfirtannlæknir 60 ára Fjölskyldan á Kvisthaganum Frá vinstri: Ingibjörg, Reynir, Elín Lára, Sunna Björg, Sesselja, Jón Reynir og Sindri. Myndin er nokkurra ára eins og sést best á því að Elín Lára og Jón Reynir eru nú komin í menntaskóla. Af gömlum KR-ættum Hjá Afa og Ömmu Barnabörnin, Sindri Dagur og Elín Lilja. Hjónin Ása Árnadóttir og Guð- laugur Atlason, Egilsgötu 11, Vog- um, fagna áttræðisafmæli sínu með opnu húsi í Tjarnarsal Stóru- Vogaskóla laugardaginn 9. júní frá kl. 15 til 18 og vonast til að sjá sem flesta af fjölskyldumeðlimum, frændfólki og vinum. Ása varð átt- ræð 31. mars síðastliðinn og Guð- laugur verður áttræður 28. júní næstkomandi. Afmælisgjafir eru vinsamlegast afþakkaðar en söfnunarkassi fyrir Ljósið verður á staðnum. Árnað heilla 80 ára Osló Lea Carolina fæddist 23. mars. Hún vó 3.144 g og var 48 cm löng. For- eldrar hennar eru Edda Jónsdóttir og Karl R. Lilliendahl. Nýr borgari Íslendingar Kjartan Gunnar Kjartansson, islendingar@mbl.is Ábendingar um brúðkaup, afmæli, barnsfæðingar og önnur tímamót í lífi fólks má senda á netfangið islendingar@mbl.is. Einnig geta þeir, sem óska eftir því að nafn þeirra birtist ekki í þessum dálkum, sent beiðni þar að lútandi á sama netfang. Guðmundur Ólafsson, stjórnar- formaður Bergvíkur ehf. og fyrrver- andi formaður hestamannafélagsins Fáks, verður níræður 10. júní næst- komandi. Af því tilefni vill Guðmundur bjóða ættingjum og vinum að gleðjast með sér laugardaginn 9. júní í félags- heimili Fáks í Víðidal frá kl. 19. 90 ára Skráðu þig inn á netverslun okkar www.avon.is og keyptu Super Extend Extreme maskarann á einungis 500 kr. Fullt verð 2.495 kr. Tilboðið gildir einungis í netverslun. Dalvegi 16B, 201 Kópavogi, sími 577 2150 Bursti með greiðu sem bæði lengir og þéttir augnhárin. www.avon.is

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.