Morgunblaðið - 06.06.2012, Blaðsíða 30

Morgunblaðið - 06.06.2012, Blaðsíða 30
30 MINNINGAR MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 6. JÚNÍ 2012 Það er undarlegt hvað við erum alltaf óviðbúin þegar fregnir berast af andláti nákom- inna. Þannig var um okkur þegar okkur var tilkynnt að hann Þor- geir, Doddi okkar kæri og elsku- legi mágur og svili, væri látinn. Bók minninganna opnast og bylgjur liðins tíma hellast yfir. Við höfum upplifað svo margt sameig- inlegt í áranna rás. Doddi og Hulda hafa reynst okkur sem eldri systkin og vinir. Við gættum barna þeirra þegar á þurfti að halda, þegar Hrönn bjó hjá þeim og var í skóla og naut þeirra for- sjár og seinna urðu börn okkar og þeirra, félagar og vinir, og nánust urðu fjölskyldutengslin þegar við deildum saman litlu íbúðinni í Hólmgarðinum, í þá mánuði sem það tók að múra og mála og stand- setja nýju íbúðina þeirra í Jörfa- bakkanum. Þá var oft þröngt á þingi, það þjappaði okkur saman og efldi kærleiksbönd fjölskyldn- anna. Í minningabókinni eru margar dýrmætar samverustund- ir, allir fjölskylduviðburðirnir og afmælin og samgangur mikill milli heimilanna. Á þeim árum var farið í veiðiferðir, utanlandsferð saman, stundum skroppið í heyskap í sveitina til Ingu og margt fleira. Alltaf var Doddi hrókur alls fagn- aðar, brosandi og glaður og átti gott með að ná til fólks. Alltaf boð- inn og búinn að leggja lið, ekki síst þegar við vorum að byggja húsið okkar og sumarbústaðinn, þó heilsa hans væri farin að gefa sig. Oft þurfti hann að gangast undir aðgerðir og háði hann harða glímu við heilsubrest í mörg ár, en alltaf bar hann sig samt vel. Þó við hefð- um stundum af honum áhyggjur, var seiglan ótrúleg. Doddi tók þátt í íþróttum frá unga aldri, og varð afreksmaður í sundi og vann til Íslandsmeistaratitla. Auk þess stundaði hann sundknattleik, bad- minton, stangveiði og golf. Áhuga- mál hans voru margvísleg, t.d. ljósmyndun og alls kyns tónlist. Hann hafði mikla ánægju af græj- um, og þá var hann listagóður í fluguhnýtingum, en þar naut sín sérstaklega vandvirkni hans, natni og listfengi. Hann meira að segja saumaði út. Hann var ein- Þorgeir Ólafsson ✝ Þorgeir Ólafs-son fæddist í Ólafsfirði 5. desem- ber 1935. Hann lést 27. maí 2012. Útför Þorgeirs fór fram frá Grens- áskirkju 4. júní 2012. stakt snyrtimenni og var þar til fyrir- myndar. Doddi var lærður bifvélavirki og nutum við oft góðs af því. Hann lagði mikið upp úr því að eiga og nota vönduð og góð verk- færi til hverskyns nota. Hann átti alltaf góða bíla og fór vel með þá. Doddi og Hulda bjuggu alltaf fallegt, hlýlegt og snyrtilegt heim- ili sem gott var að heimsækja. Börn þeirra og tengdabörn hafa látið sér annt um Dodda á allan hátt, Hulda var konan í lífi hans og var honum allt, klettur í hans löngu veikindabaráttu. Fjölskyld- an var hans gimsteinn, auður og stolt, sem hann mat mest og rækt- aði. Hugur okkar er fullur af þakklæti fyrir allar yndislegu samverustundirnar gegnum tíðina. Við biðjum góðan Guð að blessa og styrkja Huldu okkar, börnin þeirra og alla ástvini hans. Á þess- um vegamótum, kveðjum við Dodda okkar með söknuði og ósk- um honum góðrar ferðar á þeirri leið sem okkar allra bíður. Megi heimkoman verða fagnaðarrík. Drottinn er minn hirðir, mig mun ekkert bresta. Á grænum grundum lætur hann mig hvílast, leiðir mig að vötnum, þar sem ég má næðis njóta. (23. Davíðssálmur) Hrönn og Trausti. Okkur langar í örfáum orðum að minnast kærs mágs og vinar, Þorgeirs Ólafssonar eða Dodda, eins og við kölluðum hann alltaf. Það kom sem þruma, símtalið um að hann væri dáinn. Hann var ný- lega kominn af sjúkrahúsi, yfir á sjúkrahótel til aðhlynningar og vonuðumst við til að hann mundi ná sér, eins og hann hafði svo oft gert áður. Fyrstu kynnin hófust þegar Hulda kom með hann, verðandi mannsefni sitt, að Stóra-Kálfa- læk. Hann bræddi strax hjörtu allra með glaðværð sinni og glæsi- leik og þær áttu eftir að verða ófá- ar heimsóknirnar þeirra, þar sem þau komu færandi hendi í sveit- ina. Alltaf var það tilhlökkunar- efni og viðburður þegar þau komu, og voru þau drjúgur liðs- auki við bústörfin og annað. Svo eftir að þau giftust og börnin komu til sögunnar dvöldu þau stundum hjá okkur að sumarlagi. Doddi hafði gaman af því að renna fyrir silung í læknum og fara á hestbak. Eftir að við fluttum til Reykjavíkur hefur samband fjöl- skyldnanna verið mjög náið, hlýtt og kært. Gagnkvæmar heimsóknir hafa verið og stundum gist og þá spjallað, það voru svo oft einhver áform um eitt og annað og svolítil bjartsýni í loftinu. En kannski spil- að smá, hlustað á tónlist saman eða horft á bíómyndir. Við nutum þess að horfa á hann hnýta allskonar fallegar veiðiflugur, sjá hvað hann var einbeittur og vandvirkur, fá sér kaffibolla og velja sér aftur aðra fjöður og festa. Við fylgdumst með nýju bókunum sem höfðu bæst við bókastaflann á borðinu því hann las mikið. Það verður svo- lítið skrítið þegar áhöldin hans verða óhreyfð á borðinu, bókastafl- arnir minnka og engir bílabækl- ingar á borðum. Við munum sakna hans mikið því hann var alltaf svo hlýr, kurteis og vingjarnlegur. Við eigum svo margt að þakka nú þegar við kveðjum hann Dodda okkar. Við þökkum fyrir samfylgd- ina og samvistirnar og allar dýr- mætu minningarnar og biðjum Guð að blessa þær. Við sendum hjartanlegar samúðarkveðjur til elsku Huldu okkar, barnanna og fjölskyldna þeirra. Við biðjum al- góðan Guð: Veit honum þína eilífu hvíld og lát þitt eilífa ljós lýsa hon- um. Hann hvíli í þínum friði. „Hjá þér er uppspretta lífsins, í þínu ljósi sjáum vér ljós.“ (36. Davíðssálmur) Ég sendi þér kæra kveðju nú komin er lífsins nótt, þig umvefji blessun og bænir ég bið að þú sofir rótt. Þó svíði sorg mitt hjarta þá sælt er að vita af því, þú laus ert úr veikinda viðjum þín veröld er björt á ný. Ég þakka þau ár sem ég átti þá auðnu að hafa þig hér, og það er svo margs að minnast svo margt sem um hug minn fer, þó þú sért horfinn úr heimi ég hitti þig ekki um hríð, þín minning er ljós sem lifir og lýsir um ókomna tíð. (Þórunn Sigurðardóttir) Ingibjörg, Guðfinna og Gísli og fjölskyldur. Það var á einum fallegasta degi sumarsins sem okkur var tilkynnt um andlát Þorgeirs eða Dodda eins og hann var alltaf kallaður. Doddi var eiginmaður Huldu móð- ursystur okkar. Mikill kærleikur og samgangur hefur alltaf verið á milli fjölskyldn- anna. Þegar við krakkarnir vorum að alast upp fórum við oft í heim- sókn til Huldu frænku og Dodda. Þar lékum við okkur við þeirra börn og áttum góðar og skemmti- legar stundir í Jörfabakkanum. Heimili þeirra var okkur alltaf opið og þangað var gott að koma. Doddi sýndi okkur krökkunum ávallt virðingu og áhuga og spurði reglu- lega um áhugamál okkar. Hann var afreksíþróttamaður í sundi og hafði almennt mikinn áhuga á íþróttum. Hann spilaði golf og fengum við að njóta leiðsagnar hans þegar við fórum með honum á golfvöllinn. Hann átti mörg önnur áhugamál og kemur upp í hugann mynd af honum við vinnuborðið sitt að hnýta flugur. Hann var mik- ill græjukall, átti flottustu tólin og tækin sem snéru að áhugamálun- um og var það aðdáunarvert hversu vel hann fór með verkfærin sín sem áttu öll sinn stað í vinnu- herberginu. Margt kemur upp í hugann og minnisstæð eru sumarfrí okkar þegar fjölskyldurnar dvöldu sam- an t.d. á Ítalíu og í fleiri ógleyman- legum sumarbústaðarferðum. Sér- staklega voru skemmtilegar samverustundirnar í sumarbústað foreldra okkar í Grímsnesinu og þá einkum verslunarmannahelgarnar þegar fjölskyldan kom öll saman í bústaðinn ásamt Dodda og Huldu auk annarra. Í þessum ferðum var komin hefð að spila á spil og Doddi var alltaf til í slaginn. Þá var mikið spjallað og hlegið, en Doddi var glaðlyndur, hláturmildur og hafði yndislega nærveru. Við kveðjum Dodda með sökn- uð í hjarta og sendum elsku Huldu, Kalla, Óla, Rut, Reyni og fjölskyldum þeirra okkar innileg- ustu samúðarkveðjur. Guðlaug, Linda, Guðfinna, Ægir, Edda og fjölskyldur. Ekki óraði mig fyrir því er ég sat hjá þér á sólpallinum fyrir skömmu og drukkum kaffi, þú svo hress og kátur og bjartsýnn á framtíðina, að það yrði síðasti kaffisopinn sem við drykkjum saman, en sú varð nú raunin. Þú varst fluttur á spítala daginn eftir og áttir ekki afturkvæmt heim. Vegir Guðs eru órannsakanlegir. Að leiðarlokum langar mig að minnast Þorgeirs Ólafssonar ná- granna okkar hjóna örfáum orð- um, eða Dodda eins og þú varst alltaf kallaður, við höfum búið í sama húsi góð þrettán ár og aldr- ei hefur borið skugga á sambýlið, heldur aðeins góðvilji og vinátta. Það var ekki ónýtt að hafa svona nágranna, sem átti öll tól og tæki ef ég þurfti að fá eitthvað lánað sem ég átti ekki, ég fór ekki í Bykó heldur bara hringdi bjöll- unni hjá Dodda og málið var leyst, hann átti allt, öll tæki gljáfægð, það þurfti aldrei að leita neitt. Vandamálið var mitt að þrífa þau það vel að ekkert sæist á þeim, áð- ur en ég skilaði þeim aftur. Eins var með allt viðkomandi húsinu, eða garðinum, hann vildi hafa allt alltaf í lagi og snyrtilegt, það mátti aldrei vera neitt að, ef svo var þurfti helst að laga það strax. Þetta lýsir kannski vini mínum Dodda best, hjálpsemi, sérstök reglusemi, einstök snyrti- mennska, og vandvirkni á öllum sviðum, en fyrst og fremst maður góður. Ég man er hann hnýtti fyrir mig silungaflugur í nokkur ár sem ég seldi í verslun minni fyrir margt löngu, að það var umtalað hvað þær væru vandaðar, en ég veit að hann sat oft sárþjáður við hnýtingarnar. Ég átti því láni að fagna að kynnast Dodda fyrir um það bil fjórum áratugum er ég tengdist inn í fjölskyldu Huldu konu hans, farið saman í stórfjölskylduferð til Ítalíu, veiði og fjölskyldufagn- aði. Alltaf var hann sama ljúf- mennið, léttur og skemmtilegur, en síðustu ár varð sambandið öllu meira, eftir að við fluttumst í sama húsið af tilviljun, og urðum nágrannar, Það var þá sem mér var betur ljóst hvað þú hafðir átt við mikinn heilsubrest að stríða til fjölda ára, farið í margar erfiðar aðgerðir, dvalið á spítölum þess á milli, en tekið á þessu öllu með svo miklu æðruleysi, að ég hef oft fyllst að- dáun, og er ég spurði um líðan var alltaf sama svarið, jú jú, bara ágætur. En ég vissi betur, það tók á okkur hjónin að horfa upp á heilsu þína hraka, og þá sérstaklega nú í vetur sem leið, og geta ekkert að gert, en nú ert þú laus úr viðjum verkja og vanheilsu. Eftir situr sorg og söknuður en ljúf minning um góðan dreng. Það eru ófá skiptin sem við nutum hlýju og gestrisni ykkar hjóna er við litum yfir í kaffi eða á sólpallinn ykkar, fyrir það viljum við þakka hér. Sárt er vinar að sakna. Sorgin er djúp og hljóð. Minningar mætar vakna. Margar úr gleymsku rakna. Svo var þín samfylgd góð. (Höf. ók.) Elsku Hulda, börn, tengda- börn og barnabörn og aðrir ást- vinir, við vottum ykkur okkar ein- lægu samúð á þessum erfiðu tímum, megi góður Guð vernda ykkur og styrkja. Við kveðjum kæran nágranna og vin með þakklæti og trega, blessuð sé minning hans. Aðalsteinn, Hafdís og fjölskylda. Þegar mamma hringdi í símann minn um hvítasunnuhelgina vissi ég strax hvaða fréttir ég væri að fá. Afi Gísli væri að leggja upp í sína hinstu för. För sem mann grunaði að yrði farin fljótlega þar sem hat- römm barátta við veikindi hafði staðið meira og minna síðan í haust. Í aldanna rás hefur af vörum kristinna erindreka ómað gleðiboðskapur um sigurinn yfir dauðanum í hvítasunnuhelgarpre- dikunum. Gleðiboðskapur um að trúin boði okkur líf eftir líkams- dauðann. Þennan boðskap þekkti afi vel enda barnabarn Árna Þór- arinssonar prófasts frá Stóra Hrauni og hjálpar það í sorginni að hugsa til þess að núna sé hann hjá Ömmu löngu að gæða þér á veit- ingum. Afi Gísli var annálað glæsimenni sem ákveðin dulúð hvíldi yfir. Allt- af var hann í sínu fínasta pússi, með bindi, teinrétt brot í buxum og í nýpússuðum skóm þrátt fyrir að hann hafi verið nýskriðinn heim úr vinnunni. Hann var félagsvera þegar vel lá á honum og var aðdá- unarvert að sjá ást hans á spilum. Í hvert sinn sem stórfjölskyldan kom saman var drifið í að úða í sig krásum frá ömmu Ollý svo hægt væri að setja upp bridsvasana eða dusta rykið af taflborðinu. Það var mikið ævintýri fyrir barnabörnin að horfa á hann tefla af fádæma þolinmæði og natni. Spilamennska var hans líf og yndi. Hann spilaði brids við mága sína, ömmu, Nonna frænda og pabba minn og gat þulið upp hver mistökin sem hann sá makkera sína gera löngu eftir að spili lauk. Afi var iðulega með kaldhæðn- islega kímni sem hann fékk án efa með brjóstamjólkinni frá ömmu Ingibjörgu. Hann var afburða sögumaður og flissaði með sínum djúpa tón þegar hann sagði mér sögur úr sveitinni á Reykjum eða af Varnarliðssvæðinu. Unga mann- Gísli Geir Hafliðason ✝ Gísli Geir Haf-liðason fæddist í Reykjavík 27. september 1931. Hann lést á Land- spítalanum 26. maí 2012. Útför Gísla Geirs fór fram frá Frí- kirkjunni í Hafn- arfirði 4. júní 2012. inum fannst æðislegt að eiga afa sem vann hjá hernum og kom heim með verðlaust amerískt skran sem hann dundaði sér við að lagfæra. Varnar- liðsmuni fékk ég reglulega að gjöf og rigndi upp í nefið á mér þegar ég spáss- eraði um götur Breiðholts í her- mannabuxum og hermannaúlpu ofan af Velli. Dulúðin í frásagn- arstíl afa var kynngimögnuð og harmóneraði vel við þann einstak- ling sem hann hafði að bera. Hann hleypti fólki ekki auðveldlega að sér en kærleikurinn milli afa og ömmu var djúpur og verða næstu misseri henni mjög þung. Þegar kirkjuklukkur bæjarins hringdu inn hvítasunnumessurnar þá hafði hinn djúpi hljómur hlátraskalla afa Gísla hljómað í síðasta sinn. Það er þó huggun harmi gegn að hann átti góða og langa ævi. Eftir stendur amma Ollý – sem saknar Gísla síns sem var hennar stoð og stytta. Megi Guð blessa afa Gísla og gefa ömmu ró og frið. Ég er fullur þakklætis fyrir hverja þá ánægju- stund sem ég fékk með þér, afi minn. Drottinn gaf og drottinn tók – lofað veri nafn drottins. Magnús Sigurjón Guðmundsson. Ástkær afi okkar er fallinn frá. Það sem kemur helst upp í hug- ann þegar við lítum til baka er hversu margar góðar sögur hann kunni og hversu minnugur hann var. Afi var mjög áhugasamur um íþróttir enda mikill íþróttamaður á sínum yngri árum. Hann var duglegur að fylgjast með okkar íþróttaiðkun og mætti iðulega á íþróttamót og hvatti okkur áfram. Afi og amma voru dugleg að koma í heimsókn og alltaf tóku þau vel á móti okkur. Afi var mikill spila- maður og kenndi okkur hin ýmsu spil og var alltaf tilbúinn að tefla. Þegar afi var hættur að vinna naut Gísli Gunnar þess að fá að fara með honum í veiði og ísbíltúra. Blessuð sé minning þín elsku afi, hvíldu í friði. Ólöf, Hulda Júlíana og Gísli Gunnar. ✝ Ástkær eiginmaður minn, faðir okkar, tengdafaðir og afi, SIGURJÓN SKÚLI BJARNASON, Laufvangi 10, Hafnarfirði, varð bráðkvaddur á heimili sínu laugardaginn 26. maí. Útför hefur farið fram í kyrrþey. Hugrún L. Ólafsdóttir, börn, tengdasynir og barnabörn. ✝ Ástkær sonur okkar, bróðir, mágur og barna- barn, STEFÁN PÁLL STEFÁNSSON, Lyngholti 1, Hauganesi, lést af slysförum miðvikudaginn 30. maí. Útför hans fer fram frá Stærri-Árskógskirkju föstudaginn 8. júní kl. 14.00. Stefán Garðar Níelsson, Hulda Marín Njálsdóttir, Birkir Freyr Stefánsson, Anný Rós Guðmundsdóttir, Rakel Sjöfn Stefánsdóttir, Rósa Dís Stefánsdóttir, Rósa Stefánsdóttir og fjölskyldur. ✝ Hjartans þakkir sendum við öllum þeim sem sýndu okkur samúð, hlýhug og vináttu við andlát og útför ástkærs eiginmanns míns, föður okkar, tengdaföður, afa og langafa, KJARTANS ÞÓRS INGVARSSONAR, Ásbraut 3, Kópavogi. Sérstakar þakkir fær starfsfólk hjartadeildar 14E og blóðskilunar- deildar Landspítalans við Hringbraut fyrir hlýhug og góða umönnun. Bjarndís Helgadóttir, Helga Kjartansdóttir, Ármann Snjólfsson, Yngvi Þór Kjartansson, Vedrana Kjartansson, Héðinn Kjartansson, Margrét Þráinsdóttir, Kolbrún Kjartansdóttir, Friðþjófur Í. Sigurðsson, Ingveldur Kjartansdóttir, Kolbeinn Reginsson, afa- og langafabörn. ✝ Ástkær eiginmaður minn, faðir, tengdafaðir, afi og langafi, HARALDUR BENEDIKTSSON, Sléttuvegi 21, Reykjavík, andaðist á Landspítalanum í Fossvogi mánudaginn 4. júní. Útförin mun fara fram í kyrrþey að ósk hins látna. Guðrún Elíasdóttir, Höskuldur Haraldsson, Emil Haraldsson, Ásdís Hauksdóttir, Lilja Sólrún Haraldsdóttir, Eysteinn Sölvi Torfason, Elías Haraldsson, barnabörn og langafabörn.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.