Morgunblaðið - 06.06.2012, Blaðsíða 21

Morgunblaðið - 06.06.2012, Blaðsíða 21
FRÉTTIR 21Erlent MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 6. JÚNÍ 2012 Ashgabat. AFP. | Verið er að reisa nýj- ar skínandi marmarahallir í höfuð- borg Túrkmenistans, Ashgabat, og gylltar styttur af leiðtogum landsins glitra á tandurhreinum torgum. Samskiptavefir á borð við Face- book eru hins vegar bannaðir og eftirlitsmyndavélar á ljósastaurum tryggja að yfirvöldin viti af því ef einhverjum verður það á að brjóta lögin – til að mynda bann við því að reykja á almannafæri. Þegar „Túrkmenbashi“ eða „Fað- ir allra Túrkmena“ féll frá árið 2006 lofaði arftaki hans, Gúrbangúlí Berdymúkhamedov, að koma á lýðræðislegum umbótum. Í stað þess að standa við loforðið hefur Berdy- múkhamedov forseti haldið í strangt eftirlit með borgurunum og bann við stjórnarandstöðuflokkum. Hams- laus dýrkun á Túrkmenbashi, réttu nafni Saparmúrat Níjazov, hefur vikið fyrir dýrkun á Berdymúk- hamedov sem var endurkjörinn for- seti í febrúar með 97,14% atkvæða. Litið er á hvers konar gagnrýni á stjórnvöldin sem tilraun til að grafa undan ríkinu – glæp sem varðar 25 ára fangelsi. Andstæðingar stjórnar- innar eru annaðhvort í fangelsi eða hafa verið reknir í útlegð frá föður- landinu. Ríkisvaldið stjórnar öllum fjöl- miðlum landsins og almenningur hefur ekki aðgang að erlendum fjöl- miðlum. Yfirvöldin hafa einnig strangt eftirlit með netnotkun lands- manna og hafa komið í veg fyrir að þeir geti farið inn á vefsíður mann- réttindasamtakanna Amnesty Inter- national og Human Rights Watch. Ástæðan er sú að samtökin hafa gagnrýnt mannréttindabrot í Túrk- menistan. Þegar fréttamaður AFP fór í eitt af sárafáum netkaffihúsum Ashgabat var honum sagt að ekki væri hægt að fara inn á vefsíðurnar „af tæknilegum ástæðum“. Yfirvöldin hafa einnig hindrað að- gang að samskiptavefjum en klókir netverjar hafa fundið leið til að nota þá í gegnum rússneskt vefsetur. Túrkmenistan hefur verið eitt af einangruðustu ríkjum heims frá því að það var stofnað eftir hrun Sovét- ríkjanna árið 1991. Marmarahallir í skugga kúgunar  Haldið í stjórnarhætti Túrkmenbashi AFP Hamingjuhöllin Brúðkaupshöll með mynd af forseta Túrkmenistans. Svissneski ævintýramaðurinn Bertrand Piccard fór í gær í fyrstu flugferðina milli heimsálfa í vél sem knúin er sólarorku. Piccard hóf annan áfanga ferðarinnar frá Madríd laust fyrir klukkan hálffjögur í fyrrinótt. Hann flaug vélinni yfir Gíbraltarsund og gert var ráð fyr- ir að vélin myndi lenda á flugvelli í Rabat í Marokkó seint í gær- kvöldi. Vélin er með sólarrafhlöður, sem safna orku í dagsbirtu, og getur notað orkuna í næturflugi. Hún er mjög viðkvæm fyrir sviptivindum þar sem hún er mjög létt og með svipað vænghaf og breiðþota. Piccard sagði að markmiðið með fluginu væri ekki að sýna að venjulegar farþegavélar gætu notað sólarorku. „Markmiðið er frek- ar að sýna að við getum náð ótrúlegum markmiðum, sem jaðra við að vera ómöguleg, með nýrri tækni, án eldsneytis, með sólarorkunni einni og vekja athygli á því að úr því við getum þetta á lofti geti allir gert þetta á jörðinni.“ Piccard er 54 ára geðlæknir og komst í sögubækurnar ásamt Bretanum Brian Jones árið 1999 þegar þeir urðu fyrstir til að fljúga umhverfis jörðina í loftbelg án viðkomu á leiðinni. bogi@mbl.is Svissneskur ævintýramaður fór í gær í fyrstu ferðina milli heimsálfa í flugvél sem knúin er sólarorku Heimild: Solar Impulse Flugvél knúin sólarorku Flugvélin er með fjóra rafmótora, hver þeirra er tíu hestöfl 12.000 rafhlöður á vængjum 880 sólar- rafhlöður á stélfleti Vænghaf: Lengd: Hæð: Þyngd: Meðalhraði: Hámarksflughæð: Engin sjálfstýring SV IS S SPÁNN MAROKKÓ 400 km Payerne 1. áfangi Rabat MADRÍD 2. áfangi 63,40 m 21,85 m 6,40 m 1.600 kg 70 km/klst 8.500 m Fjarlægð alls: 2.500 km Fyrsta ferðin milli heimsálfa í flugvél knúinni sólarorku AFP Flugtak Bertrand Piccard í flugvél sinni, Solar Impulse, á flugvelli í Madríd. Tilvalið fyrir heimilið og sumarbústaðinn PLÍ-SÓL GARDÍNUR Álnabær Allt fyrir gluggann… úrval, gæði og þjónusta. Síðumúla 32, Reykjavík ▪ Tjarnargötu 17, Keflavík ▪ Glerárgötu 32, Akureyri alnabaer.is ▪ Opnunartími: mán -fös 11-18 Fallegar og stílhreinar gardínur í 3 gerðum: Þunnar, með sólarvörn og myrkvunar. Margir litir. Plis-sol hentar mjög vel í skáglugga og þakglugga. Ef þú stað greiðir sendum v ið frítt hvert á la nd sem e r

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.