Morgunblaðið - 06.06.2012, Blaðsíða 26

Morgunblaðið - 06.06.2012, Blaðsíða 26
26 UMRÆÐANBréf til blaðsins MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 6. JÚNÍ 2012 Sveitarstjórnarfólk og Samfylking, eru þið jafn siðblind og útrás- arvíkingarnir? Eru þið að sitja fundi um það hvernig væri nú best að brjóta lög til þess að koma Kínverj- unum inn í land- ið? Eru þið ekki að skilja hætt- una fyrir her- laust Ísland, og að Kína er stærsta herveldi heims og þeir gefa ekkert eftir þar sem þeir setjast að. Er ekki komið nóg af lélegri pólitík, hroka og siðblindu? Í Svíþjóð, þar sem Kínverjar sögðust ætla að reisa hótel, reistu þeir verksmiðju. Það er ekkert vistvænt í kringum þá. Í Belgrad, höfuðborg Serbíu, eru þeir orðnir svo fjölmennir að þeir hafa byggt borg í borginni og verslunarkeðjur með eingöngu kínverskum versl- unum. Ég ætla að vera harðorð – til framtíðar munu þeir rústa hér landi og þjóð. Komandi kynslóð er alin upp við mjúklyndi kvenna og mun ekki ráða við framvindu mála. Hvers vegna gerið þið ekkert sjálf? Haldið þið að við séum herraþjóð sem á að sitja á rassgatinu og láta aðra vinna fyrir okkur? Því byggið þið ekki upp víkingaþorp og auglýs- ið til útleigu til þeirra er kjósa að lifa lífi víkinga. Til hvers menntuð- uð þið ykkur, það komast ekki allir á ríkisjötuna. Það þarf stundum að hafa fyrir hlutunum og það er ekki nóg veifa prófskírteinum og heimta. Ég hef aldrei heyrt neinn stjórn- málamann segja: Hvað get ég gert fyrir land mitt og þjóð. Nei, þið heimtið og teljið ykkur eiga rétt á öllu. – Á einhverju öllu, sem þið hafið búið til, samanber kröfu um handónýtt hagkerfi og vöxt. Hverju eiga Grímsstaðir að bjarga? Ekki segja mér eina ferðina enn og væla um að unga fólkið fari að heiman og í burtu. Auðvitað fer ungt fólk í burtu vegna forvitni um lífið, en sem betur fer kemur margt af þessu unga fólki aftur heim. Þetta hefur ekkert með atvinnu að gera. Í guðs bænum, komið ekki eina ferð- ina enn með þessa klisju. Farið þið bara að reyna að stjórna landi og þjóð af festu og með skynsemi og með ættjarðarást. Án landsins okk- ar missum við enn frekar fótanna, og nóg er nú samt. Ólína Þorvarðardóttir, tala þú varlega um lýðskrum á Alþingi, því þú sjálf ásamt þínu flokksfólki eruð mestu lýðskrumararnir sem þar hafa setið, og ekki bara það, heldur beitið þið ógeðfelldum aðferðum, samanber þöggun á stjórnarand- stöðuna, en það er ef til vill af því að þið getið ekki rökrætt málin. Þið beitið frekju og undirferli, sem er ekki gott. Má ég þá biðja um menn eins og Davíð Oddsson og Guðna Ágústsson aftur í stjórnmálin. STEFANÍA JÓNASDÓTTIR, Sauðárkróki. Siðblinda og lýðskrumarar Frá Stefaníu Jónasdóttur Stefanía Jónasdóttir SÍÐUMÚLI 31 | 108 REYKJAVÍK | SÍMI 414 8400 / 414 8409 | HEXA.IS | HEXA@HEXA.IS SÉRHÆFT FYRIRTÆKI Í STARFSMANNAFATNAÐI ERUM FLUTT AÐ SÍÐUMÚLA 31. Dalvegi 10-14 ▪ 201 Kópavogur ▪ Sími: 595 0570 ▪ parki.is Plankaparket í miklu úrvali Bjóðum einnig upp á sérframleitt parket eftir óskum hvers og eins. Burstað, lakkað, olíuborið, handheflað, reykt, fasað, hvíttað, eða hverning vilt þú hafa þitt parket ? Láttu drauminn rætast hjá okkur. Það er útbreiddur misskilningur að psoriasis sé einungis húð- sjúkdómur því hann leggst einnig á liði og innri líf- færi. Þó að sjúk- dómurinn hafi verið þekktur lengi, þekkja margir læknar og hjúkrunarfólk ekki einkennin. Hvað þá almenn- ingur sem e.t.v. veit aðeins um stóru, ljótu skellurnar sem þaktar eru hvítu hreistri og verða að rauð- um blettum sem svíður í þegar maður klórar. Já, klórar, allir með psoriasis vita að ekki má klóra en þegar pirringurinn í húðinni heldur fyrir manni vöku er eina ráðið að rífa sig til blóðs, þá hættir kláða- tilfinningin. Að morgni rífur maður svo rúmfötin úr sárunum og allt byrjar aftur. Sjúkdómurinn orsakast af því að ónæmiskerfið bregst rangt við, byrjar að mynda mótefni gegn eig- in líkama. Þetta getur valdið skað- legu bólguástandi, húð, innri líffæri og liðir verða einkum fyrir barðinu. Nú hefur þessi sjúkdómur fengið meiri athygli hvað varðar fyrir- byggjandi meðferð gegn hjarta- og æðasjúkdómum. Á vegum fagfélags lækna hefur verið stofnaður sam- ráðshópur sérfræðinga í gigtlækn- ingum, húð- og hjartasjúkdómum. Er það vel og löngu kærkomin hjálp þessara sjúklinga sem ára- tugum saman hafa þjást vegna psoriasis. Miklar rannsóknir fara fram víðsvegar um heiminn þar sem læknar hafa áttað sig á alvarleika sjúkdómsins. Ísland hefur lengi verið ötull aðili í því sambandi. Nú í vetur verður félagið okkar Spoex fertugt og mig langar að hvetja alla með sjúkdóminn og vel- unnara að ganga í félagið. Kostn- aður við ljósameðferð og endurnýj- un tækja er mikill og það munar um allan stuðning. Áður var sjúkdómurinn felu- sjúkdómur – alveg óþarfi, við smit- um ekki! Það eru ekki nema þrír áratugir síðan ég var rekin úr Sundhöll Reykjavíkur fyrir þessi ógeðslegu útbrot. Þetta sýnir að það vantar sárlega fræðslu. Við stefnum á haustið með fræðslu- herferð. Spoex hefur unnið frábært starf sem enn er mikil þörf á, einkum fyrir börn. Barn á ekki að þurfa að ganga í gegnum mína reynslu vegna sjúkdómsins. Vinnum saman að fræðslu og þannig útrýmum við fordómum gegn psoriasis. ERNA ARNGRÍMSDÓTTIR, Reykjavík. Psoriasis miklu meira en húðsjúkdómur Frá Ernu Arngrímsdóttur Erna Arngrímsdóttir Dauða mínum hef ég oft átt von á og margoft sloppið allnaumlega í umferðinni – en að ég færi að hvetja fólk til að kjósa Ólaf Ragnar Grímsson og Dorrit í áframhaldandi hlutverk forseta og frúar Íslands – það er nýtt. Ólaf kaus ég aldrei sjálfur en hef sætt mig við hann fyrir löngu, enda örlagasaga mannsins með ólíkindum og hann auk þess óvenju „forsetalegur“! Ólafur Ragnar hefur aldrei verið einn, einhleypir sjá það best og þar með þjóðin öll, hvað svo sem „millibilsbókin“ hét. Hann missti að vísu sína ynd- islegu eiginkonu sem kosin var með honum upphaflega – en átti alltaf að dæturnar dásamlegu sem forðuðust fjölmiðlana, bless- unarlega. Síðan gerðist það ótrúlega í al- vörunni; forsetinn fann ástina á ný – óviðjafnanleg kona af gyð- ingaættum umfaðmar nú hjarta þjóðarinnar allrar – einstakt dæmi er sýnir vel hversu gyð- ingahatur er í sjálfu sér sjúklega fábjánalegt – Íslendingar elska og virða konu af þeim kynþætti, öfugt við alltof margar þjóðir, eða a.m.k. þjóðfélagshópa hálfvita. Ég kaus síðast prýðilega hæfan forsetaframbjóðanda – sem illu heilli kvað hafa setið uppi með talsverðar skuldir eftir tilraun sína, stefnumarkandi þó sem hún var samt og til þess fallin að auka konum áræði og sóknaranda – en hefur samt einungis sýnt sig í hægfara auknum áhrifum þeirra, öflugum þó (biskup). Engum at- kvæðum var kastað á glæ þá, fremur en gerist nú. Mér er sama þótt ég verði stimplaður stækur femínisti framvegis – strax og Ingvi Hrafn á ÍNN lýsti yfir því að hann væri femínisti, það var reyndar á Út- varpi Sögu í þá daga, varð mér ljóst að ég væri það í rauninni líka. Ég hef haft samskipti við svo margar stórkostlegar konur að „jöfn laun fyrir sömu störf“ finnst mér algjörlega sanngjörn krafa, sé kunnáttan jöfn meðal kynjanna. „Jafnrétti“ getur síðan verið allt annars konar hugmynd – þegar talið er koma til mála að jafna saman tossum og toppfólki, hvors kyns sem þau eru. „Upp með dalina – niður með fjöllin!“ gæti heyrst í lúðri (lýðnum). „Jafnrýni“ er tillaga að orði til að leysa af orðaleppinn aumk- unarverða sem búið er að ofnota, bjaga, teygja og traðka á – alltof lengi. PÁLL PÁLMAR DANÍELSSON, leigubílstjóri. Jafnrétti og „jafnrétti“ er ekki það sama Frá Páli Pálmari Daníelssyni

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.