Morgunblaðið - 06.06.2012, Blaðsíða 31

Morgunblaðið - 06.06.2012, Blaðsíða 31
MINNINGAR 31 MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 6. JÚNÍ 2012 Sendum frítt hvert á land sem er Helluhrauni 12 • Hafnarfjörður • 544 5100 • www.granithusid.is Upp var runninn einn af há- tíðisdögum kirkjunnar, hvíta- sunnudagur. Það var heiðríkur helgur dagur. Ég ákvað að ganga til kirkju að morgni dags, en þar líður mér ávallt vel. Eftir hádegi sama dag hringir Kristján sonur Ólafar og segir mér að um hádegisbil hafi móðir hans kvatt þennan heim. Á meðan guðsþjónustan stóð yfir hafði ég hugsað mikið til hennar og heyrt bænir um blessun guðs og gert þær að mínum með Lóu í huga. Lóa hafði undanfarið átt við vanheilsu að stríða. Þegar ég kom í heiminn bjuggum við undir sama þaki í Stekkjarhúsinu, en ekki var fá- títt að í því húsi byggju allt að fimmtán manns. Lóa var aðeins átta ára gömul þegar hún missti móður sína Ólafíu. Á þeim tíma rak afi okkar umfangsmikinn atvinnurekstur bæði í Hnífsdal og á Langeyri í Álftafirði, en meðeigendur hans voru Karvel tengdasonur hans og Þorvarður sonur hans. Karvel var skip- stjóri og iðulega fjarri heimili sínu. Því fór svo að Lóa, ásamt systkinum sínum Sigríði og Ólafi, ólst upp hjá foreldrum mínum, þeim Helgu móðursyst- ur þeirra og eiginmanni hennar Alfons Gíslasyni, ásamt fjórum börnum þeirra. Lóa var elst í systkinahópnum. Hún minntist fósturforeldra sinna með mikilli hlýju og endurgalt þeim það með margvíslegum hætti síðar- Ólöf Karvelsdóttir ✝ Ólöf Karvel-sdóttir fæddist í Hnífsdal við Ísa- fjarðardjúp 15. nóvember 1916. Hún lést á Hrafn- istu, Hafnarfirði, 27. maí 2012. Útför Ólafar fór fram frá Lang- holtskirkju 5. júní 2012. meir. Á heimilinu bjó einnig móður- amma okkar Lóu, Halldóra. Þegar Lóa var fullorðin minntist hún oft ömmu sinn- ar. Hún var að hennar sögn glað- lynd kona og góður gestgjafi. Þegar gesti bar að garði var ávallt boðið upp á súkkulaði með þeyttum rjóma og pönnukökur og einnig eitthvert góðgæti frá tengda- syni hennar, Alfons, sem var bakari. Þessa nutum við oft í fjölskyldunni seinna meir, því varla var haldinn hátíðisdagur hjá Lóu án þess að boðið væri upp á súkkulaði með þeyttum rjóma og pönnukökur. Amma okkar kunni alla Passíusálma Hallgríms. Að sögn Lóu leið varla sá dagur að hún færi ekki með vers úr þeim. Frá æskuárum voru henni minnisstæðir dagar sem hún fékk að vera með afa sínum á Langeyri á sumrin. Þar var dvalið frá vori til hausts við verkun á fiski. Lóa lauk prófi frá Verslunar- skóla Íslands 1936 og vann við skrifstofustörf. Lóa var frá fyrstu tíð „flaggskip“ í syskina- hópnum. Hún var fríð kona, enda giftist hún einum mesta sjarmör í Hnífsdal, honum Páli Pálssyni togaraskipstjóra. Þau komu sér upp fallegu og menn- ingarríku heimili í Reykjavík. Þar var öllum tekið opnum örmum. Þar ríkti oft glaðværð og söngur, enda lék húsbóndinn á harmoniku. Lóa systir var á margan hátt leiðarljós í lífi mínu. Ég dvaldi um tíma á heimili þeirra, þegar skólaganga mín hófst hér í Reykjavík. Hún átti ríkan þátt í að vekja áhuga minn á mennt- un. Hún var vel að sér í fag- urfræðilegum efnum. Að leiðarlokum senda systur mínar, þær Ólafía og Helga, innilegar samúðarkveðjur til fjölskyldu Lóu og þakka henni samfylgdina. Sérstakar þakklætiskveðjur eru frá börnum mínum og fjöl- skyldum þeirra sem kveðja hjartkæra frænku, sem var þeim ávallt hlý og góð. Vertu sæl systir mín. Guð geymi þig. Þorvarður. Lóa frænka var einstök kona og ég er ekki í nokkrum vafa um að hún hafi á sinni löngu og farsælu ævi náð að móta viðhorf margra til lífsins. Slíkir voru mannkostir Lóu að ungir sem aldnir sóttu mjög í hennar fé- lagsskap og tel ég mig afar heppinn að vera í þeim hópi. Þegar hugsað er til baka til veiðiferða, sumarbústaðaferða, berjatínsluferða, utanlands- ferða og ekki síst allra skötu- boðanna þar sem þau Lóa og Palli stóðu í öndvegi hlýnar manni um hjartarætur. Alltaf var glatt á hjalla og félags- skapur þeirra hjóna og gest- risni ógleymanleg. Veiðiferðirn- ar í Djúpið skipuðu alltaf sérstakan sess, skemmtiferðir þar sem sagðar voru sögur, spilað og sungið í bland við metnaðarfull áform varðandi þann stóra. Þar var Lóa á heimavelli og þó svo að full- orðnir hafi verið fyrirferðar- miklir í veiðihúsunum var það Lóa sem aldrei gleymdi þeim yngsta og kom iðulega vel und- irbúin í ferðirnar með leiki og aðra afþreyingu. Hennar mottó var að gleðja aðra og kalla fram það besta í hverjum og einum. Í seinni tíð þegar mínir drengir komu með í heimsókn til Lóu voru konfektkassinn og bingóspjöldin ekki langt undan og við varla komin út þegar var farið að ræða næstu heimsókn. Jákvæðari kona var vandfundin og í senn einstaklega um- hyggjusöm og umburðarlynd í afstöðu sinni til lífsins. Hún hafði stóran faðm og skipti engu máli hver átti í hlut, hvort heldur það voru hennar afkom- endur eða utanaðkomandi, allir fengu hlýja viðmótið og breiða brosið. Að leiðarlokum vil ég fyrir hönd okkar allra þakka Lóu frænku fyrir allar þær fjöl- mörgu stundir sem við höfum átt með henni undanfarna ára- tugi, þær stundir eru ógleym- anlegar, gefandi og einfaldlega mannbætandi. Björn, Inga og synir. Á þessari kveðjustund er mér efst í huga þakklæti til elskulegrar ömmusystur minn- ar Lóu. Hún var mér alltaf svo einstaklega góð og ég naut þess að vera í návist hennar. Ég var alls ekki ein um það. Útgeislun hennar, hjartahlýja og brosið hlýjaði öðrum, smitaði út frá sér og fólk laðaðist að henni. Það var aldrei svo haldin veisla að Lóu frænku væri ekki boðið. Við fjölskyldan minn- umst þess sérstaklega þegar hún kom í brúðkaup Sigríðar Völu systur og Gauta síðastliðið sumar og fagnaði með okkur. Þar skemmti hún sér vel fram yfir miðnætti og gaf unga fólk- inu ekkert eftir, ekki einu sinni á dansgólfinu. Sem barn minnist ég þess að Lóa gaf sér tíma á mannamót- um til að leika við og sinna okk- ur börnunum. Þannig fólk kunna börn að meta og sækja til þeirra. Það hefur sennilega verið vegna þessara eiginleika Lóu sem það myndaðist með okkur sterkt samband. Ég fékk svo stundum að heimsækja hana og Palla í Espigerðið og það þótti mér skemmtilegt. Lóa var þar dug- leg að kenna mér nýja hluti og sýndi mér þolinmæði þó að ég næði ekki tökum á þeim strax. Ein var þó undantekningin sem mér er minnisstæð. Hún ætlaði að kenna mér að gera pönnu- kökur, sem gekk heldur brös- uglega. Á endanum sagði Lóa við mig: Hulda mín, bökum frekar lummur núna. Í seinni tíð þegar ég heim- sótti Lóu á Hrafnistu spjölluð- um við stundum um fortíð og nútíð, ýmist hversu mikið eða lítið hefur breyst. Svoleiðis samræður þroska yngra fólk og kenna því mikið. Lóa hafði líka þá einstöku kosti að hafa ein- lægan áhuga á fólkinu sínu, kom fram við alla sem jafn- ingja, hafði mikið til málanna að leggja og gaf af sér. Ég fór ekki varhluta af því. Hver minning dýrmæt perla að liðn- um lífsins degi, hin ljúfu og góðu kynni af alhug þakka hér. Þinn kærleikur í verki var gjöf, sem gleymist eigi, og gæfa var það öllum, er fengu að kynnast þér. (Ingibjörg Sigurðardóttir) Elsku Lóa frænka. Mér hef- ur alla tíð þótt afskaplega vænt um þig og þú hefur átt stóran stað í mínu hjarta. Það muntu alltaf gera. Þín Hulda Björk Halldórsdóttir. Í dag kveð ég frænku mína og vinkonu með söknuði en ylja mér við fallegar minningar um yndislega móðursystur. Lóa var einstök og ein fallegasta kona sem ég hef kynnst. Ég var lán- söm að eiga hana að allt frá barnæsku minni. Þegar Lóa og Palli fluttu með fjölskyldu sína búferlum til Reykjavíkur jukust samskipti fjölskyldnanna til muna og voru þær systur mjög samrýndar. Þær áttu það sam- eiginlegt að leggja kapp á að styrkja fjölskylduböndin og efndu því báðar oft til mann- fagnaða. Lóa hélt alltaf þeim sið að kalla í okkur systkinin í heitt súkkulaði og heimabakað- ar smákökur um jólin. Tók hún ávallt á móti gestum sínum með einstakri hlýju og kærleiksríku faðmlagi. Fólk fann að það var velkomið á hennar heimili. Við andlát móður minnar fyrir tíu árum styrktist samband okkar Lóu enn frekar. Hún bjó yfir miklum styrk og æðruleysi til að takast á við mótlæti lífsins. Hún var skarpgreind með próf úr Verzlunarskóla Íslands, ljóð- elsk, las mikið og fylgdist vel með öllu. Hún var félagslynd og mannblendin enda sogaðist fólk að henni hvert sem hún fór, bæði ungir sem aldnir. Frænka mín var ánægð þegar hún komst inn á Hrafnistu því þar vildi hún eyða ævikvöldinu. Einn daginn sagði hún mér að nú væri hún byrjuð að æfa í World Class. Þá stóð heimilis- fólki til boða að koma í skipu- lagðar æfingar og tilheyrandi mælingar hjá fagfólki. Lóa vildi auðvitað taka þátt í því og var jafnvel á því að það gerði sér ekkert illt; kannski bara gott! Svo var það einn vordag að ég fór í heimsókn til hennar á Hrafnistu en greip í tómt. Þá vék sér að mér kona á gang- inum og sagði: „Ólöf er úti á golfvelli að spila golf.“ Í því birtist glaðleg kona, létt á fæti, með göngugrindina sína og golfkylfu. Hún hafði farið út sér til hressingar að æfa púttið á æfingavellinum við húsið! Já, hún lifði lífinu lifandi því iðju- leysi átti ekki við hana. Lóa kom mér stöðugt á óvart og alltaf var jafngaman að heim- sækja hana og spjalla. Minni hennar var ótrúlegt og hélt hún vel utan um fæðingardaga nýrra fjölskyldumeðlima og nöfn þeirra. Fjölskyldan var henni mikils virði enda var hún elskuð og dáð af öllum. Síðasti afmælisdagur Lóu mun seint líða úr minni. Hún var falleg og blíðleg, orðin níutíu og fimm ára, þegar hún tók á móti fjöl- skyldunni og vinum á heimili Óla og Dísu í tilefni dagsins. Ég vil fyrir mína hönd og fjölskyldu minnar færa Krist- jáni, Óla, Guðrúnu og Ollý og fjölskyldum þeirra okkar inni- legustu samúðarkveðjur. Guð blessi minningu Ólafar Karvel- sdóttur. Lovísa Jóhannsdóttir. Það er undarleg tilfinning að kveðja hann afa minn, mann sem hefur haldið í höndina á mér frá fæð- ingu, horft yfir öxlina á mér og gætt mín eins og sjáaldurs augna sinna. Hann var sérstak- ur karl. Var það sem sumir kalla „orginal“, alltaf hress og kátur, nokkuð hæðinn en þrátt fyrir hæðnina mátti hann ekkert aumt sjá og var vinur í raun. Hann var hörkuduglegur, vann mikið og ekki til í hans orðaforða að gefast upp. „Sýna kraft eins og þessi fræga!“ sagði hann oft og vitnaði þá til vin- konu sinnar og ömmu sem kall- aði nú ekki allt ömmu sína. Ég var ekki stór þegar ég ætlaði að verða sterkur eins og afi og hamraði í mig lýsi honum til samlætis. Eflaust hefur æskan mótað hann en hann ólst upp í stórum systkinahóp í fátækt. Faðir hans var vélstjóri á Jóni forseta en hann fórst þegar skipið strandaði á rifi við Staf- nes hinn 27. febrúar 1928 en afi var þá bara barn að aldri. Á þeim tíma voru engin björgunar- net fyrir fjölskyldur sem misstu fyrirvinnu og því varð fólk að bjarga sér sjálft. Nýtnari mann en afa hef ég ekki hitt á ævinni. Eflaust mætti mín kynslóð læra Skúli Skúlason ✝ Skúli Skúlasonfæddist í Reykjavík 23. júlí 1924. Hann lést í Seljahlíð 22. maí 2012. Útför Skúla fór fram frá Seltjarn- arneskirkju 4. júní 2012. ýmislegt af mönn- um eins og honum en stundum þótti manni nú nóg um sparsemina. Afi var með eindæmum forvitinn maður. Hann bókstaflega varð að fylgjast með og var með eindæmum spurull. Það er ekki laust við að maður hefði stundum kosið að vera með hauspoka og sólgleraugu, þegar spurningaflóðið fór af stað. Ég á margar góðar minningar um stundir okkar afa. Þegar ég var lítill fórum við oft á sunnu- dögum að gefa öndunum brauð og brunuðum síðan í hádegismat til ömmu. Ég hélt þeim sið nán- ast alla tíð að kíkja til ömmu og afa í mat í hádeginu á sunnudög- um og skipti þá engu hvort ég var í prófum eða ekki, alltaf var mætt á Miðbrautina. Þá fór ég oft með ömmu og afa í kirkju- garðinn á aðfangadagsmorgun og fékk þá að gista á Þorláks- messu. Hin seinni ár snerist dæmið við og ég fór með ömmu og afa í kirkjugarðinn svo þau gætu haldið sig við hefðina. Afi hafði mikinn áhuga á íþróttum. Knattspyrna var í sérstöku uppáhaldi enda spilaði hann knattspyrnu með KR á sínum yngri árum. Ég á góðar minn- ingar frá ferðum okkar á Laug- ardalsvöllinn þar sem við kíkt- um á landsleiki í knattspyrnu. Þá hvatti hann mig til dáða í handboltanum og lét sig ekki vanta á áhorfendabekkina þegar mikið lá við. Ég gæti haldið endalaust áfram en einhvers staðar verður að setja punktinn. Ég sakna afa míns afar mikið og hefði viljað að börnin mín fengju að kynnast honum en ekki verð- ur á allt kosið. Eftir lifir minn- ingin um góðan mann og góðan vin. Blessuð sé minning hans. Skúli Þór. Ég hitti Skúla gamla fyrst fyrir rúmum 10 árum þegar Skúli Þór vildi endilega kynna mig fyrir afa sínum og ömmu á Miðbrautinni. Skúla Þór þótti af- ar vænt um ömmu sína og afa og fljótlega komst ég að því að sú væntumþykja var svo sannar- lega endurgoldin. Blíðan í rödd- inni á Skúla gamla leyndi sér ekki þegar hann rifjaði upp gamla tíma og sagði sögur af Skúla Þór frá því að hann var barn. Hann tók strax hlýlega á móti mér. Var oftast í góðu skapi, hló mikið og gerði að gamni sínu. Ég hef reyndar sjaldan heyrt gamlan mann hlæja jafn mikið enda einlægt skopskyn hans einstaklega gott. Honum tókst að sjá spaugilegar hliðar á ótrúlegustu málum og kryddaði allar þær samkomur sem hann var þátttakandi í. Hann talaði oft um lífið sem leik- rit sem honum þótti gaman að taka þátt í. Hann var stríðinn og átti það til að fjasa yfir því hvað Hansína væri að vesenast við að búa til kokteilsósu sem ekki nokkur maður æti á sama tíma og hann skóflaði upp úr hálfri sósuskálinni yfir frönsku kartöfl- urnar sínar, annar eins sósukarl og hann var. Hann hafði mikinn áhuga á fólki og þótti gaman að spjalla við það. Hann var ekki einn af þeim sem spurðu spurn- inga í kurteisisskyni og hættu svo að hlusta í miðju svari. Nei, Skúli hafði raunverulegan áhuga á því að heyra svarið og beið spenntur eftir því. Eiginleiki sem gerði það að verkum að það var alltaf svo gaman að spjalla við hann. Hann mundi líka vel allt sem honum var sagt, jafnvel undir það síðasta þó hann væri kominn undir nírætt. Alltaf spurði hann frétta af foreldrum mínum og bróður og bað að heilsa öllum sem hann þekkti. Hlýleiki sem gerði það að verk- um að mér fannst ég nánast hafa fengið þriðja afann. Skúli var góður maður og ég er þakklát fyrir að hafa fengið að kynnast honum og hans fallega hjarta- lagi. Blessuð sé minning hans. Eyþóra. Ég var bara smápolli þegar Gunnsteinn bróðir minn, sem sjálfur var ekki mjög gamall, tengdist Skúla fjölskyldubönd- um, en hann hefur verið kvænt- ur Áslaugu dóttur hans svo lengi sem elstu menn muna. Á árum áður hitti ég Skúla oft; hjá Áslaugu og Gunnsteini, á förnum vegi, í sundlauginni á Nesinu og á bílaverkstæðinu við Hringbrautina, sem hann starf- rækti í áratugi. Við hittumst þó sjaldnar síðustu árin, hann var ekki eins vel ferðafær og áður, við báðir hættir að fara í Nes- laugina og þar að auki var hann fluttur í Seljahlíð, þar sem hon- um leið vel með Hansínu sinni. Þar bjó hann þar til yfir lauk. Í veislum á Nesbalanum, þar sem við hittumst oft, voru alltaf góðar og miklar trakteringar, enda er hún Áslaug mágkona mín mikill fyrirmyndarkokkur og -bakari. Þó var það oft þann- ig, þegar Skúli var búinn að raða í sig sortunum, að hann sagði við Hansínu konu sína: „Jæja Hans- ína, nú væri gott að fá svo sem einn sviðakjamma, þegar við komum heim.“ Sumir hefðu móðgast við slíkt, en ekki hún Áslaug, enda var þetta góðlát- legt grín í anda Skúla og stað- festing á því að „maturinn er mannsins megin, og kvenfólkið sem útbýr hann hinum megin“. Ég held að hann hafi reyndar aldrei fengið sviðakjamma eftir að heim var komið úr veislunum, en veit það þó ekki alveg fyrir víst. Það var aldrei nein lognmolla í kringum Skúla, hann hafði skoðanir á flestu, ekki síst stjórnmálum og öðru dægur- þrasi. Hann lét skoðanir sínar í ljós alveg óheftar, og lét engan segja sér hvað honum ætti að finnast um hlutina. Það var allt- af létt yfir Skúla, hann var skap- góður og ánægður með lífið og tilveruna, enda varla ástæða til annars. Hann átti góða konu sem stóð þétt við hlið hans alla tíð, börnin hans áttu gott líf, sem og barnabörnin sem öll eru upp- komin og öll að gera góða hluti. Er hægt að biðja um eitthvað meira? Við Margrét vottum Hansínu, Áslaugu, Hafsteini og fjölskyld- um þeirra samúð okkar. Minn- ingin um góðan mann lifir. Gunnar Guðmundsson. Skilafrestur | Sé óskað eftir birtingu á útfarardegi þarf greinin að hafa borist á hádegi tveimur virkum dögum fyrr (á föstudegi ef útför er á mánudegi eða þriðjudegi). Þar sem pláss er takmarkað getur birting dregist, jafnvel þótt grein hafi borist innan skilafrests. Minningargreinar

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.