Morgunblaðið - 06.06.2012, Blaðsíða 1

Morgunblaðið - 06.06.2012, Blaðsíða 1
M I Ð V I K U D A G U R 6. J Ú N Í 2 0 1 2  Stofnað 1913  130. tölublað  100. árgangur  BLÉS TIL SÓKNAR EFTIR HRUNIÐ KITL FYRIR DAUÐANN ANNA FÉKK VERÐLAUN FYRIR DREYMI JAÐARSÖNGLEIKUR 40 GRÍÐARLEGUR HEIÐUR 38SVEINBJÖRG 10 Unga fólkið lætur sólina ekki framhjá sér fara og flykkist gjarnan út til að liðka sig og sprella á góðviðr- isdögum. Þessi tvö voru í fantafínu formi og sannar- lega kattliðug þar sem þau léku sér í Nauthólsvíkinni. Þau fóru létt með að snúa sér í hringi og kíkja aðeins á heiminn á hvolfi. Morgunblaðið/Eggert Æskan hrausta reynir sig Helgi Bjarnason helgi@mbl.is Von er á fjölda fólks, af öllu landinu, á samstöðu- fund sem útvegsmannafélögin og starfsfólk í sjávar- útvegi efna til á Austurvelli á morgun. Reiknað er með að áhafnir skipa í nokkrum byggðarlögum sigli til fundarins og að þau haldi síðan til veiða. Útvegs- menn ljúka því væntanlega aðgerðum sínum með fundinum. Útgerðarmenn og sjómenn í Grindavík og Vest- mannaeyjum ákveða í dag hvort siglt verður til fundarins í Reykjavík og umræður voru einnig um þennan möguleika á Snæfellsnesi. Reiknað er með að skip á vegum útgerða Lands- sambands íslenskra útvegsmanna muni halda til veiða um kvöldið og á föstudag. Með því lýkur að- gerðum útvegsmanna sem ákveðnar voru til að vekja athygli á afleiðingum fiskveiðifrumvarpa rík- isstjórnarinnar fyrir fyrirtækin og starfsfólk þeirra. Frumvörpin eru enn til umfjöllunar í þinginu. Veiði- gjaldafrumvarpið var rætt á þingfundi fram eftir kvöldi í gær og búast má við að það verði rætt næstu daga. „Ég tel að þessar breytingar gangi allt of skammt,“ segir Þorvarður Gunnarsson, forstjóri endurskoðunarfyrirtækisins Deloitte, um veiði- gjaldafrumvarpið, en hann hefur verið að meta áhrif þess fyrir LÍÚ. Hann segir að þótt búið sé að sníða nokkra agnúa af séu þetta sömu frumvörpin og þau séu enn allt of íþyngjandi. Spyrjast fyrir um villu í nefndaráliti Vinnu Deloitte er ekki lokið en LÍÚ hefur komið upplýsingum þeirra til útgerðarfyrirtækjanna svo þau geti reiknað út áhrif frumvarpanna á fyrirtæki sín. Friðrik J. Arngrímsson, framkvæmdastjóri LÍÚ, segir að svo virðist sem alvarleg villa sé í áliti meirihluta atvinnuveganefndar um veiðigjalda- frumvarpið. Hún leiði til þess að veiðigjöld geti orð- ið mörg hundruð milljónum kr. meiri á næsta ári en reiknað var með. LÍÚ hefur óskað eftir fundi með atvinnuveganefnd til að fara yfir það atriði. MFengnir verði »14 Sigla eftir samstöðufund  Útlit fyrir að aðgerðum útvegsmanna ljúki á útifundi á Austurvelli  Einhverjir hyggjast sigla til fundar  Forstjóri Deloitte segir frumvörpin allt of íþyngjandi Morgunblaðið/RAX Reykjavík Skipin eru enn í höfn og fer fjölgandi.  „Tekjuöflun verkefnisins misfórst í meðförum þingsins. Í stað þess að miða við gistinætur var búin til ný eining, gisti- náttaeining. Hún skilar ekki því sem lagt var upp með,“ segir Elías Bj. Gíslason, forstöðumaður Ferðamálastofu á Akureyri, um reynsluna af gistináttaskatti sem lagður var á um áramótin. Að sögn Elíasar skilaði skatturinn 69 millj- ónum króna til framkvæmdasjóðs ferðamannastaða í ár sem sé langt undir upphaflegum áætlunum. »14 Gistiskatturinn ónóg tekjulind Áhafnir skipa þriggja stórra út- gerðarfélaga sendu í gær frá sér yfirlýsingar þar sem fiskveiði- frumvörpum ríkisstjórnarinnar er mótmælt og skorað á stjórn- völd að draga þau til baka. „Með því að fresta brottför flotans er verið að mótmæla harðlega aðför að störfum okk- ar og kjörum um ókomna tíð, svo ekki sé minnst á áhrif frum- varpanna á okkar heimabyggð,“ segir í yfirlýsingu sjómanna Samherja. „Frumvörpin skapa óvissu, sundrung og munu hafa nei- kvæð áhrif á laun sjómanna og annars starfsfólks í sjávar- útvegi um allt land,“ segja áhafnir þriggja skipa Eskju hf. á Eskifirði. »8 „Aðför að störfum okkar“ SJÓMENN MÓTMÆLA „Segja má að þarna sé atvinnustefna ríkisstjórnarinnar í hnotskurn,“ segir Guðlaugur Þór Þórðarson alþing- ismaður. Fram kemur í skriflegu svari fjármálaráðherra við fyrirspurn hans að fjárheim- ildir til skattrann- sóknarstjóra rík- isins jukust um 94% á milli ár- anna 2007 og 2011 og starfsfólki embættisins fjölg- aði á sama tíma um 58%. Fjárheimildir ríkisskattstjóra jukust mun minna, eða um 20%, frá 2007 og starfsfólki fækkaði um 7,5%. Fjárheimildir yfirskattanefndar minnkuðu og starfsfólki fækkaði. Guðlaugur Þór staldrar við þá aukningu sem orðið hefur á fjárheim- ildum skattrannsóknarstjóra á sama tíma og flestar ríkisstofnanir hafa þurft að draga verulega saman segl- in, meðal annars í heilbrigðis- og menntakerfi og löggæslu og veltir því fyrir sér hvernig þetta hafi skilað sér. „Það má færa rök fyrir því að auka þurfi eftirlit þegar búið er að hækka skattana og flækja skattkerfið. Ég vil frekar einfalda skattkerfið og lækka skattana,“ segir hann og nefnir einnig að full ástæða sé til að staldra við og meta hvort stjórnvöld séu á réttri leið. „Það er margt sem bendir til þess að við séum að fara hratt í átt til þjóðfélaga sem við höfum ekki viljað bera okkur saman við, eftirlitsþjóð- félaga. Þetta er ein birtingarmynd þess,“ segir Guðlaugur Þór. helgi@mbl.is Tvöfaldað til skattrannsókna  Atvinnustefna ríkisins, segir þingmaður Guðlaugur Þór Þórðarson 94% aukning varð á framlögum til skatt- rannsóknarstjóra á fjórum árum. 316 ársverk voru hjá embættinu á árinu 2011 og hafði fjölgað um 153. ‹ AUKIN UMSVIF › »

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.