Morgunblaðið - 06.06.2012, Blaðsíða 4

Morgunblaðið - 06.06.2012, Blaðsíða 4
4 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 6. JÚNÍ 2012 Davíð Már Stefánsson davidmar@mbl.is Rætur aspartrjáa hafa valdið mikl- um usla í Breiðholti síðustu miss- eri. Asparræturnar hafa stíflað heimæðar skólps og dæmi eru um að skólp komi upp um klósett í ná- grenni skemmdra lagna. Starfs- menn Orkuveitu Reykjavíkur hafa verið iðnir við viðgerðarstörf og hafa þau gengið vel fyrir sig að sögn Eiríks Hjálmarssonar, upp- lýsingafulltrúa Orkuveitunnar. Nokkuð hefur verið um að aspar- rætur valdi usla á höfuðborgar- svæðinu en Eiríkur segir að til- kynningar um slíkar skemmdir berist ekki allar á borð Orkuveit- unnar þar sem oftast sé um að ræða heimæðar í eigu húseiganda. Eiríkur svarar því aðspurður að slíkum skemmdum fari fjölgandi. Aspir valda miklum usla í Breiðholti  Asparrætur skemma lagnir  Dæmi um að skólp komi upp um klósett Morgunblaðið/RAX Aspir Rætur aspartrjáa hafa stíflað skólprör og valdið miklum vandræðum í Fjarðarseli. Skólp hefur meðal annars komið upp um klósett í nágrenninu. „Það er meira tilfinning heldur en endilega tölfræði að þetta sé að aukast, en eins og ég sagði áðan þá fáum við ekki alltaf tilkynningar þegar þetta gerist innan lóðar hjá fólki. Þessar stærri lagnir sem við rekum, safnræsin og þvíumlíkt, eru nú traustari og betur varin fyrir asparrótunum en fólk er vissulega að lenda í þessu á eigin lóðum.“ Eiríkur segir að í sumum til- fellum geti verið mikil fyrirhöfn að laga lagnir sem asparrætur hafa skemmt en að Orkuveitan sé ekki með neinar yfirlýsingar varðandi bann við gróðursetningu aspa. „Við höfum nú ekki farið í ein- hverja flokkun á jurtum eða öðru þvíumlíku, en hinsvegar þá eru þessi tré víst með rótarkerfi sem er með þeim hætti að það getur valdið tjóni í kringum sig.“ Á aðalfundi Samtaka stofnfjáreig- enda í Sparisjóðnum í Keflavík kom fram almenn samstaða um að sam- tökin létu skoða málsókn á hendur stjórn, sparisjóðsstjóra, yfirmönn- um og endurskoðendum, svo og að kanna kröfu í starfsábyrgðartrygg- ingar, að því er fram kemur í til- kynningu. Samtökin hafa ráðið Sig- ríði Rut Júlíusdóttur hrl. til að gæta hagsmuna sinna í málinu. Eigið fé sjóðsins lækkaði um 49,5 milljarða á árunum 2006-2010. Stofnfjáreigendur telja nauðsyn- legt að skoða lánveitingar til ein- staklinga og einkahlutafélaga, af- skriftir skulda, misnotkun stjórnenda á fjármunum spari- sjóðsins og innherjaviðskipti. Íhuga málsókn gegn sparisjóðnum „Ég var um þrjá til fjóra metra frá því en vildi ekki koma nær svo að þau fengju aðeins frið. Þetta er svo tignarlegur fugl,“ segir Haraldur Hjálmarsson en hann náði myndum af himbrima- pari við vatn í nágrenni höfuðborgarinnar í gær- morgun. Parið, sem var með tvö egg í hreiðri, var þó ekki sátt við nærveru ljósmyndarans og þandi steggurinn brjóstið og hljóp ógnandi að honum til að hrekja hann burt. Ljósmynd/Haraldur H. Hjálmarss Himbrimarnir gæta eggja sinna í sandinum Hópur MS-sjúklinga hefur verið án lyfja um allt að fjögurra til fimm mánaða skeið. Öflugasta lyfið sem er í notkun hér á landi, tysabri, get- ur haft lífshættulegar aukaverkanir í för með sér fyrir þennan hóp en hann fær ekki nýtt lyf sem til stóð að setja hann á þar sem Sjúkra- tryggingar taka ekki inn ný lyf eins og er. „Það er sjáanlegur munur á bæði andlegri og líkamlegri líðan þeirra. Þeir sem eru búnir að vera lengst án lyfja hafa verið það í 4-5 mánuði. Það er langur tími fyrir fólk því fólk sem er á tysabri er með hraðan sjúkdóm. Að vera án lyfja hefur áhrif en fólk var tilbúið að gera það í þrjá mánuði til að fara á nýtt lyf sem tryggir öryggi þess,“ segir Bergþóra Bergsdóttir, stjórnarmað- ur í MS-félagi Íslands. Félagið sendi heilbrigðisyfirvöldum og tveimur nefndum Alþingis bréf vegna málsins fyrir helgi en hefur engin viðbrögð fengið. MS-lyfið tysabri sem hefur verið í notkun á Íslandi frá árinu 2008 er besta sjúkdómshamlandi lyfið á markaðnum. Fimm til tuttugu ís- lenskir MS-sjúklingar teljast hins vegar í sérstökum áhættuhópi fyrir hættulegar aukverkanir og hefur einn sjúklingur þegar látist af völd- um aukaverkana á Íslandi. Þurfa lyfið sem fyrst Í fyrra var gefið út markaðsleyfi fyrir annað lyf, gilenya, sem þykir komast hvað næst virkni tysabri en án hættulegu aukaverkananna. Að sögn Bergþóru hófu læknar að taka þessa sjúklinga af tysabri seint á síðasta ári með það í huga að þeir fengju gilenya í staðinn en þrír mánuðir þurfa að líða frá því töku á fyrrnefnda lyfinu er hætt til að hreinsa áhrif þess úr líkamanum. Fyrr á þessu ári kom hins vegar á daginn að gilenya yrði ekki tekið í almenna notkun hér. Steingrímur Ari Arason, forstjóri Sjúkratrygg- inga, ber við fjárskorti til greiðslu- þátttöku í nýjum S-merktum lyfj- um. Miðað við lyfjaverðskrá í apríl er mánaðarskammtur af gilenya 46.286 krónum dýrari en af tysabri. Bergþóra segir að það sé áríðandi fyrir þennan hóp að fá lyfið sem fyrst því að afleiðingarnar geta ver- ið varanlegar. „Þetta má ekki drag- ast. Eftir því sem lengra líður þeim mun meiri verður fötlunin. Þegar fólk er komið á ákveðið stig kemur getan ekki til baka og fötlunin verð- ur varanleg. Þess vegna er svo mik- ið í húfi að fólk haldi lífsgæðum sem það þegar hefur.“ kjartan@mbl.is Sjáanlegur munur á líðan  MS-sjúklingar í áhættuhópi fyrir aukaverkanir af eldra lyfi, fá ekki nýrra lyf  Sumir verið án lyfja í fleiri mánuði og hætta á varanlegum afleiðingum Bergþóra Bergsdóttir Steingrímur Ari Arason Þórólfur Jónsson, garðyrkju- stjóri Reykjavíkur- borgar, segir borgina helst ekki gróðursetja aspir í þétt- býli. Að- spurður seg- ir hann talsvert þurfa til að lagnir skemmist. „Skólprörið þarf að bila fyrst. Það er ekki þannig að ræturnar ráðist á rör og opni þau heldur þurfa þau að vera farin að gefa sig.“ Aspir var- hugaverðar SKEMMDAR LAGNIR Þórólfur Jónsson Steingrímur Ari Arason, for- stjóri Sjúkratrygginga Íslands, segir kostnaðinn við s-merkt lyf hafa hækkað gríðarlega þótt engin ný lyf hafi verið samþykkt árin 2009-2010. „Svo opna menn glugga fyrir ný lyf árið 2011 og í byrjun þessa árs. Þá kemur í ljós að kostnaðurinn eykst burtséð frá kostnaðinum við þessi nýju lyf meira en menn höfðu gert ráð fyrir og við komin í sömu stöðu og 2009-10 að gefa ekki grænt ljós á ný lyf fyrr en búið er að ná utan um fjárhags- forsendurnar.“ Að sögn Guð- bjarts Hannessonar, velferðar- ráðherra, hefur málið ekki komið inn á hans borð. Gefa ekki grænt ljós SJÚKRATRYGGINGAR Mannréttindanefnd Sameinuðu þjóðanna hefur ákveðið að loka máli tveggja sjómanna gegn íslenskum stjórnvöldum þar sem stjórnvöld hafi brugðist við tilmælum nefnd- arinnar „með ásættanlegum hætti“ að hluta til. Málið snýst um það hvort stjórnvöld hafi gerst brotleg við alþjóðasamning um borgaraleg og stjórnmálaleg réttindi. Í tilkynningu frá utanríkisráðu- neytinu og sjávarútvegs- og land- búnaðarráðuneytinu segir að stjórnvöldum hafi borist orðsending frá mannréttindafulltrúa SÞ um málið á mánudag. Máli tveggja sjómanna lokað

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.