Morgunblaðið - 06.06.2012, Blaðsíða 28
28 MINNINGAR
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 6. JÚNÍ 2012
✝ Arndís Guðna-dóttir sjúkra-
liði fæddist í
Reykjavík 25. maí
1948. Hún lést á
Landspítalanum
26. maí 2012.
Foreldrar henn-
ar voru Guðni
Hjörtur Árnason
húsasmíðameist-
ari, f. 14. ágúst
1920, d. 3. október
1965 og Erla Unn-
ur Ólafsdóttir húsfreyja, f. 22.
nóvember 1922, f. 9. júní 1991.
Bræður hennar eru Sigurður
Elli Guðnason, f. 12. maí 1943,
f. 30. desember 2010, og Ólaf-
ur Guðnason, f. 25. febrúar
1950.
Sonur þeirra er Gabríel Leon,
f. 27. júní 2011. Fósturbörn
Guðna eru Björn Fannar Þor-
steinsson, f. 1. nóvember 1990
og Hrafney Svava Þorsteins-
dóttir, f. 4. maí 1993. 2) Þröst-
ur Benjamín Sigurðsson, 16.
janúar 1975. Sambýliskona
hans er Diana Lipinskaite, f.
22. október 1985. Barn Þrast-
ar úr fyrra sambandi er Saga
Dögg Þrastardóttir, f. 19. maí
1996.
Arndís ólst upp í Reykjavík
og gekk í Laugarnesskólann.
Á síðari árum tók hún stud-
entspróf frá Fjölbrautaskól-
anum við Ármúla og síðar lauk
hún sjúkraliðanámi frá sama
skóla. Hún starfaði sem
sjúkraliði. Hún sá um fé-
lagsstarf aldraðra á Hrafnistu
í Reykjavík sem hún sinnti af
mikilli alúð allan sinn starfs-
feril.
Arndís verður jarðsungin
frá Laugarneskirkju í dag, 6.
júní 2012 kl. 13.
Arndís giftist
Sigurði Gunnari
Sigurðssyni hár-
skerameistara.
Synir þeirra eru 1)
Guðni Hjörtur Sig-
urðsson, f. 4. jan-
úar 1970. Kona
hans er Birna
Svanhildur Páls-
dóttir, f. 12. októ-
ber 1971. Barn
þeirra er Guðni
Hjörtur Guðnason,
f. 17. maí 2002. Dætur Guðna
úr fyrra hjónabandi eru Andr-
ea Hlín Guðnadóttir, f. 7. októ-
ber 1992 og Klara Björk
Guðnadóttir, f. 9. nóvember
1993. Sambýlismaður hennar
er Pjetur Júlíus Óskarsson.
„Í sandölum og ermalausum
bol“, lýsir Addý best eða á nátt-
sloppnum á röltinu út í Kjötmið-
stöð. Henni var nákvæmlega
sama hvaða skoðun fólk hafði á
henni. Það var það sem gerði
hana að þeim karakter sem hún
var.
Addý vissi allt best (að hennar
mati). En á bak við það var að
hún vildi öllum vel.
Hug hennar allan átti gamla
fólkið á Hrafnistu. Þar vann hún
lengi, sjúkraliðinn sjálfur og sá
um félagsstarfið og aðhlynningu.
Hún var eins og Emil í Kattholti.
Þegar niðurskurður var á Hrafn-
istu og sérríið var tekið af listan-
um fyrir jólagleðina var Addý
nóg boðið. Hún fór sjálf í Ríkið
(ÁTVR) og keypti það á sinn
kostnað. Hún lét ekkert stoppa
sig. Nú bauð hún gamla fólkinu
sínu upp á staup og söng með því
eins og henni var einni lagið.
Ég var það lánsöm að vera
með Guðna syni hennar í bekk í
Laugarlækjarskólanum.Við
nokkrir félagarnir löbbuðum inn
og út af heimili þeirra eins og við
ættum heima þar, hentum okkur
líka í stofusófann í kappi við hvert
annað. Tjúnuðum upp í Technics
græjunum Stuðmenn og fleiri
góðar skífur. Hún hafði mikið
gaman af okkur, jafnt sem við af
henni. Ég ílengdist í þessum
pakka. Síðast opnaði ég hurðina á
Bugðulæknum ásamt manni mín-
um og litlu dóttur okkar tveimur
dögum áður en hún kvaddi með
stæl. Ég fékk alltaf sama viðmót-
ið, útbreiddan faðm. „Magga mín,
ertu komin,“ og svo komu hlátra-
sköllin ógleymanlegu.
Þau hjónin voru ávallt með
mér og mínum á stóru stundun-
um í okkar lífi. Hvort sem það
voru skírnir, afmæli, fermingar
eða brúðkaup.
Hún kynnti mig oft sem dóttur
sína og fólk rak upp stór augu.
Hún átti stóran hluta í mér.
Gjafagleði hennar var einstök.
Fallegustu pakkarnir undir trénu
mínir voru ávallt frá henni. Hún
dúllaði við alla hluti. Þorláks-
messa á Bugðulæknum bauð jól-
unum heim. Ég mætti alltaf þann
dag angandi af skötulykt. Það var
hefð. Við skiptumst á pökkum og
knúsuðum hvor aðra meðan Siggi
minn, (eins og hún kallaði alltaf
lífsförunaut sinn) brosti á kant-
inum.
Ekki gat ég ímyndað mér að
þetta yrðu síðustu jólin hennar.
Bugðulækurinn var jólaland og
ekkert getur toppað það. Hún
sagði mér síðar að hún ætlaði
ekki að setja aftur upp jólatréð
(þetta var mjög ólíkt henni). „Guð
mun ráða hvar við dönsum næstu
jól“, segir í kvæðinu. Kannski
vissi hún það innst inni að það
yrði ekki á þessum stað.
Ég trúi því að hún dansi á
sandölum og ermalausum bol of-
ar öllu. Horfi niður á og vaki yfir
sínum.
Elsku Siggi, Guðni, Þröstur og
makar. Að ógleymdum gullmol-
unum hennar Andreu, Klöru,
Sögu og Guðna jr. Þið munið
góðu minningarnar og geymið
þær vel.
Ég kveð þig, Addý mín og
þakka þér fyrir frábærar sam-
verustundirnar sem við áttum
saman á þessum stað.
Sjáumst þegar minn tími kem-
ur. Ég veit að þú breiðir út stóra
faðminn þinn og tekur vel á móti
mér, eins og alltaf. Það verða nú
fagnaðarfundir.
Þín
Margrét Sæberg
Þórðardóttir.
Ég vil með nokkrum orðum
minnast minnar hjartkæru mág-
konu, Arndísar Guðnadóttur.
Fráfall Addýjar markar tímamót
í mínu lífi því við vorum mjög
nánar vinkonur. „Systir mín“
kölluðum við oft hvor aðra.
Stuttu eftir að við kynntumst
um 1980 fór Addý með mig í einn
af okkar ótal bíltúrum, nú austur
að Ölfusá og kynnti mig fyrir
Sigga Ella bróður sínum sem var
að veiða með Sigga manni henn-
ar. Siggi Elli varð maðurinn
minn, en hann lést í lok árs 2010.
Þá stóð Addý eins og klettur við
hliðina á mér. Addý var mjög hlý
manneskja og hennar faðmur var
alltumlykjandi, hún sagði gjarn-
an „komdu í meterinn á mér,
elskan“ og breiddi út faðminn.
Hún var „stór“ kona í eðli sínu,
flott, skapstór, örlát, opinská og
skemmtileg.
Addý og Siggi hafa alltaf verið
órjúfanleg heild. Andstæður sem
bæta hvor aðra upp og styrkja og
alltaf með húmorinn í farteskinu.
Heimili þeirra var alveg ein-
staklega fallegt, hlýlegt og bjart
því Addý var mikill fagurkeri og
listræn að eðlisfari. En heimilið
ekki bara uppá punt, það var líka
samkomustaður skólafélaga son-
anna, Guðna og Þrastar. Addý
tók á móti öllum með útbreiddan
faðminn.
Í gegnum árin fórum við Addý
með Siggunum okkar, sögðum
gjarnan „Siggi minn og Siggi
þinn“, í ótal veiðiferðir, oftast á
Þingvelli. Þessar ferðir eru með
skemmtilegustu minningum sem
ég á og verð alltaf þakklát fyrir.
Fyrir 15 árum festi svo Addý
kaup á gömlum, hrörlegum bú-
stað við Þingvallavatn, Trýnu-
koti. Kotið breyttist fljótt í ynd-
islegan sælureit, þeim til
ótakmarkaðrar gleði í gegnum
árin. Gamli garðurinn þarna í
hrauninu varð í hennar meðför-
um, með dyggri aðstoð Sigga, að
suðrænum, ótrúlega fallegum
skrautgarði. Annað eins er bara á
færi blómadrottninga eins og Ad-
dýjar. Hjá fuglunum var veisla
uppá hvern dag, mörkúlur og
epli.
Að gefa gjafir gerði Addý af
örlæti og ástríðu, svo sem síðasta
utanlandsferðin sannar. Veik af
krabbameini, nýlega endurlífguð
eftir hjartastopp sagðist hana
langa svo til London, í eina búð að
fá á sig föt. Við Gréta vinkona
tókum okkur til og fórum með
henni. Á hótelinu göptum við
Gréta þegar Addý opnaði stóru
ferðatöskuna, út kom önnur
minni, tóm. Ætlunin var að nota
síðustu kraftana í að dressa alla
fjölskylduna upp. Helst alklæðn-
að og barnabörnin voru í fyrir-
rúmi eins og alltaf.
Í þessu verkefni var ekki mikil
hjálp í okkur Grétu, báðar með
stórverslanafóbíu og Oxfor-
dstrætisfælni. En það skipti mína
konu engu máli, best að við vær-
um ekkert að þvælast fyrir. Við
horfðum því á eftir henni á
morgnana skunda með hjóla-
tösku í eftirdragi á 80 km hraða
eftir Oxfordstræti. Það veitti
ekkert af tveim „burðardýrum“
að koma öllu góssinu á hótelið á
kvöldin. Hún hafði þetta af á
viljakraftinum og góðum
skammti af húmor.
Minningarnar eru óteljandi og
við eigum örugglega eftir að hitt-
ast og knúsast á öðrum stað.
Ég færi elsku Sigga, Guðna,
Þresti, barnabörnunum og öllum
aðstandendum mínar dýpstu
samúðarkveðjur. Elsku Addý
mín, hjartans þakkir fyrir allar
góðu stundirnar í þessu lífi og
Guð geymi þig elskan.
Guðmunda Kristinsdóttir.
Yndisleg vinkona okkar er lát-
in.
Nú er þinn tími kominn elsku
Addý, þú varst kölluð allt of fljótt
frá okkur og söknuðurinn er mik-
ill.
Við erum búnar að vera saman
í saumaklúbb í áratugi. Þegar við
vorum yngri sátum við langt
fram á nætur yfir spjalli, okkur
þótti nú ekki mikið að fara heim
seint á næturnar þó við værum
allar með lítil börn, margar okk-
ar unnu líka utan heimilis og var
þetta ekkert mál.
Nú á síðari árum höfum við
hlegið að þessu í minningunum
þegar þetta hefur borið á góma.
Eftir að við vorum komnar með
uppkomin börn og sumar hættar
að vinna þá er enginn tími til að
hittast eins og áður en alltaf fast-
ir punktar hjá okkur nokkrum
sinnum að vetri. Frí tókum við
yfir sumarið, sumar okkar eru
mikið í sumarbústöðum sínum.
Þú undir þér vel í þínum bústað
Addý mín og varst þar öllum
stundum sem þú gast komið því
við.
Skemmtilegar minningar eig-
um við frá æskuárum okkar í
Laugarnesinu og oft var spjallað
um krakkana sem við þekktum í
æsku. Þegar við vorum orðnar
ráðsettar dömur með mann og
börn fórum við oft í ferðalög
saman með alla fjölskylduna og
var oft glatt á hjalla á þeim stöð-
um þar sem við ákváðum að gista
hverju sinni.
Sérstaklega minnumst við síð-
astliðins hausts, þá áttum við
yndislega stund á Flúðum yfir
helgi. Byrjuðum daginn með því
að fara á markað, síðan borðuð-
um við góðan mat og viti menn,
eins og í gamla daga áttum við
svo gott vinkonuspjall fram und-
ir morgun. Þetta var mjög
skemmtileg og eftirminnileg
helgi. Ég veit að þú elsku vin-
kona skemmtir þér vel. Við mun-
um allar geyma þá minningu í
hjarta okkar um komandi ár.
Það verður hálf tómlegt þegar
við hittumst næst, við munum
finna mikið fyrir þinni fjarveru
en við vitum að þú ert komin á
góðan stað og þér líður vel þar
sem þú ert núna. Þú varst svo já-
kvæð og góðhjörtuð og vildir allt
fyrir alla gera. Mikill fagurkeri
varstu og hafðir ánægju af að
hafa fallegt í kringum þig, og um-
gangast gamla og fallega muni.
Fyrir mörgum árum komst
þú til mín um jólin, í einu horn-
inu á stofunni stóðu styttur af
Maríu og Jósep, þetta var orðið
illa farið en hafði fylgt mér
lengi, þú skoðaðir þetta, hafði
ég orð á því að fara að hætta að
nota þetta. Mikla speki hafðir
þú um gildi gamalla hluta og
hvað þetta væru merkilegir
hlutir úr uppvexti mínum, sagt
með hlýju og nærgætni eins og
þú varst alltaf Addý mín. Ég fór
að sjá þetta í öðru ljósi og hef
sett þetta upp síðan með mikilli
virðingu allt vegna orða þinna
og er ég þér ævinlega þakklát
fyrir þessa ábendingu.
Nú er komið að kveðjustund
elsku vinkona, við viljum allar
þakka þér góðu stundirnar fyrir
að við fengum að deila ævinni
með þér. Þetta verður geymt í
minningunni. Við biðjum algóðan
guð að vernda þig og vaka yfir
þér og biðjum hann að halda utan
um Sigga, Guðna, Þröst og alla
fjölskylduna, og gefa þeim styrk
á þessari sorgarstund.
Hvíl í friði elsku vinkona.
Fyrir hönd saumaklúbbsins,
Anne Helen Lindsay.
Nú syrgi ég látinn vin. Elsku
Addý er farin frá okkur og þá
reikar hugurinn til þeirra fjöl-
mörgu stunda sem ég átti á heim-
ili hennar og Sigga þegar við
Guðni sonur hennar vorum að
alast upp í Laugarneshverfinu.
Addý, Siggi og hundurinn Trína
eru órjúfanlegur hluti af ánægju-
legum minningum frá þessum
tíma.
Það var ýmislegt sem við
strákarnir baukuðum á þessum
árum en alltaf gat maður leitað til
hennar, hvort sem það var skjól,
friður eða gleði sem leitað var eft-
ir því hún var einstaklega lífsglöð
manneskja sem tók á móti öllum
með opnun örmum. Segja má að
hún hafi tekið okkur, vini Guðna,
þá rétt á unglingsaldri, undir sinn
verndarvæng. Það var auðvelt að
tala við Addý og ráðleggingar
hennar fylgja mér enn í dag og
þegar við félagarnir héldum út á
lífið kallaði hún okkur inn í eld-
hús yfir kaffibolla og lagði okkur
lífsreglurnar.
Eftir að við lukum við grunn-
skóla fórum við Guðni í Fjöl-
brautaskólann við Ármúla og
stuttu seinna settist Addý einnig
á skólabekk í sama skóla. Þrátt
fyrir að gera mætti ráð fyrir því
að einkennilegt væri að móðir
eins úr vinahópnum væri í skóla
með okkur þótti okkur það ekki
óþægilegt. Ég minnist fjölda
stunda þar sem við sátum í frí-
mínútum og ræddum málin við
hana sem hvern annan jafningja
þrátt fyrir aldursmuninn. Þetta
voru skemmtilegir dagar og ár.
Engir dagar koma aftur
en fegurð þeirra lifir hjá þér
eins og ljós í rökkri,
eins og blóm á fjalli.
(Þórarinn Guðmundsson)
Öllum leið vel í návist Addýjar
og þrátt fyrir að við vinirnir vær-
um allir fluttir hver í sinn lands-
hlutann eða jafnvel til annarra
landa og langt liði á milli heim-
sókna til hennar var það alltaf
eins og við hefðum hitt hana í gær
þegar við komum aftur heim.
Hún var einnig dugleg að halda
sambandi og sérstaklega á síð-
ustu árum í gegnum netið.
Það er með miklum söknuði og
hryggð sem ég kveð Addý í
hinsta sinn.
Jóhann Ágúst Hansen.
Arndís Guðnadóttir er látin
eftir erfið veikindi. Aldrei kölluð
annað en Addý, alltaf glöð og á
yngri árum ansi uppfinningasöm.
Við vorum nágrannar í nokkur ár
og hófst vinátta okkar þannig.
Oft vorum við Þorvaldur í góðu
yfirlæti hjá þeim Sigga þar sem
hlegið var nú dátt og mikið en
líka grátið og minnist ég þess
þegar páfagaukurinn dó í miðju
partíinu. Í minningunni sé ég
Addý fyrir mér berfætta. Hún
þeytist út úr bílnum í síðum bað-
kjól með þykka hárið flaxandi,
komandi í öllum veðrum frá
uppáhaldsstaðnum sínum, nefni-
lega læknum í Nauthólsvík. Ætli
Addý hafi ekki verið sú fyrsta
sem uppgötvaði þá paradís. Addý
var hörkudugleg. Eftir að dreng-
irnir hennar komust á legg settist
hún á skólabekk og starfaði síð-
ustu árin sem sjúkraliði á Hrafn-
istu. Við unnum saman eitt sum-
ar í sumarbúðum og voru það
góðir dagar. Minning Addýjar lif-
ir og hennar dillandi hlátur
hljómar enn í huganum.
Innilegar samúðarkveðjur til
ykkar allra, Sigga, Guðna, Þrast-
ar og allra barnanna.
Elísabet Brekkan.
Arndís
Guðnadóttir
MOSAIK Hamarshöfða 4 • 110 Rvk • s. 587 1960 • www.mosaik.is
Legsteinar og fylgihlutir
Í tilefni af 60 ára starfsafmæli okkar bjóðum við
fría uppsetningu á höfuðborgarsvæðinu
og fría pökkun á legsteinum sem fara út á land
Mikið úrval - Vönduð vinna - Gott verð
Marmari
Granít
Blágrýti
Gabbró
Líparít
✝
Móðir okkar, tengdamóðir, amma og lang-
amma,
GUÐBJÖRG HELGADÓTTIR
frá Kolviðarnesi,
sem andaðist á Dvalarheimili aldraðra,
Borgarnesi, föstudaginn 1. júní, verður
jarðsungin frá Borgarneskirkju laugardaginn
9. júní kl. 14.00.
Jónasína Oddsdóttir, Reynir Bragason,
Sigurður Oddsson,
Helgi Oddsson, Sigríður Þórðardóttir,
Hjalti Oddsson, Elín Þorsteinsdóttir,
Sesselja Oddsdóttir, Lárus Gestsson,
Jón Oddsson, Herdís Þórðardóttir,
Þorbjörn Oddsson, Jóhanna B. Þorvaldsdóttir,
ömmu- og langömmubörn.
Elsku mamma okkar, tengdamamma, amma
og langamma,
ARNHEIÐUR HALLDÓRSDÓTTIR,
Strandgötu 97,
Eskifirði,
lést á Hjartadeild Landspítalans við Hring-
braut fimmtudaginn 31. maí.
Útförin fer fram frá Eskifjarðarkirkju mánudaginn 11. júní
kl. 14.00.
Sólveig Kristmannsdóttir, Árni Helgason,
Atli Börkur Egilsson, Bea Meijer,
Kolbrún Brynja Egilsdóttir, Bernhard Nils Bogason,
Karl Ingvar Egilsson, Kristín Kristinsdóttir,
Guðbjörg María Egilsdóttir, Sayd Melchiat,
Haukur Björnsson,
barnabörn, barnabarnabörn
og aðrir ættingjar.
✝
Elskuleg eiginkona mín, móðir okkar, tengda-
móðir, amma og langamma,
RAGNHEIÐUR ERLENDSDÓTTIR,
Hlíðarhúsum 3,
Reykjavík,
lést laugardaginn 2.júní á hjúkrunarheimilinu
Eir.
Útförin fer fram frá Áskirkju, þriðjudaginn 12.júní kl.13.00.
Blóm og kransar vinsamlega afþakkaðir, en þeim sem vilja
minnast hennar er bent á Félag aðstandenda Alzheimer-
sjúklinga, bankareikningur 0327-26-4304/kt.580690-2389 eða
önnur líknarfélög.
Starfsfólki Eirar 3. hæð suður eru færðar þakkir fyrir góða
umönnun.
Björn J. Haraldsson,
Hólmfríður Björnsdóttir, Sævar Sveinsson,
Linda Björnsdóttir, Magnús Bárðarson,
Lára Björnsdóttir, Gunnar Sæmundsson,
Eyrún Björnsdóttir, Stefán Gunnarsson,
börn og barnabörn.