Morgunblaðið - 06.06.2012, Blaðsíða 15

Morgunblaðið - 06.06.2012, Blaðsíða 15
FRÉTTASKÝRING Björn Jóhann Björnsson bjb@mbl.is Fornleifavernd ríkisins hefur veitt níu leyfi til fornleifarannsókna í sum- ar. Til viðbótar hafa tvær umsóknir borist um framhaldsrannsóknir og vitað er um minnst eina slíka rann- sókn sem eftir á að sækja um leyfi fyrir. Ef fram heldur sem horfir verða þetta mun færri fornleifarann- sóknir en hafa verið unnar hér á landi á undanförnum árum. Eftir hrunið hafa framlög frá hinu opinbera verið skorin við nögl en Fornleifasjóður hafði úr 32 milljónum króna að spila þetta árið. Alls fengu 24 aðilar styrk en 49 umsóknir bárust upp á nærri 126 milljónir króna. Af þessum 24 rannsóknum voru aðeins 11 til uppgraftar og af þeim aðeins fjögur verkefni með meira en eina milljón. Flestir styrkir fara til úr- vinnslu og frágangs eldri rannsókna. Alþingisreiturinn stærstur Auk framlaga úr Fornleifasjóði fara fjármunir beint frá ríkinu í rann- sóknir í tengslum við framkvæmdir. Stærsta verkefnið þar er Alþingis- reiturinn, en í þann uppgröft fara um 25 milljónir króna í ár. Einnig fara fram rannsóknir á Skógum í Fnjóska- dal vegna fyrirhugaðra Vaðla- heiðarganga. Þeir uppgreftir aðrir sem Forn- leifavernd hefur veitt leyfi fyrir í sumar eru vegna landnámsskála í Vogi í Höfnum í Reykjanesbæ, á bæj- arhól Ness á Seltjarnarnesi; á Sval- barði við Þistilfjörð halda áfram rannsóknir á sambandi höfuðbólsins við smærri bæi; kanna á rústir á Hellum í Landssveit og loks fara fram þrjár rannsóknir í Álftaveri, m.a. á bæjarstæði í Arfabót og á landamerkjaþúfu. Þá hafa umsóknir borist um leyfi til áframhaldandi rannsókna í Vatnsfirði við Ísafjarð- ardjúp og á kumlateigi við Ingiríðar- staði í S-Þingeyjarsýslu. Ekki eru mörg ár liðin síðan yfir 100 milljónum króna var árlega varið í fornleifa- rannsóknir hér á landi. Frá árinu 2008 hafa framlögin verið skert um nærri 75% og skiljanlega kemur þetta niður á faginu. Bara frá síðasta ári er niðurskurðurinn um 40%, ef miðað er við framlög til vísindarann- sókna. Eru framlög vegna fram- kvæmdarannsókna þá undanskilin, eins og við Alþingisreitinn. Hefur þetta m.a. haft í för með sér að fornleifafræðingar hafa í aukn- um mæli leitað verkefna erlendis. Uppgröftur á Grænlandi í sum- ar er gott dæmi um það, sem Orri Vésteinsson mun stýra. Einnig hafa fornleifafræð- ingar hreinlega farið í allt önnur störf en mennt- un þeirra segir beint til um, og reyndar átt auðvelt með að fá vinnu flestir hverjir. Fornleifarannsóknum fækkar  Fornleifavernd hefur gefið níu leyfi fyrir fornleifauppgrefti í sumar og tvær umsóknir liggja fyrir  Framlög til fornleifarannsókna hafa frá hruninu 2008 minnkað um 75%  Leita verkefna erlendis Morgunblaðið/Helgi Bjarnason Uppgröftur Frá fornleifarannsóknum á Gufuskálum á Snæfellsnesi síðasta sumar en óvíst er hvort rannsóknir halda þar áfram í sumar. FRÉTTIR 15Innlent MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 6. JÚNÍ 2012 TRÉSMÍÐAVÉLARNAR FÁST Í BRYNJU Laugavegi 29 - sími 552 4320 www.brynja.is - brynja@brynja.is 40 ÁRA FRÁBÆR REYNSLA Á ÍSLANDI VÉLAR FYRIR ATVINNUMENN OG HANDVERKSFÓLK Tifsög Deco 405 vario Kr. 76.900 Slípivél Bts 900X Kr. 39.800 Spónsuga Ha 2600 Kr. 89.900 Þykktarhefill/afréttari Hms 2600ci Kr. 335.200 Súluborvél Rab s16x Kr. 84.600 Bandsög Basato 1 Kr. 48.900 Tifsög Deco-flex Kr. 49.700 Spónsuga Ha1000 Kr. 29.900 Bandsög Basato 3 Kr. 207.800 Norsaw 1203 Alhliða byggingasög: Bútsög, Ristisög Plötusög Byggingasög Norsaw 1203 Kr. 531.800 með borðum og löndum Byggingasög Tku 4000 Kr. 122.500 Bútland 57.900 Þó að fjárframlög til fornleifa- rannsókna hérlendis hafa minnkað hefur hrunið ekki ein- göngu haft neikvæð áhrif á greinina, að sögn Orra Vésteins- sonar hjá Fornleifastofnun Ís- lands. Mikill áhugi á fornleifa- fræði er enn til staðar og voru á þriðja tug nemenda teknir inn í Háskóla Íslands í fornleifafræði sl. haust. Árið áður voru nýir nemendur að vísu ekki teknir inn en Orri segir að hér eftir verði nemendur vonandi teknir inn árlega. Hrunið hefur einnig haft þau áhrif að fornleifafræðingar hafa fengið svigrúm til að ljúka meistara- eða doktorsnámi sínu í fræðunum. Það sé einnig mjög jákvætt að auk- in eftirspurn sé erlendis eftir sérfræðiþekkingu íslenskra fornleifafræðinga en vissulega sé það áhyggjuefni ef þeir þurfa að leita í önnur störf vegna verk- efnaskorts hér á landi. Fleiri geta lokið náminu ÁHRIF HRUNSINS Orri Vésteinsson Framlög til fornleifarannsókna 2008 2009 2010 2011 2012 12 2, 2 87 ,6 49 ,5 53 ,6 32 ,0 í milljónum króna

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.