Morgunblaðið - 06.06.2012, Blaðsíða 38

Morgunblaðið - 06.06.2012, Blaðsíða 38
38 MENNING MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 6. JÚNÍ 2012 Sumarjazz á Jómfrúnni hóf nýverið göngu sína sautjánda árið í röð. Að vanda munu því djasstónar óma á Jómfrúartorgi alla laugardaga í júní og júlí milli kl. 15-17. „Þessi tón- leikaröð hefur náð að festa sig í sessi og er full ástæða til að þakka veit- ingamanninum fyrir úthaldið, því góðir hlutir gerast hægt,“ segir Sigurður Flosason sem verið hefur listrænn stjórnandi tónleika- raðarinnar sl. 16 ár. Aðspurður um dagskrá sumarsins segir Sigurður mikla vinnu hafa ver- ið lagða í hana, en markmiðið sé að hún sé fjölbreytt og í háum gæða- flokki. „Fram koma margir af okkar helstu djasslistamönnum auk þess sem við fáum góða gesti að utan,“ segir Sigurður og nefnir sem dæmi sænska gítarleikarann Hans Olding og danska bassaleikarann Richard Anderson. „Svo er gaman að segja frá því að Þór Breiðfjörð, sem heill- að hefur leikhúsáhorfendur í Vesa- lingunum, mun fara í djassfrakkann og sýna á sér nýjar hliðar. Þar sem tónleikarnir fara fram utandyra liggur beint við að spyrja hvort veðrið setji aldrei strik í reikn- inginn. „Við höfum aldrei fellt niður tónleika, en örsjaldan þurft að færa okkur inn þegar rignt hefur eldi og brennisteini.“ silja@mbl.is Djassgeggjarar Jakob Jakobsson veitingamaður á Jómfrúnni og Sigurður Flosason sem verið hefur listrænn stjórnandi tónleikaraðarinnar sl. 16 ár. Djasstónar munu óma alla laugardaga í sumar  Sumarjazz á Jómfrúnni í 17. sinn Silja Björk Huldudóttir silja@mbl.is „Ég er í skýjunum enda er þetta gríðarlegur heiður. Satt að segja bjóst ég ekki við þessu þar sem ég er í yngri kantinum miðað við þá sem áð- ur hafa fengið þessi verðlaun,“ segir Anna Þor- valdsdóttir tónskáld, en tilkynnt var í gær að hún hefði hlotið Tónlistarverðlaun Norður- landaráðs 2012 fyrir hljómsveitarverk sitt Dreymi. Verkið samdi Anna árið 2008 og frum- flutti Sinfóníuhljómsveit Íslands það árið 2010. Í framhaldinu fór verkið á plötu Önnu sem nefn- ist Rhízoma og kom út sl. haust. „Það felst ómetanleg hvatning í því að fá verðlaun á borð við þessi. Auk þess eykur þetta sýnileikann alþjóðlega og það er alltaf gott. Síð- an er auðvitað frábært fyrir mann sem lista- mann að fá peningaverðlaun,“ segir Anna, en verðlaunin eru 350 þúsund danskar krónur eða rúm sjö og hálf milljón íslenskra króna. Anna lauk sem kunnugt er doktorsnámi í tónsmíðum við Kaliforníuháskóla í San Diego (UCSD) sl. haust. Í viðtali við Morgunblaðið í nóvember sl. sagðist hún stefna að því að sinna tónsmíðunum í fullu starfi af þeirri miklu ástríðu og orku sem hún byggi yfir. Í samtali við blaðamann í gær sagði hún það ekkert launungarmál að verð- launaféð sem fylgdi Tónlistarverðlaunum Norð- urlandaráðs gerði henni kleift af sinna tónsmíð- unum af krafti og að fyrir það væri hún mjög þakklát. Verkið opnar veröld sinfóníunnar á óvenjulegan og skapandi hátt Í rökstuðningi dómnefndar um verðlauna- verkið segir: „Dreymi opnar veröld sinfóníunn- ar á óvenjulegan og nýskapandi hátt. Upphaf og lok verksins hljómar utan tíma og myndar hringrás sem minnir á norrænar goðsagnir og náttúrutrú. Með tónlistinni er reynt að skapa reynslu sem fær tímann til að hverfa – eins og í draumi. Í norrænum sögnum tengist maðurinn nátt- úrunni í gegnum drauma sína. Í draumum not- um við annað tungumál og önnur skilningarvit. Draumarnir tengja nótt og dag, birtu og myrk- ur og það er í draumsýninni sem maðurinn kynnist dauðanum. Tónlistin er munúðarfull og róleg, en getur einnig komið á óvart og verið kraftfull og hrottaleg. Með verkinu Dreymi verður Anna Þorvalds- dóttir þátttakandi í norrænni hljómsveitarhefð sem sækir tóna sína bæði í raftónlist og nátt- úruhljóma norrænnar þjóðlagatónlistar. Hljóm- arnir eru gerðir jafn nákvæmlega og fínlegur útsaumur. En verkið er ef til vill einstakt vegna þess að í því nær höfundurinn að byggja upp og þróa mikla tónlist á tíma sem virðist standa í stað. Verkið vex við hverja hlustun og vekur for- vitni okkar og löngun til að heyra meira.“ Spurð hvað sé framundan hjá sér segist Anna vera með fjölda smáverkefna í vinnslu. „Auk þess er ég að semja tónlist við mynd í leikstjórn Marteins Þórssonar, sem gerði Rokland á sín- um tíma. Síðan fer ég fljótlega að vinna að stærra verkefni með hljómsveit í New York sem heitir The International Contemporary En- semble (ICE), auk þess sem ég er að semja verk fyrir hljómsveit og kór fyrir hátíð á Ítalíu. Þann- ig að það er ýmislegt á döfinni, enda reyni ég alltaf að hafa nóg að gera.“ Þess má að lokum geta að verðlaunin sjálf verða afhent á Norðurlandaráðsþingi í Helsinki í byrjun nóvember. Alls voru ellefu tónskáld til- nefnd til verðlaunanna þetta árið. „Ómetanleg hvatning“ Morgunblaðið/Kristinn Tónsmíðar Anna Þorvaldsdóttir segir verðlaunaféð sem fylgi verðlaununum gera sér kleift að sinna tónsmíðum sínum í fullu starfi á næstu misserum sem sé gríðarlega mikilvægt.  Anna Þorvaldsdóttir hlýtur Tónlistarverð- laun Norðurlandaráðs Magnea Tómasdóttir sópr- ansöngkona og Lilja Egg- ertsdóttir píanóleikari flytja Kabarettsöngva Ben- jamin Brittens á hádegis- tónleikum í Háteigskirkju föstudaginn 8. júní kl. 12:30-13:00. Auk þess leikur Anna Hugadóttir víóluleik- ari léttdjassaðar dægur- flugur frá miðbiki síðustu aldar ásamt Lilju, s.s. lög á borð við Moonlight serenade sem hljómsveit Glenns Millers gerði frægt um árið. Hádegistónleikarnir í kirkjunni eru haldnir annan hvern föstudag. Listrænn stjórnandi tónleikanna er Lilja Eggertsdóttir. Tónlist Kabarettsöngvar Lilja Eggertsdóttir Fjórða íslenska söguþingið hefst á morgun í húsakynn- um Háskóla Íslands og stendur til sunnudags. Í boði verða á þriðja tug mál- stofa um hin ýmsu efni með yfir 90 fyrirlestrum. Þrír heimsþekktir sagnfræð- ingar flytja erindi, þ.e. Linda Colley og David Can- nadine, sem bæði eru pró- fessorar við Princeton- háskóla, og Geoff Eley, prófessor við háskól- ann í Michigan í Bandaríkjunum. Skráning og allar nánari upplýsingar eru á vefnum www.akademia.is/soguthing. Sagnfræði Fjórða söguþingið Linda Colley Guðrún Nielsen skúlptúr- listakona opnar sýningu í SÍM-húsinu í Hafnarstæti 16 í dag, en Guðrún er lista- maður júnímánaðar í SÍM- húsinu. Á sýningunni eru ljós- myndir og módel af verkum sem flest hafa verið sett upp á erlendri grund á ár- unum 1992 til 2012. Einnig sýnir Guðrún hluta af nýju verki sem nefnist Borrowed View 231 og kem- ur beint af sýningu alþjóðlegra skúlptúrlista- manna í Svíþjóð. Sýningin stendur til 26. júní, en formleg opnun verður nk. laugardag kl. 15. Myndlist Ný sýning hjá SÍM Borrowed View 231 eftir Guðrúnu. Tónlistarverðlaun Norðurlandaráðs eru ein fernra verðlauna sem veitt eru ár- lega af Norðurlandaráði, en til þeirra var stofnað 1965. Annað hvert ár eru verðlaunin veitt núlifandi tónskáldi og hitt árið litlum eða stórum hljóm- sveitum. Anna er fimmti Íslendingurinn sem hlýtur verðlaunin. Fyrstur til að hljóta þau var Atli Heimir Sveinsson árið 1976, því næst Hafliði Hallgrímsson ár- ið 1986, Björk fékk þau árið 1997 og loks Haukur Tómasson 2004. Í góðum hópi verðlaunahafa VERÐLAUNIN VEITT SÍÐAN 1965 Sumarið 2012 frá Chanel er komið Gréta Boða verður í snyrtivöruversluninni Glæsibæ dagana 6.-8. Júní. Við tökum vel á móti þér og veitum faglega ráðgjöf um allt það nýjasta frá Chanel. Glæsilegar snyrtitöskur frá Chanel fylgja með keyptum vörum fyrir 12.000,- eða meira.* *á meðan birgðir endast Sími 5685170

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.