Morgunblaðið - 06.06.2012, Blaðsíða 20

Morgunblaðið - 06.06.2012, Blaðsíða 20
20 FRÉTTIRErlent MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 6. JÚNÍ 2012 Bogi Þór Arason bogi@mbl.is Elísabet II. ávarpaði í gær bresku þjóðina og íbúa samveldislandanna í sjónvarpi í tilefni af því að 60 ár eru liðin frá því að hún tók við völdunum í Bretlandi. Fjögurra daga hátíðahöldum í til- efni af valdaafmælinu lauk í gær með því að sjónvarpað var þakkarávarpi drottningar. Áður hafði hún sótt guðsþjónustu í Pálskirkjunni í Lund- únum og snætt hádegisverð í boði verkalýðssamtaka í breska þinghús- inu. Þaðan fór hún í hestvagni ásamt syni sínum, Karli krónprins, og konu hans til Buckingham-hallar þar sem hún fylgdist með flugi breskra her- flugvéla henni til heiðurs. Filippus á sjúkrahúsi Fjarvera Filippusar drottningar- manns varpaði skugga á hátíðahöld- in. Filippus var fluttur á sjúkrahús vegna þvagblöðrusýkingar skömmu áður en hátíðartónleikar hófust fyrir framan Buckingham-höll í fyrra- kvöld. Elísabet ákvað að vera við- stödd tónleikana þrátt fyrir veikindi drottningarmannsins og margir breskir fjölmiðlar hrósuðu henni fyr- ir þá ákvörðun. „Sýningin verður að halda áfram,“ sagði í fyrirsögn þriggja dagblaða, Daily Telegraph, Daily Mail og Daily Express. „Mun aldrei afsala sér völdum“ Filippus drottningarmaður verður 91 árs á sunnudaginn kemur. Hann var fluttur á sjúkrahús fyrir síðustu jól og gekkst undir aðgerð vegna kransæðastíflu. Hann virtist þó við góða heilsu þegar hann fylgdist með viðhafnarsýningu báta í Tempsá á sunnudaginn var ásamt drottningu. Filippus sagði í viðtali í tilefni af níræðisafmæli sínu fyrir ári að hann myndi draga úr opinberum störfum sínum. Breskir fréttaskýrendur telja að Elísabet fari að dæmi hans á næstu árum, dragi smám saman úr störfum sínum án þess að afsala sér völdum. „Drottningin mun aldrei afsala sér völdum, enda hefur hún sagt það mjög skýrt nokkrum sinnum,“ sagði sagnfræðingurinn Kate Williams, sérfræðingur í sögu konungsfjöl- skyldunnar. „Ef hún fær einhvern al- varlegan sjúkdóm eins og alzheimerssjúkdóminn mun hún ekki afsala sér völdum, Karl myndi þá vera ríkisstjóri þar til hún félli frá.“ Búist er við að Karl krónprins og sonur hans, Vilhjálmur, láti meira að sér kveða opinberlega eftir afmælis- hátíðina og taki smám saman við fleiri verkefnum af drottningunni. Hrósað fyrir ósérhlífni  Talið er að Elísabet dragi smám saman úr opinberum störfum sínum án þess að afsala sér völdum eftir að hafa verið drottning Bretlands í sex áratugi AFP Hátíð Elísabet Bretadrottning í hestvagni með Karli krónprins og eiginkonu hans, Kamillu, á leið til Buckingham-hallar í Lundúnum í gær. Ósérhlífin fyrirmynd » Í guðsþjónustu í Pálskirkj- unni lauk Rowan Williams, erki- biskup af Kantaraborg, lofsorði á Elísabetu drottningu fyrir að helga líf sitt þjónustu við þjóð sína. » Williams kvaðst vona að Bretar fylgdu fordæmi drottn- ingar með ósérhlífinni þjón- ustu við aðra. » „Ég tel að það séu engar ýkjur að segja að í öllum opin- berum störfum sínum hafi hún sýnt þann góða eiginleika að gleðjast yfir hamingju ann- arra,“ sagði erkibiskupinn af Kantaraborg. Norskir öfga- menn báru vitni í réttarhöld- unum yfir fjölda- morðingjanum Anders Behring Breivik í Ósló í gær og for- dæmdu „ísl- amsvæðingu“ Noregs. Verj- endur Breiviks óskuðu eftir vitnisburði öfgamann- anna til að sýna að Breivik hefði ekki framið ódæðisverkin vegna geðveiki, heldur vegna hugmynda sem hann deildi með fámennum minnihlutahópi. „Norðmenn eru í stríði,“ sagði einn öfgamannanna. „Við höfum ekki aðeins orðið fyrir árás. Það er verið að útrýma okkur,“ bætti hann við. Ekkert vitnanna kvaðst styðja fjöldamorðin en eitt þeirra sagði að á meðal hægrisinnaðra öfga- manna væru menn sem styddu árásir og yfirlýsingar fjölda- morðingjans. Vitni úr röðum öfga- manna fordæma „íslamsvæðingu“ Eitt vitnanna. NOREGUR Íbúar þorpsins Dull í Skotlandi fá að vita síðar í vikunni hvort beiðni þeirra um sérstök vináttutengsl við bæinn Bor- ing í Bandaríkj- unum verður samþykkt. Embættismenn í Oregon-ríki eiga á næstunni að greiða atkvæði um hvort verða eigi við beiðni um að Boring og Dull verði „systrabæir“. Boring var skírt eftir einum frumbyggja bæjarins, William H. Boring, en talið er að rekja megi nafnið Dull til orðs á gelísku yfir engi, að því er fram kemur á fréttavef breska ríkisútvarpsins. Boring og Dull systrabæir? Skilti við Boring. ÍRLAND Vladímír Pútín, forseti Rússlands, er í þriggja daga opinberri heim- sókn í Kína til að styrkja viðskipta- tengsl ríkjanna og auka samstarf þeirra í orkumálum. Í fylgdarliði forsetans eru m.a. forstjórar rúss- neskra orkufyrirtækja á borð við Gazprom. Leiðtogar ríkjanna áréttuðu í gær andstöðu sína við hernaðaríhlutun í Sýrlandi. Pútín er hér með Hu Jintao, forseta Kína, í Alþýðuhöllinni í Peking. AFP Viðskiptatengslin styrkt HAMRABORG 10, KÓPAVOGI – SÍMI: 554 3200 – OPIÐ: VIRKA DAGA: 9-18, LAUGARDAGA: 11-14 MIKIÐ ÚRVAL AF UMGJÖRÐUM SJÓNMÆLINGAR– LINSUMÁTANIR TRAUS T OG GÓ Ð ÞJÓNU STA Í YFIR 1 5 ÁR S Ó LG L E R - AU G U N FÆRÐU HJÁ OKKUR MEÐ EÐA ÁN STYRKLEIKA

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.