Morgunblaðið - 06.06.2012, Blaðsíða 17

Morgunblaðið - 06.06.2012, Blaðsíða 17
FRÉTTIR 17Innlent MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 6. JÚNÍ 2012 Þjónustum allar gerðir ferðavagna Bílaraf www.bilaraf.is Strandgötu 75 • 220 Hafnarfjörður • Sími 564 0400 • bilaraf.is • Opnunartími verslunar í sumar: 8–18 virka daga, 10-14 á laugardögum Tímapantanir í síma 564 0400 Gott verð, góð þjónusta! Neyslu rafgeymir fyrir ferðavagna 33.900 kr. Umboðsaðilar fyrir Truma & Alde hitakerfi Tilboð áTruma E-2400 Gasmiðstöð 159.900 kr. á Mover undir hjólhýsi 249.900 kr. Tilboð Tilboð Truma Ultraheat - 220V Rafhitun íTruma ofna 54.900 kr. Mikið úrval vara- og aukahluta! Ómar Friðriksson omfr@mbl.is Mikil fjölgun verður í hópi eldri borgara á næstu áratugum og er út- lit fyrir að þeir sem eru orðnir 67 ára eða eldri og komnir á eftirlaunaaldur verði þrefalt fleiri eftir 50 ár en þeir eru í dag. Þetta má lesa út úr upp- færðri mannfjöldaspá Hagstofunnar sem birt var í gær. Mannfjöldaspáin nær til ársins 2061 og byggist á þremur mismun- andi spáafbrigðum, lágspá, miðspá og háspá. Íslendingar sem náð hafa 67 ára aldri eru um 34.800 talsins í dag. Gangi miðspá Hagstofunnar eftir verða þeir orðnir 99.400 á árinu 2061. Gangi háspáin hins vegar eftir verða Íslendingar 67 ára og eldri hins vegar orðnir 101.575 talsins eft- ir 50 ár. 436 þúsund á árinu 2061 Í miðspá mannfjöldaspárinnar er gert ráð fyrir að mannfjöldinn á Ís- landi í lok spátímabilsins verði 436 þúsund. Samkvæmt lágspánni yrði mannfjöldinn 393 þúsund, en 498 þúsund samkvæmt háspánni. Hlutfall eldri borgara af heildar- mannfjöldanum er í dag 10,9% en ef mið er tekið af miðspánni verður fjöldi þeirra sem orðnir eru 67 ára og eldri kominn í 22,8% af heildar fjölda landsmanna á árinu 2061. Í umfjöllun Hagstofunnar kemur fram að í öllum spáafbrigðum er gert ráð fyrir jákvæðum flutningsjöfnuði til langs tíma til og frá landinu. „Sá flutningsjöfnuður er borinn uppi af erlendum ríkisborgurum, en til lengri tíma litið flytja jafnan fleiri íslenskir ríkisborgarar til útlanda en snúa heim. Sé ekki gert ráð fyrir neinum áhrifum af búferlaflutning- um til fækkunar eða fjölgunar yrði mannfjöldaþróun landsins nokkuð önnur en hér er gert ráð fyrir í meg- inafbrigðum mannfjöldaspárinnar. Sé miðað við forsendur miðspár- innar að öðru leyti yrðu landsmenn í lok tímabilsins rúmlega 51 þúsund færri en ella,“ segir í umfjöllun Hag- stofunnar. Meðalævilengd íslenskra karla er í dag 80,65 ár en kvenna 83,77 ár. Ef litið er á miðspá Hagstofunnar um mannfjöldaþróunina kemur í ljós að drengur sem fæðist á árinu 2060 get- ur vænst þess að lifa í 86,79 ár og stúlkan í 88,19 ár skv. spátölum Hag- stofunnar sem sýna hve mörg æviár einstaklingur á að meðaltali ólifuð við upphaf tiltekins aldursskeiðs. 100.000 eldri borgarar á Íslandi eftir 50 ár Morgunblaðið/Golli Spá Landsmönnum gæti fjölgað um 110 til 130 þúsund til ársins 2061.  67 ára og eldri eru 10,9% af heild en verða 22,8% 2061 Yngra fólki fækkar » Búferlaflutningar til og frá landinu hafa einkum áhrif á mannfjöldaþróun til næstu ára að mati Hagstofunnar. » Aldursskipting landsmanna breytist mjög á tímabilinu. Hlutfallslega fjölgar þeim sem eru 65 ára og eldri en yngra fólki fækkar. Bláalónsþrautin, stærsta hjólreiðahátíð landsins, verður ræst á sunnudag. „Við erum komnir með um 300 skráningar núna,“ segir Reynir Þór Huebner, varaformaður Hjólreiðafélags Reykjavíkur. Skráningu lýkur í dag og hvetur hann alla til að skrá sig til leiks sem fyrst. Bláalónsþrautin er fyrst og fremst hjólreiðamót fyrir almenn- ing og tilvalin fyrir fólk sem vill reyna aðeins á sig og njóta góðr- ar útiveru og verður keppnin með svipuðu sniði og í fyrra. Keppninni verður skipt í tvennt og verður keppt í tveimur flokk- um, 40 og 60 km vegalengd. Mikil spenna hefur myndast í kringum mótið og þá oftast sér- staklega við rásmarkið. „Við hitt- umst öll við Ásvallalaug og hjól- um svo niður að rásmarkinu,“ segir Reynir, en þar eru saman- komnir ásamt keppendum bæði lögregla, björgunarsveitir og viðgerðar- menn sem passa upp á öryggi keppenda og áhorfenda. Von er á norskum hjólreiðameistara til landsins, sem ætlar að taka þátt í bláalóns- þrautinni. Hann heitir Raymond Lishaugen og keppir undir merkjum reiðhjólaframleiðandans Merida. Hann hefur tekið þátt í mörgum erlendum keppnum við góðan orðstír. Það ætti því að vera spennandi fyrir íslenska hjólreiðakappa að takast á við Raymond, næstkomandi sunnu- dag. pfe@mbl.is Hjólreiðahátíð Búast má við fjölmenni í Bláalónsþrautinnni á sunnudag. Hvetur alla til að skrá sig til leiks  Spenna í loftinu fyrir Bláa lóns-þraut

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.