Helgafell - 01.04.1942, Blaðsíða 10
UMHORF
Verður Rússland sigrað?
Hvernig lízt þér á stríðið núna ?
Hvað segir þú nú um horfurrar ?
Mjög oft er ég spurður þessara
raunalegu spurninga.
Ég er óbreyttur borgari úti á hjara
veraldar, sem horfi á hrikaleik styrj-
aldarinnar með beizkum og angurvær-
um trega. Mér hefur aldrei litizt á einn
eða annan veg um stríðið, aðeins
stundum sagt það, sem ég veit. Og svo
veiklundaður er ég, að horfur hins
komanda ber mér alltaf síðar fyrir
augu en hörmungar hins yfirstand-
anda. Hugmyndin um stríðið leiðir
mér aðeins fyrir sjónir staði, sem ég
ann og nú drúpa í skugga kúgunar-
innar og dauðans, svellandi, ólgandi
athafnalíf, sem nú er fjötrað við afl
og steðja stríðsguðsins, fegurð lífsins
og fjölbreytni í vísindum, athöfn og
list, þar sem nú ríkir auðnin ein og tor-
tímingin, og fólk, sem ég unni og veit
ekki einu sinni, hvort er lífs eða liðið.
Hvað skyldi hyrr lífshamingjunnar
vera slokknaður í mörgu hjarta og ljós
gleðinnar í mörgu auga, síðan þessi
styrjöld hófst ?
Eða kemur þetta ekki málinu við ?
Eru þetta ekki verðmæti ?
ALLT GETUR j þessari styrjöld getur
SKEÐ — allt skeð, — nema eitt.
NEMA EITT Þegar í vor kunna
Þjóðverjar að hefja tryllta sókn á hend-
ur Rússum. Þeir geta snúið sér að því
að gera innrás í England, kostað til
þess öllum flota sínum og mannafla.
Þeir geta ráðizt á ísland, gert tilraun
til þess að bíta sig hér fasta og dreifa
héðan vá og víti um gjörvallt Norður-
Atlantshaf. Bandaríkin og Bretland
geta vel átt fyrir höndum að bíða
stærra tjón en þau biðu með falli
Singapore og árásinni á Pearl Har-
bour. Japanar kunna að ráðast inn í
Ástralíu og Indland samtímis og gera
þar hin mestu hervirki. Brezki loftflot-
inn kann að geta lagt iðnaðarborgirnar
í Ruhr í ösku og eimyrju og Þjóðverjar
kunna einn góðan veðurdag að hafa
sprengt Malta í tætlur. Jafnvel Musso-
lini gæti fundið upp á því að vinna
einhvers staðar sigur. Menn verða að
vera við því búnir, að bókstaflega allt
geti skeð, og þeir kunni hvað eftir ann-
að að heyra tíðindi, svo váleg og skak-
andi, að ósjálfrátt verði þeim á að
segja: Nú er það búið ! Og samt mun
það ekki verða búið, ekki nándar
nærri, því að allt getur skeð, nema
eitt. Og nú vil ég biðja góða menn að
taka á þeirri stillingu, sem þeir eiga til,
og einkum þá, sem bíða allsherjarsig-
urs Þýzkalands eins og feimin og
hlakkandi brúður síns tilkomandi
herra. Því að þetta eina, sem ekki skeð-
ur, er það, að Rússland verði sigrað.
RÚSSLAND Svona fullyrðingu þarf
VERÐUR EKKl að rökstyðja, það finn
SIGRAÐ ég ofurvel, þó að
sennilega væri það hið mesta mis-