Helgafell - 01.04.1942, Blaðsíða 56

Helgafell - 01.04.1942, Blaðsíða 56
E Hrakningar Odysseifs Fyrir nokkru kom út á vegum Vík- ingsútgáfunnar bókarkorn, aS nafni Odysseijur — Æfintýralegar frásagn- ir úr Odysseifskviðu Hómers, end- ursagðar viS hæfi barna og unglinga af Henriþ_ Pontoppidian. Steinþór GuS- mundsson íslenzkaSi. — Ólíklegt má þykja, aS hér eigi danskt Nobelsverð- launaskáld hlut að máli, en svo mun þýðandinn þó hafa ætlaS. Spakur maður hefur komizt svo að orði, að engin bók sé með öllu einskis- nýt, ef hún er vel lesin. Þessi nýja OdysseifskviSa er vel þess verð, af ýmsum ástæðum, að lagt sé lítið eitt út af henni í forustugrein bókmennta- bálksins. Auðvitað er það fyrst og fremst vegna samanburðarins við Odysseifs- kviðu Hómers í hinni sígildu þýðingu Sveinbjarnar Egilssonar, að þessi bók hefur vakið slíka athygli og umtal manna á meðal, að henni hefur jafn- vel hlotnazt sú sæmd, að vera getið á sjálfu alþingi. Reyndar má telja víst, að sérhver ný þýðing á Odysseifskviðu hefði staðizt þennan samanburð slæ- lega, ekki sízt í ágripi. En hér kveður þó svo rammt að útþynningu og al- múgahætti í orðavali og öllum stílbrag, að á þeim fáu stöðum, þar sem hittast fyrir svo heillegir kaflar úr hinum upp- haflega texta, að samanburður við þýð- ingu Sveinbjarnar Egilssonar sé til- tækilegur, er naumast hægt að líta öðru vísi á hina nýju ,,þýðingu“ en sem skopstælingu frá orði til orðs. ÞaS er því skiljanlegt, að þeim, sem unna feg- urð og tign tungu og skáldskapar, geti gramizt svo slík meðferS, að þeir telji hana full helgispjöll. Og þá þarf ekki aS undrast hitt, þótt menn, sem hafa önnur meiri áhugamál í sambandi við bækur en gildi þeirra sjálfra, notfæri sér þvílík tækifæri í fjarskyldum til- gangi. Segja má þó um bók þessa, að ,,fátt er svo illt, að einugi dugi“, því að helzt er að sjá, sem hún hafi snortið svo næman streng í brjóstum ýmsra þjóð- legra íslendinga, að þeir hafi nú allt í einu farið að muna eftir Sveinbirni Egilssyni, þótt 150 ára afmæli hans gleymdist með öllu fyrir rúmu ári. Ef til vill leiðir þessi vakning til þess, að íslenzkt útgáfufyrirtæki gefi út Ilíons- fyviðu að nýju, en ekki þurfi að bíða eftir því, að einhver höfðinglyndur út- lendingur sjái sóma vorn í því efni bet- ur en vér sjálfir, eins og þegar próf. W. P. Ker gaf út Odysseifskviðu á sinn kostnaS 1912. Svo að nokkrar sönnur séu færðar á það, að ekkert hafi verið ofmælt hér að framan um það umkomuleysi máls og stíls, sem einkennir hina nýju þýð- ingu, skulu nú birtir hér smákaflar úr þýðingum þeirra Sveinbjarnar Egils- sonar og Steinþórs GuSmundssonar til samanburðar.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66

x

Helgafell

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Helgafell
https://timarit.is/publication/1076

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.