Helgafell - 01.04.1942, Blaðsíða 47
SAGAN AF SANDA-GERÐI
83
frá þér, þangað til að lokinni vertíð,
en nú fyndist sér hann ekki geta beð-
ið, og svo bað hann mig þá að skreppa
upp eftir, meðan hann byggist til far-
ar. Hann vill vita, hvort þú munir vilja
við sér líta og flytja heim að Núpi á
næsta hausti.
Gerður hafði handleikið flétturnar,
sem lágu fram yfir öxlina. Nú fleygði
hún þeim aftur á bakið :
— Seg þú honum, að kostur muni
vera á þessu, að öllu óbreyttu, en
biddu hann að koma sjálfan, næst
þegar hann eigi við mig erindi. Svo
vatt hún sér við og gekk inn í bæinn.
Á miðri vertíð kom Helgi að Sönd-
um. Hann hafði hringa meðferðis, og
hann lét sér ekki liggja á. Hann fór
ekki út til Eyja fyrr en eftir viku, og þá
höfðu aðrir róið þrjá daga og aflað vel.
Það var sagt frá Söndum, að fáir hefðu
séð nokkuð til þeirra, Helga og Gerð-
ar, þann tíma, sem hann dvaldi á
Söndum. Þau höfðu sjaldan komið út
úr herberginu, sem hann hafði legið í
um veturinn.
Um vorið veiktist Gerður skyndi-
lega, en annars hafði henni aldrei orð-
ið misdægurt, nema hvað hún hafði
fengið kíghósta, þegar hún var barn.
Læknir var sóttur, og hann sagði, að
sjúkdómurinn væri lungnabólga. Svo
fór læknirinn heim og með honum
maður, sem síðan kom með lyf handa
Gerði.
Gerður missti ekki ráð eða rænu, en
hitinn var mjög hár, og það var auð-
séð, að hún var þjáð. Hún baðst þess
nú, að sent væri eftir Helga. Einn af
bræðrum hennar reið af stað, og hann
var fljótur í förum. Hann óð beint inn
að rúmi systur sinnar:
— Sæl. Helgi bað að heilsa. Hann
óskar þér góðs bata, en getur ekki
komið. Hann er á leið vestur yfir heiði
með hrossarekstur. Mér datt í hug að
berja helvítið, en hann bauð mér
brennivín, og svo lét ég hann eiga sig,
enda vissi ég ekki, hvort þú kærðir þig
um það, að ég gæfi honum á hann.
Gerður sagði ekki neitt, en faðir
hennar hafði hlustað á, og hann
mælti:
— Ætli Hannes á Söndum skreppi
ekki sjálfur, og svo sjáum við til I
— Þú ferð ekki fet. Eins og maður-
inn þurfi ekki að sinna sínum verkum,
sagði Gerður.
Þar með var þetta útrætt mál. Faðir
hennar rauk fram og mun hafa verið
reiður, en hann fór ekki neitt — lét
vilja Gerðar gilda. Svo sagði hún þá
við Onnu, systur mína, sem var ein-
mitt þetta ár vinnukona á Söndum og
stundaði Gerði í legunni:
— Réttu mér þarna koníaksflösk-
una, Anna mín.
Anna gerði eins og fyrir hana var
lagt, og Gerður setti á munn sér flösk-
una, sem hún var búin að taka úr
nokkrar matskeiðar, og saup niður að
miða.
— Þetta yljar, sagði hún — og var
dálítið skjálfrödduð, sem von var, fár-
veik manneskjan. Svo bældi hún sig
niður og sofnaði eftir skamma stund.
Ur þessu fór henni að batna, og ekki
varð annað séð en að hún kæmist til
fullrar heilsu. En hún var eins og dá-
lítið hæglátari í fasi en áður. Hún fór
ekkert út af heimilinu og sat mest við
sauma og prjónaskap.
Nokkru eftir að hún var komin á
fætur, kom Helgi að Söndum. Hann
var hýr af víni og mikill á förunum.
Hann kyssti Gerði í allra augsýn og
sagði síðan:
— Ég vissi það alltaf, Gerður mín,
— já, ég sagði rétt svona við þá, kunn-
ingja mína í Reykjavík: Látið hana