Helgafell - 01.04.1942, Blaðsíða 57

Helgafell - 01.04.1942, Blaðsíða 57
BÓKMENNTIR 93 Þý'ðing Sveinbjarnar Egilssonar: . . . „Þú vesæll maður, Kví er Posí- don Landaskelfir orðinn þér svo ákafa reiður, að hann skuli láta þig rata í slíkar raunir ? Ekki skal hann ná að tortýna þér, þótt hann sé þess fúsastur. Gerðu nú, eins og eg segi, því mér lízt ekki ógreindarlega á þig: far þú af klæðum þessum, gakk af flotanum, og lát hann rekast fyrir vindum, en þú gríp til sunds, og leita við að komast til Feakalands, þar sem þér er undan- koma ætluð. Tak við þessari ódauð- legu höfuðblæu, og bitt um brjóst þér; þarftu þá ekki að óttast, að þér muni við nokkuru hætt, eða að þú munir farast. En þegar er þú fær hauður höndum tekið, þá skaltu leysa af þér blæuna aftur, og varpa henni lángt frá landi út á hið dimmbláa haf, og snúa þér undan á meðan“ . . . En er hann raknaði við, og líf færðist í brjóstið, þá leysti hann af sér höfuðblæuna, og lét hana falla niður í hið særunna vatnsfall, bar aldan hana forstreymis aptur til sjóar, og tók ínó þegar við henni með höndum sínum. Gekk Odysseifur þá upp úr ánni, og lagðist niður í sefið og, og kysti hina korn- frjófu jörð . . . Þýðing Steinþórs GuÓmundssonar: . . . ,,Það má nú fyrr vera, hvað Poseidon er vondur við þig, veslings maður. En ekki skal honum nú samt takast að ná lífi þínu. Gerðu nú bara það, sem ég segi þér. Klæddu þig úr öllum fötunum og stökktu í sjóinn, og láttu skútuna sigla sinn sjó. Notaðu bara þína eigin limi, og syntu til lands Fa- jakanna, þar bjargar þú lífinu, og þar fær þú þá hjálp, sem þér nægir. Vit- anlega færðu þig fullsaddan á sund- inu. En líttu á þetta. Vefðu þessari slæðu um brjóst þér, þá mun hún verja þig hættum og fjörtjóni. En jafnskjótt og þú ert kominn á land, skalt þú leysa hana af þér og kasta henni í sjóinn aft- ur yfir axlir þér, án þess að líta við“. . . . Þegar hann rankaði við sér aft- ur, leysti hann hina heilögu slæðu af brjósti sér og kastaði henni í vatnið, án þess að snúa sér við. Slæðan barst með straumnum út í sjávardjúpið, en þar tók Levkótea við henni. Odysseifur gekk nú upp á ströndina og kyssti jörðina af fögnuði . . . Litla gula hænan Hver, sem ekki er skroppinn öllu skyni á málfar og skáldskap, mun finna án frekari skýringa, að hér er sá munur á, sem skilur á milli listar og dægurhjals, tignar og flatneskju. Yfir- bragð fyrri kaflans er „hauklegt og heiðgöfugt“, en á hinum dylst ekki ættarsvipur Litlu gulu hœnunnar. Því að þýðing Steinþórs á þessari út- gáfu af Odysseifskviðu fyrir börn og unglinga er skilgetið afkvæmi þeirrar stefnu, sem m. a. kemur fram í vali lestrarbóka af fyrrnefndu fuglakyni í barnaskólunum, að búa til sérstakt barnamál, þar sem sneitt er eftir föng- um hjá öllum orðum og hugtökum, sem hinir ungu lesendur þekkja ekki að fyrra bragði. Á þennan hátt eru þeir látnir heyja sér orð/æð á lágsléttum málsins árum saman, á kostnað tungu- taks, ímyndunargáfu og hugsunar- þroska. Vopnin kvödd í fyrra kom út skáldsagan Vopnin þvödd eftir Ernest Hemingway í þýðingu Halldórs Kiljans Laxness, heimsfræg bók, ef til vill dálítið fram yfir það, sem hún á skilið. Heming- way ritar harla sérkennilegan stíl, hnit- miðaðan, samanrekinn og mjög óbók- legan, en þó fágaðan, án slanguryrða og misþyrmingar á málfræðirökum. Einkum tíðkar hann mjög samdrátt setninga, eins og algengt er í talmáli. Auðsætt er, að bækur hans verða ekki
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66

x

Helgafell

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Helgafell
https://timarit.is/publication/1076

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.