Helgafell - 01.04.1942, Blaðsíða 14

Helgafell - 01.04.1942, Blaðsíða 14
54 HELGAFELL En er Rússland sigrað ? Dragið þið línu frá Leningrad til Rostov og gefið Þjóðverjum allt fyrir vestan hana. Og þó er þetta ekki nema útskækilssneið af Rússaveldi og aðalviðnámssvæði þess og hernaðar- iðjusvæði gersamlega ósnortið. En Hitler hefði fengið annað að glíma við en hvernig hann ætti að hag- nýta sigur yfir Rússum. Hann hefði fengið yfir 1100 000 ferkm. af ,,sviðnu landi“, þ. e. landi með öll samgöngu- tæki og framleiðslutæki eyðilögð, með milljónir fjandsamlegra borgara til að hafa hemil á og þúsundir smáskæru- flokka að stríða við. Og þessir borg- arar kunna út í yztu æsar að gera óvin- unum allt til bölvunar. „Heldur láta Þjóðverja sleppa lifandi en lifandi hest í hendur Þjóðverjum“. Þetta er orðtak bændanna, þar sem verið er að ,,svíða landið'* að boði Stalins. Og það þýðir: ,,Ekkert samgöngutæki í lagi, enginn vegur, vél, verksmiðja, áhald, dráttardýr, matbjörg, ekkert, sem ekki hefur annaðhvort verið eyðilagt eða komið á brott. Hernaðarsérfræðingar telja, að það þurfi undir þessum kring- umstæðum milljón manna her til þess að hafa hemil á þessu landi og knýja bændurna til framleiðslustarfa, aðra milljón manna til þess að gera að skemmdum, byggja virki og koma samgöngukerfinu í lag. Og þegar haustar á ný, þá væri þetta geysiflæmi ekki lengur orðið ávinningur, heldur háskaleg byrði og áhætta. Og nýr vet- ur kæmi með Napóleonshörmungar yf- ir hinn þýzka her. — Þetta er hið óhu.gnanlega ævintýri, sem Hitler sér blasa við. Og annað um leið, sem hon- um mun íalla litlu betur. Að arísk goðatign hans og yfirmannlegur ó- skeikulleiki ætti þá eftir að afhjúpa sig á hinni endalausu víðáttu Rúss- lands sem ráðlaust flan fáráðs og vol- aðs manns, — hið óafturkallanlega ax- arskaft. KEMUR OSS ÞESSl Ég ve{t ekki, hverj- BARÁTTA VIÐ? ar skoðanir menn kunna að hafa á því hér á landi, en lýðræðissinnar Bandaríkjanna telja vissulega, að sér komi þessi bar- átta við. Þess vegna segir Joseph E. Davies svo í hinni gagnmerkilegu bók sinni, Mission to Moscow: ,,Vér Ameríkumenn eigum að hjálpa Rúss- um á allan þann hátt, sem oss er auð- ið. Ég hef í Rússlandi kynnzt embætt- ismönnum, herforingjum, iðnaðarleið- togum, fólki, sem fullt er af baráttu- hug, bjartsýni og dugnaði, alráðið í að berjast til þrautar og fyrirlítur hug- myndina um sérfrið við Hitler. Her- búnaður Rússa er yfirleitt góður og þeir nota hann með kunnáttu og dug. Lýðræðisríkin geta hjálpað Rússlandi til að sigra, ef þau gera það af alefli þegar í stað. Hitt er hreint aukaatriði í því sambandi, þó að stjórnarfyrir- komulag Rússa sé harla frábrugðið stjórnarfyrirkomulagi vestrænu þjóð- anna. Spurningin, sem nú veltur á, er þessi: Neyðum vér Stalin til að semja frið við Hitler á ný ? England og Bandaríkin gætu hrundið Stalin á ný í faðm Hitlers, en aðeins með því að sannfæra hann um, að þau væru reiðu- búin til þess að hlaupast undan merkj- um, nota Sovét-Rússland til þess að skara eld að sinni köku og hafa hann sjálfan að ginningarfífli, eins og Cham- berlain og Daladier hugðust gera ,,fyr- ir og eftir Múnchensáttmálann“. Hér skulu að lokum tilfærð álykt- unarorð J. E. Davies úr sömu bók. ,,Rússland Lenins og Trotskys — Rússland Bolsévíkabyltingarinnar —
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66

x

Helgafell

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Helgafell
https://timarit.is/publication/1076

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.