Helgafell - 01.04.1942, Blaðsíða 23

Helgafell - 01.04.1942, Blaðsíða 23
UPPRUNI ÍSLENZKRAR SKÁLDMENNTAR 63 telja, að dýrkendur frjósemisgoðanna tignuðu og tilbáðu þau og helgar vættir við skógarlunda og ,,keldur“. Af jarðalýsingum má glöggt ráða, að á saurbýlajörðum kveður óvenju mikið að vatnsmagni, foröðum og afætu- dýjum, sem oft urðu búpeningi manna að fjörtjóni. Einkum á slíkum stöðum hafa fornmenn ætlað goð og átrúnaðarvætti nálæga og því hafið þar blót- fórnir, sökkt eða grafið í jörðu fjármuni og fórnardýr. Er í þessu sambandi fróðlegt að athuga frásögn eina í Flóamanna sögu: ,,Nú kom kristni á Island og tók Þorgils í fyrra lagi trú. Hann dreymdi eina nótt, að Þór kæmi að hon- um með illu yfirbragði og kvað hann sér brugðizt hafa — ,,hefur þú illa úr haft við mig“ —, segir hann — „valið mér það, er þú áttir verst til, en kastað silfri því í fúla tjörn, er ég átti, og skal ég þér í móti koma“. — Og er Þorgils vaknaði, sá hann, að töðugöltur hans er dauður. Hann lét grafa hann hjá tóftum nokkrum og lét ekki af nýta. Enn barst Þór í drauma Þor- gilsi og sagði, að honum væri eigi meira fyrir að taka fyrir nasir honum en galta hans“ .... Sannleikskjarninn á bak við þessa brjáluðu sögn leynir sér ekki. Við tóftirnar, sem verið hafa á fornum blótstað, eru minningar um blótfórnir bundnar. Þar hefur silfri verið sökkt í fen og töðugeltir, helgaðir goðum, grafn- ir í jörðu. Slíkir fórnarsiðir eru vel kunnir úr sögu annarra landa. Hinir mörgu silfurfundir í jörðu frá heiðnum tímum bera siðnum öruggt vitni, einkum þó í norrænum löndum við Eystrasalt. Gudmund Schútte getur þess, að til skamms tíma hafi bændurnir í Kongsted á Sjálandi fylgt þeirri venju að grafa kýr lifandi í jörðu og síðan haft dans og alls konar gleðilæti yfir gröfinni. Þeir létu fórnardýrið þola þjáningu köfnunardauðans. Svo ríg- bundnir hafa Kongstedbændurnir verið af hinni ævafornu blótfórnavenju. Minnir dæmi þetta eigi lítið á dauðdaga og gröft töðugaltarins í Flóamanna- sögu. Má nú greina, af hvaða toga sögnin um hann muni vera spunnin, þótt afbökuð sé hún í meira lagi. Töðugölturinn og töðugjöldin eiga víst sögu saman. Fæ ég ekki betur séð en töðugjaldasiðurinn íslenzki muni vera frá uppskeruhátíðum heiðn- innar runninn. Með þetta í huga verður saurheiti skarnsins, sem á völl er ekið, ennþá táknrænara í trúarbragðasögunni. Frá þeim saur fær túngresið sinn mikla gróðrarmátt. Töðugölturinn er kappalinn ,,svo trautt má rísa“. Með honum skal gjalda máttarvöldum gróandans og frjóseminnar töðufallið. Á uppskeruhátíðum Hellena var akuryrkjugyðjan Demeter dýrkuð með svínafórnfæringum. Svín voru í jörðu grafin. Blótgrafir eru einnig kunn- ar hérlendis. Þeirra getur Vatnsdæluhöfundur í frásögninni af Þórólfi heljar- skinn í Forsæludal. Af þjóðtrú og gömlum siðum í Suður-Svíþjóð má ráða, að þar hafi í fyrndinni verið næsta náin tengsl milli uppskeru, svína- átrúnaðar og Freyjudýrkunar. Víst er um það, að hinn forni svínaátrúnaður
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66

x

Helgafell

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Helgafell
https://timarit.is/publication/1076

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.