Helgafell - 01.04.1942, Blaðsíða 41
SAGAN AF SANDA-GERÐl
77
til útlanda, að hann væri kominn frá
Danmörku og orðinn skólastjóri í Eyj-
um. Nú sá hann mig og stikaði stór-
um á móti mér. Bærilegt að rekast á
hann, ljómandi maður og félagi.
— Sæll og blessaður !
— Ja, sæll! Hvað sé ég ? Ert það
þú ?
— Ja, sérðu bara! Víst er það ég,
og hef ekkert lengzt, frekar en þú hef-
ur stytzt!
— Og hvaðan úr veröldinni ber þig
að ? Ég er alveg í veifunni yfir að sjá
þig hér — og ekkert skip á ferðinni.
Ég hélt þú værir úti í Noregi eða Sví-
þjóð.
— Ég kom fyrir viku upp til Aust-
fjarða með norskum línuveiðara, og
svo með mótorbát að austan í gær-
kvöldi, er á leið til Reykjavíkur, en sit
hér rígfastur, svo fallegt sem það nú
er.
— Já, það er nú það.
— Ert þú ekki harðgiftur — eða
hvað ?
— Onei, ekki er það nú. En þú ?
— Ég — á þessum bölvuðum flæk-
ingi!
Spurningar og svör á báða bóga —
og svo farið inn í fyrsta kaffihúsið, sem
varð á vegi okkar:
Gerður Hannesdóttir:
KAFFI OG MATUR
Við settumst út í horn og báðum um
kaffi. Til okkar kom lág og grönn
stúlka, svarthærð, smáger í andliti,
augnaráðið dult og feimið — en í því
eins og draumur liðinna nótta — eða
kannske hinna komandi — hreyfing-
arnar hægar, en líkt og hlaðnar ár-
vekni, minntu á unga, mannvana, en
stygga skepnu úti á víðavangi.
Við félagarnir spjölluðum, og kaff-
ið var algert aukaatriði. Hann mundi
eftir þessum af gömlu skólabræðrun-
um, ég eftir öðrum. Einn var dáinn,
annar kvæntur og margra barna faðir,
þessi kennari, hinn bóndi . . . En Ein-
ar Höskuldur — hvað olli því, að hann
var enn þá einhleypur ? Ekki gat hann
kennt um flækingstilveru! . . . O, hon-
um var sama, þó að hann segði mér
þar undan og ofan af: Tvisvar trúlof-
aður. Slitnaði úr annarri, eins og skak-
karlarnir sögðu, þegar þeir misstu fisk.
Hina tók tæringin. Engin ómakslaun
— eða kannske ómakslaun fyrir fram
og svo ekkert ómakið, eftir því hvern-
ig menn litu á tilhugalíf og hjónaband
. . . En annars náttúrlega löng saga í
kringum þetta, eins og gerist og gengur.
Kaffi í könnu á nýjan leik — og svo
talað áfram:
— Hann Helgi frá Núpi, já, við höf-
um ekki enn þá minnzt á hann ?
— Hann býr þar.
— Kvæntur ?
— Já, það held ég nú — ósköp af
börnum . . . Bezt að hafa ekki hátt um
hann — hérna.
— Því ekki það ?
Einar Höskuldur svaraði ekki, en
hann kinkaði kolli í áttina til af-
greiðsluborðsins. Svo fór hann að
kveikja í pípunni sinni.
Ég leit við til hálfs — og . . . að af-
greiðsluborðinu var kominn kvenmað-
ur, sem stóð þarna við hlið litlu stúlk-
unnar dökkhærðu. Og þessi kvenmað-
ur ! Litla stúlkan náði henni rétt í öxl.
Geysimikill, hvelfdur barmur, hvítir,
gildir, en ótrúlega mjúklegir handlegg-
ir í víðum, rósóttum ermum, háls eins
og skafl af lítið eitt gulnaðri mjöll,
undirhaka, breitt andlit, stór munnur
með þykkum, rauðum, en ómáluðum
vörum, grá augu, stór, stillileg, en