Helgafell - 01.04.1942, Blaðsíða 41

Helgafell - 01.04.1942, Blaðsíða 41
SAGAN AF SANDA-GERÐl 77 til útlanda, að hann væri kominn frá Danmörku og orðinn skólastjóri í Eyj- um. Nú sá hann mig og stikaði stór- um á móti mér. Bærilegt að rekast á hann, ljómandi maður og félagi. — Sæll og blessaður ! — Ja, sæll! Hvað sé ég ? Ert það þú ? — Ja, sérðu bara! Víst er það ég, og hef ekkert lengzt, frekar en þú hef- ur stytzt! — Og hvaðan úr veröldinni ber þig að ? Ég er alveg í veifunni yfir að sjá þig hér — og ekkert skip á ferðinni. Ég hélt þú værir úti í Noregi eða Sví- þjóð. — Ég kom fyrir viku upp til Aust- fjarða með norskum línuveiðara, og svo með mótorbát að austan í gær- kvöldi, er á leið til Reykjavíkur, en sit hér rígfastur, svo fallegt sem það nú er. — Já, það er nú það. — Ert þú ekki harðgiftur — eða hvað ? — Onei, ekki er það nú. En þú ? — Ég — á þessum bölvuðum flæk- ingi! Spurningar og svör á báða bóga — og svo farið inn í fyrsta kaffihúsið, sem varð á vegi okkar: Gerður Hannesdóttir: KAFFI OG MATUR Við settumst út í horn og báðum um kaffi. Til okkar kom lág og grönn stúlka, svarthærð, smáger í andliti, augnaráðið dult og feimið — en í því eins og draumur liðinna nótta — eða kannske hinna komandi — hreyfing- arnar hægar, en líkt og hlaðnar ár- vekni, minntu á unga, mannvana, en stygga skepnu úti á víðavangi. Við félagarnir spjölluðum, og kaff- ið var algert aukaatriði. Hann mundi eftir þessum af gömlu skólabræðrun- um, ég eftir öðrum. Einn var dáinn, annar kvæntur og margra barna faðir, þessi kennari, hinn bóndi . . . En Ein- ar Höskuldur — hvað olli því, að hann var enn þá einhleypur ? Ekki gat hann kennt um flækingstilveru! . . . O, hon- um var sama, þó að hann segði mér þar undan og ofan af: Tvisvar trúlof- aður. Slitnaði úr annarri, eins og skak- karlarnir sögðu, þegar þeir misstu fisk. Hina tók tæringin. Engin ómakslaun — eða kannske ómakslaun fyrir fram og svo ekkert ómakið, eftir því hvern- ig menn litu á tilhugalíf og hjónaband . . . En annars náttúrlega löng saga í kringum þetta, eins og gerist og gengur. Kaffi í könnu á nýjan leik — og svo talað áfram: — Hann Helgi frá Núpi, já, við höf- um ekki enn þá minnzt á hann ? — Hann býr þar. — Kvæntur ? — Já, það held ég nú — ósköp af börnum . . . Bezt að hafa ekki hátt um hann — hérna. — Því ekki það ? Einar Höskuldur svaraði ekki, en hann kinkaði kolli í áttina til af- greiðsluborðsins. Svo fór hann að kveikja í pípunni sinni. Ég leit við til hálfs — og . . . að af- greiðsluborðinu var kominn kvenmað- ur, sem stóð þarna við hlið litlu stúlk- unnar dökkhærðu. Og þessi kvenmað- ur ! Litla stúlkan náði henni rétt í öxl. Geysimikill, hvelfdur barmur, hvítir, gildir, en ótrúlega mjúklegir handlegg- ir í víðum, rósóttum ermum, háls eins og skafl af lítið eitt gulnaðri mjöll, undirhaka, breitt andlit, stór munnur með þykkum, rauðum, en ómáluðum vörum, grá augu, stór, stillileg, en
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66

x

Helgafell

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Helgafell
https://timarit.is/publication/1076

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.