Helgafell - 01.04.1942, Blaðsíða 60

Helgafell - 01.04.1942, Blaðsíða 60
96 HELGAFELL stafsetningu sinni sjálfir, og má þar til nefna Gröndal, Þorstein Erlingsson, B. M. Ólsen, Bj arna frá Vogi, Þorstein Gíslason, auk þeirra H. K. L. og Þór- bergs. Víst er um það, að nærri væri Köggvið andlegu frelsi rithöfunda, ef þeir ættu t. d. ekki sjálfir að ráða því, hvort þeir skrifa alþingi með litlum eða stórum upphafsstaf. — Um greinar- merkjaskipun er frelsisréttur rithöfunda enn ótvíræðari, því að hún getur verið svo nákomin stílbrag listfengs rithöf- undar og til þess fallin að túlka blæ- brigði hugsunarinnar að baki orðanna, að heita megi, að hún segi til um and- ardrátt skáldsins. Gæti ekki verið viturlegt, að líta á skólastafsetninguna eitthvað svipað og tóbaksbindindi, eða þannig, að engir mætti hverfa frá henni, fyrr en þeir væru ,,orðnir stórir“, ef þeir þá kærðu sig um það ? Vafalaust stenzt líkingin að því leyti, að flestum er hollast að gera það ekki. Málvöndun og stjórnmál Málvörn og málhreinsun eru oss brýn nauðsyn, og þeim málfræðingum vor- um, er sýna nú mestan áhuga í þeim efnum, er trúandi til að vinna að þeim af viti og hófsemi. Þeir munu kunna á því glögg skil, að allir málvöndunar- menn samanlagðir megna ekki að skapa listaverk í bókmenntum án rit- höfundarhæfileika, og eigi síður hinu, að með málgagnrýni einni saman er oft og tíðum ógerlegt að stefna hinu óhugnanlegasta andleysi fyrir dyra- dóm; Þeim mun ljóst, að þau brot gegn reglum þeirra, sem snjallir rithöfundar fremja af ásettu ráði, stafa hvorki af strákskap né fordild, heldur liggja til þeirra listræn rök, þótt ekki séu þau ávallt jafn haldgóð. Við hinu má búast, eins og sagan um Vopnin þvödd sýnir raunar, að reynt verði að taka ,,málvörnina“ í þjónustu stjórnmálaáróðurs í landinu, enda er samkeppni hinna andstæðu fylkinga um ýms ,,þjóðlegheit“ þegar orðin bæði hvimleið og kátleg. Með því að leggja mælikvarða barnaskólastaf- setningar á bækur yfirleitt, án þess að láta þær njóta sannmælis að öðru leyti, er líka fundin handhæg aðferð til þess að jafna metin með þeim rithöf- undum, er hlotið hafa sérréttindi skáld- gáfunnar, og hinum, sem miður eru megandi í andanum, því að svo mætti fara, að samkvæmt henni yrði hlutur Litlu gulu hænunnar ekki lakari en Fuglsins í fjörunni. Þetta gæti komið sér vel fyrir stjórnmálamenn, sem gengið hefur erfiðlega til þessa að eign- ast skáld og rithöfunda til afnota. Ummæli, sem höfð eru eftir umsvifa- manni í stjórnmálum og menningar- málum samkvæmt öruggum heimild- um, benda til þess hvert hlutverk hann ætlar ,,málvörninni“. Ummælin eru á þá leið, í óbeinni ræðu, að fleiri og fleiri af hinum ríþislaunuðu rithöfund- um og sþáldum hnigi nú að því, að vinna við útgáfufyrirtœþi þommúnista (taki þeir sneið, sem eiga), og muni að því reþa, að stofna Verði má'vönd- unartímarit. — Væntanlega sést eng- um yfir rökhugsun og þjóðhollan til- gang á bak við þessa gáfulegu niður- stöðu.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66

x

Helgafell

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Helgafell
https://timarit.is/publication/1076

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.