Helgafell - 01.04.1942, Blaðsíða 13

Helgafell - 01.04.1942, Blaðsíða 13
UMHORF 53 aðarborgina Magnitogorsk. Hún tekur nafn sitt af heilu fjalli af seguljárn- málmi, sem þar er. Hér hefur verið komið upp risavöxnum stáliðnaðar- verksmiðjum, er amerískir verkfræð- ingar byggðu með þeim útbúnaði, er þar þekkist fullkomnastur. Á næstu grösum er kolasvæðið Kusnetsk. Sam- kvæmt skýrslu rússnesk-amerísku við- skiptanefndarinnar fyrir 1938 var fram- leiðslan í Magnitogorsk þá orðin svo risavaxin, að hún nam á ári 1,800.000 smálestum af járni, 1,600,000 smál. af stáli, og 1,260,000 smál. af unnum stál- vörum. Sama skýrsla greinir frá því, að í Chelyabinsk inn í Uralfjöllum séu þá framleiddar 15000 dráttarvélar á ári, 1940 voru þær taldar 40.000. Sú verksmiðja framleiðir nú skriðdreka. Ufa-vélasmiðjurnar framleiddu 1938 10 þúsund flugvéla- og bifreiðahreyfla á ári og verksmiðjurnar í Perm annað eins. í Sverdlovsk og Perm voru 1939 framleiddir 10.000 skriðdrekar og sennilega miklu meira nú. Sverdlovsk er nú af hernaðarsérfræðingum talin standa jafnfætis Krupp-vérksmiðjun- um í Essen. Og í Berezniki og Solikon- esk eru taldar vera einhverjar full- komnustu og afkastamestu efnagerðar- verksmiðjur í heimi. Þær framleiða nú skotfæri. Og í Oral á Rússland meiri hluta þess mangans og annars þess málms, sem ekki inniheldur járn, en er svo afar nauðsynlegur í hernaði, að án hans verður ekki verið. Allt frá því í ársbyrjun 1940 er það kunnugt, að rússneska stjórnin hefur lagt á það gíf- urlegt kapp að færa landvarnaiðnað- inn austur fyrir Volgu, austur í Ural, Vestur-Síberíu og Mið-Asíu, og verjast þar, ef í nauðirnar rekur. Og það er langt að sækja austur fyrir Ural yfir eyðilögð lönd. Þó torvelt sé um ná- kvæmar fregnir af þeaaum viðbúnaði öllum, þá er það spá mín, að Rússland verði aldrei sigrað. SVIÐIN JÖRÐ Eins og áður er getið, er engan veginn loku fyrir það skotið, að vorsókn Þjóðverja, sú er boðuð hef- ur verið í allan vetur, verði hin hrika- legasta. Og ekki er það heldur útilok- að, að Rússar sjái sér þann kost vænst- an að láta undan síga. En það væri barnalegt að láta sér til hugar koma, að Rauði herinn láti sigra sig vestan við Volgu, að hann verði búinn að gleyma margra alda gömlu rússnesku herbragði, að hörfa í tíma og láta víð- áttu landsins vinna fyrir sig, hina mátt- ugu, ósigrandi auðn. Og hvað er það mesta, sem Hitler getur vænt sér af vorsókn sinni ? Hvað segir reynslan ? í allt fyrrasumar var hann vikulega búinn að eyðileggja rússneska herinn í tíu vikur samfleytt, svo að vesalar leifar einar voru eftir. En 3. okt. 1941 varð Hitler að játa x ræðu, sem hann hélt í Sportpalast í Berlín, að hann hefði vanmetið styrkleika Rauða hers- ins, svo að nýtt heljarátak yrði að gera til þess að buga hann. Það átak hefur verið boðað nú í vor. Og þegar þetta er ritað, hefur þýzki herinn á austur- vígstöðvunum verið á undanhaldi í 20 vikur. En látum svo vera, að vorsóknin tak- ist, glymjandi sókn með hroðalegum fórnum hergagna og mannafla að þýzkum sið. Látum svo vera, að Len- ingrad falli og Rostov við austurbotn Asovshafs og allt, sem þar er á milli. Látum svo vera, að víglínan sveigist um miðbikið allt austur að Volgu. Og látum svo vera, að ástæða þætti til að rýma mannfólkinu burt úr Moskva og jafnvel að borgin félli. Þetta er mesti hugsanlegi árangur af vorlangri og sumarlangri sókn Þjóðverja.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66

x

Helgafell

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Helgafell
https://timarit.is/publication/1076

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.