Helgafell - 01.04.1942, Blaðsíða 58
94
HELGAFELL
þýddar á íslenzku af fullum trúnaði á
vegum venjulegs ritmáls. H. K. L. hef-
ur sýnilega gert sér mikið far um að
ná þessum stíl í þýðingunni, og gripið
í því skyni til ýmissa listbragða, er sum
varða málfarið sjálft, eins og samdrátt-
ur setninga, óbókleg orð úr talmáli,
stundum vestur-íslenzk, en önnur staf-
setningu og greinarmerkjaskipun, —
tvö, þrjú smáorð gerð að einu, komm-
ur og önnnur greinarmerki fœrri en
venja er til o. þ. h. Með þessum ráð-
um hyggst þýðandinn að auka á hraða,
hnitmiðun og skerpu stílsins og ,,ná
pappírslykt af þýðingunni“, eins og
hann kemst að orði sjálfur. Ekki mun
það ofmælt, að ólíklegt sé, að nokkr-
um öðrum íslenzkum þýðanda hefði
tekizt að ná stílblæ Hemingways bet-
ur, en vafalaust hefðu flestir gert sér
meira far um að þóknast lesendum
sínum, og einhverjum ef til vill heppn-
ast þa8 betur. En sennilega hefði H.
K. L. engu síður náð tilgangi sínum,
þótt hann hefði farið nokkru nær al-
mannaleiðum. Sums staðar hefðu orð
og setningar getað verið rishærri, þótt
sneitt væri hjá bókmáli. Óþörf smekk-
lýti koma fyrir, a. m. k. hin fræga
þýðing á ,,Not a bit“ á einum stað.
Skýringar hefðu þurft að fylgja á sum-
um atriðum, t. d. hinni vestur-íslenzku
nýmerkingu í orðinu ,,samvizka“.
Hvernig er nú líklegt, að djarflegri
tilraun sem þessari hefði verið tekið í
lýðfrjálsu landi með menningarsniði á
blaðamennsku og bókagagnrýni, er í
hlut átti rithöfundur, sem ekki verður
neitað um afburða skáldgáfu og ó-
venjuleg listartök á móðurmáli sínu,
þegar á verk hans er litið án smásmug-
ullar illkvitni ? Vafalaust svo, að til-
raunin hefði þótt athyglisverð, og það
viðurkennt, sem vel var um hana, en
ekki æskileg til eftirbreytni yfirleitt.
En fyrst og fremst mundu slíkar um-
ræður hafa farið fram með þeirri kurt-
eisi og hlutlægni, er svo mjög hefur
gætt til þessa í bókmenntamati allra
velmetinna blaða og tímarita með ná-
grannaþjóðum vorum, að sjaldnast má
ráða af ritdómum þeirra, hvar þau
eiga heimilisfang í stjórnmálum.
Hin þjóðlega þögn
Þegar Vopnin \vödd komu út, hafði
verið hljótt um bækur H. K. L. um
hríð, enda hafði sá siður verið tekinn
upp innan þeirrar þjóðlegu breiðfylk-
ingar, er leiddi um skeið af samvinnu
stærstu stjórnmálaflokkanna, að reyna
að þegja í hel þær bækur, sem and-
stæðingarnir voru við riðnir á einhvern
hátt, nema þær lægju svo sérstaklega
vel við höggi, að árásir á þær hefðu
áróðursgildi. Stundum urðu fyrir þessu
bækur, sem virtust í fljótu bragði
nokkuð fjarskyldar fjandskaparefnum
dægurbaráttunnar, eins og hin vandaða
og ódýra heildarútgáfa af Andtiöþum
Stephans G. Stephanssonar, er galt út-
gefanda síns á þann hátt, að þagað var
yfir henni með stakri árvekni af öll-
um ábyrgum málgögnum í landinu.
Þessi þögn þótti gefast vel, enda höfðu
þeir, sem að henni stóðu, mikinn
blaðakost til að annast hana, og tölu-
vert til að þegja um, því að jafnan var
meira um andleg lífsmerki í hinum
herbúðunum. Sala á bókum H. K. L.
minnkaði nokkuð í bili, enda nutu þær
nú ekki annars atlætis á opinberum
vettvangi en fjálglegrar lofgerðar
stjórnmálasamherja höfundarins, og
vafalaust hefur hún eigi ávallt verið
honum léttbærari en hin þjóðlega
þögn.
Framtak kennaranna
Er þýðing H. K. L. á bók Hem-
ingways kom út, þótti hún liggja svo
vel við höggi, að segja má, að gerður
væri að henni skipulagður aðsúgur. Og
eins og vænta mátti, var nýbreytni
þýðandans um stílfar, stafsetningu og