Helgafell - 01.04.1942, Blaðsíða 51
SAGAN AF SANDA-GERÐI
87
svoleiðis, og þú færð ekki meira en
fimm og tíu krónur í einu út næsta
mánuð.
Gvendur skrugga sneri sér við.
Hann gaut augunum til félaga sinna:
— Sagði ég ykkur ekki! Svo vék
hann sér að Gerði. — Ég tek tíkallinn.
— Gerðu svo vel, en hafðu það nú
heldur koges en glussa.
— Hérna er höndin.
Og þau tókust í hendur.
— Já, ég treysti þér til þess, Gvend-
ur, að láta nú ekki koma til neins.
— Bless, mútter!
Síðan fór hann til hinna, og þeir
stóðu upp og settu á sig höfuðfötin.
— Bless, my queen, sagði Hinrik
áttundi.
— Gleðilegan trinitates, sagði Jón
nolli.
Svo gengu þeir út, hæglátir og prúð-
ir eins og börn, sem hafa fengið leyfi
til að fara í bíó og lofað því að haga
sér sómasamlega í einu og öllu. Þeir
litu ekki við okkur Einari Höskuldi,
frekar en þeir vissu ekki, að við vær-
um þarna nærstaddir.
Ég hélt áfram með dánarfregnina í
blaðinu. Bíðum nú við, hvar var ég ?
....fjöldi sjómanna, hingað og þangað af
landinu, sótti veitingahús hennar og naut þar
bezta beina . .
Jú, einmitt — og svo framhaldið:
..Gerður lét eftir sig mikið fé á okkar mæli-
kvarða, kundrað og fimmtíu þúsund krónur —
eða rúmlega það. Hún lagði svo fyrir í erfðaskrá,
að af fé þessu verði stofnaður sjóður, sem beri
nafnið Verðlaunasjóður ógiftra eldri mæðra í
Vallasveit og Suðureyjum. Fénu skal varið, eins
og það er orðað í erfðaskránni, ,,til að verðlauna
stúlkur í Vallasveit og Suðureyjum, 32 ára og
eldri, sem barn eignast, enda hafi þær ekki áður
átt barn, sem sé á lífi". Þó að svona einkenni-
lega sé til orða tekið í erfðaskránni, að sjóður-
inn eigi að heita „verðlaunasjóður", þá verður
þetta auðvitað einungis styrktarsjóður, og ..."
Ég fleygði frá mér blaðsneplinum og
bölvaði greinarhöfundinum, en bless-
aði Gerði og bað guð að gefa mönnum
vit og víðsýni til að skilja hana rétt og
framkvæma hennar síðasta vilja af
samvizkusemi, hispursleysi og dreng-
®kaP- Guðm. G. Hagalín.
FRÁ RITSTJÓRNINNI
f næsta hefti birtast margir einstakir ritdómar, sem ekki komust
að í þetta sinn, sökum rúmleysis. Þar er og væntanleg grein eftir
Arna Jónsson jrá Múla um heildarútgáfu þá, sem nú er hafin á
ritum Gunnars Gunnarssonar. í sama hefti birtist einnig ýtarleg rit-
gerð eftir dr. Einar 01. Sveinsson um Sveinbjörn Egilsson rektor.
Ennfremur upphaf nýrrar, óprentaðrar skáldsögu eftir Kristmann
GuSmundsson.
Þá verður þjóðhátíðardags Norðmanna, 17. maí, minnzt með því,
að frú Theresia GuSmundsson segir í Umhorfum tíðindi af frelsis-
og menningarbaráttu þeirra um þessar mundir. Einnig skrifar Stefán
Jóh. Stefánsson fyrir tímaritið grein um mikilsvert nýmæli, sem varð-
ar afstöðu vor íslendinga til norsku þjóðarinnar. Þýðing á nýju löngu
kvæði eftir Nordahl Grieg, sem nú mun orðinn vinsælasta skáld
Norðmanna, birtist og í þessu hefti, undir fyrirsögninni BréfiS heim.
Þriðja ritgerð BarSa GuSmundssonar í greinaflokkinum Uppruni
lilenzkrar skáldmenntar, kemur út í sumarhefti Helgafell*.