Helgafell - 01.04.1942, Blaðsíða 33

Helgafell - 01.04.1942, Blaðsíða 33
SUMARNOTKUN HITAVEITUNNAR 71 um á þessu sviði, bæði í Bandaríkjun- um, Rússlandi og víðar, er nú svo komið, að mikilvægur árangur hefur þegar komið í ljós. Einkum virðist ár- angurinn glæsilegur, þegar um er að ræða matjurtir, sem eru vatnsmiklar og ríkar að sterkju eða sykurefnum. Sem dæmi má nefna kartöflur, tómata, næpur, gulrófur, gúrkur og rauðrófur. Þá hefur tóbak verið ræktað á þenn- an hátt með miklum árangri. í hituðum gróðurhúsum hefur tekizt að rækta 15—25 feta háar tómatplönt- ur, og eru dæmi til þess, að uppskeran hafi svarað 217 tonnum af ekru (1 ekra = 4407 fermetrar). Kartöfluupp- skeran hefur komizt upp í 2465 bus- hels á ekru, miðað við yfirborð ræktun- arkerjanna (1 bushel = 36,35 lítrar). Þessi dæmi verða að nægja til að sýna þá möguleika, sem þessi aðferð virðist geta skapað. Gróðurhúsaræktun hefur mjög auk- izt hér á landi á síðustu árum á jarð- hitasvæðunum. í nefndaráliti skipulagsnefndar at- vinnumála, sem var gefið út 1936, er þess getið, að uppskera af tómötum í gróðurhúsum muni vera um 5—10 kg á fermetra. Jafngildir það 22—44 tonna uppskeru af ekru, og skortir því mikið á, að það jafnist á við bezta árangur, sem fengizt hefur með ræktun í áburð- arvökva, þar sem uppskeran hefur orð- ið allt að 217 tonn af ekru, eða t. d. 10 kg af einni tómatplöntu, sem rækt- uð er í jurtapotti, er tekur tæpa 4 lítra. Að vísu má gera ráð fyrir, að loftslag og sólarfar kunni að ráða miklu um þennan mismun, en hann er svo mik- ill, að full ástæða virðist til, að rann- sakað sé, hve mikils árangurs mætti vænta hér á landi með þessari ræktun- araðferð. Því hefur verið hreyft, að Reykvík- ingar gætu komið sér upp gróðurhús- um í húsagörðum sínum og fengizt þar við ræktun grænmetis til heimilis- þarfa, þegar hitaveitan er komin upp. En tæplega er vert að gera ráð fyrir, að það verði almennt. Gróðurhúsa- ræktun er allvandasöm, og tæplega er á allra færi að fást við hana. Hún krefst mikillar alúðar og eftirlits, en fyrst og fremst reynslu og þekkingar. En sú hugmynd, að nota heita vatnið á sumr- in til ræktunar, er samt hin þarfasta, því að engum blandast hugur um ágæti grænmetis sem fæðu eða þörfina á aukinni neyzlu þess hér í ávaxta- skortinum. Það virðist því mjög æskilegt, að stjórnarvöld bæjarins beiti sér fyrir því, að rannsakað sé, á hvern hátt hin mikla orka heita vatnsins yrði bezt hagnýtt til aukinnar grænmetisræktunar á sumrin, og raunar virðist eðlilegast að gera ráð fyrir, að bærinn reki sjálfur gróðrarstöð, enda mætti skoða það sem heilbrigðisráðstöfun. Ef efnt væri til gróðurhúsaræktunar í stórum stíl, yrði kleift að tryggja starfskrafta hinna fær- ustu garðyrkjumanna, þannig að þeir nytu sín sem bezt, en einnig má gera ráð fyrir, að stofnkostnaður gæti orðið lægri hlutfallslega en annars, og enn fremur að hægt yrði að hagnýta betur en ella allar vísindalegar nýjungar og umbætur á þessu sviði. Hér skal engu um það spáð, hve víð- áttumikil gróðurhús hægt væri að reka á sumrin með hitaorku frá hitaveit- unni, en óhætt mun að fullyrða, að mikil orka verði aflögu. Heita vatnið mun nú vera a. m. k. 240 lítrar á sekúndu. Til þess að öðlast hugmynd um, hversu mikið þetta magn er í rauninni, skulum við hugsa okkur, að við tækjum aðeins helming þessa vatnsmagns, eða 120 lítra á sekúndu,
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66

x

Helgafell

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Helgafell
https://timarit.is/publication/1076

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.