Helgafell - 01.04.1942, Blaðsíða 45
SAGAN AF SANDA-GERÐI
81
skini, þegar allt greri og angaði....
Þá v£ir nú svolítið annað að líta á hana
í réttunum, en ekki var hún síður
myndarleg, þar sem hún svamlaði inn-
an um féð með sjóhatt á höfði, í gljá-
andi vatnskápu og með rosabullur á
fótunum. Þarna dró hún eins og sver-
asti karlmaður, og það held ég hún
sypi á brennivíni, ef henni var boðið
það af almennilegum manni. Meðai
yngra fólksins átti hún enga félaga, en
aftur á móti hafði sumt af eldra fólkinu
mætur á henni, skynsemdarhúsfreyj-
ur og myndar- og greindarbændur, og
ég held hún hafi beinlínis verið trún-
aðarmanneskja sumra, þótt ung væri.
Ungu stúlkurnar fordæmdu hana, þar
sem þær þorðu það, voru flestar fullar
af beizkju og úlfúð í hennar garð, og
piltarnir, sem ætluðu að gleypa hana
með augunum, hvenær sem þeir
héldu, að ekki væri eftir þeim tekið,
skutu fram grófum skensyrðum henni
viðvíkjandi. Ég hugsa, að þeir hafi nú
beinlínis haft hálfgerðan beyg af henni,
en hvort þeir hefðu viljað....
— O, bölvaðir aumingjarnir !
— Tja, þú getur nú sagt svo... .
En það er nú svona og svona, vera
smeykur um, að maður kynni að reyn-
ast of léttvægur, þó að manni aldrei
oema gæfist kostur — og .... vita svo
ekki nema maður yrði lúbarinn og rek-
inn burt eins og flökkuhundur, get-
andi ekki sett sig á háan hest í krafti
sinnar karlmennsku !
— O, þetta er kannske satt. Það sit-
ur ekki á mér.
— Ja, þú varst nú lúmskur skratti.
— Jæja, áfram með söguna!
— Nú, svo kom þá Helgi okkar til
skjalanna. Þú manst nú, hvernig hann
var í Flensborg, alltaf í áflogum, alltaf
í stelpusnatti, án þess að taka þó fyrir
nokkra sérstaka — alltaf í einhverjum
ævintýrum og sláandi um sig með pen-
ingum.... Heima í sveitinni var það
þannig, að allt var í háa lofti, stelpur
og strákar, karlar og kerlingar, hvar
sem hann kom.
— Hann var víst ríkur, faðir Helga ?
— Hann Þórður á Núpi! Já, hann
var ríkur, áreiðanlega ríkari en Hannes
— og annar stórbokkinn frá, bara ekki
eins mikill ribbaldi.... Nú, heima
fyrir var Helgi duglegur, þegar hann
gekk að vinnu, en annars var hann
nokkuð laus við, sinnti mikið stóðinu,
tamdi hesta, var oft á ferð og flugi.
Og það var eins heima og í Flensborg
með það, að hann var ekki orðaður við
neina sérstaka stúlku. Hann tók þær
víst fyrir snöggvast, eins og honum
datt í hug þá og þá stundina, og svo
þurrkaði hann þær bara út, líkt og
krakki þurrkar út mynd af reiknings-
spjaldi.
Svo var það þá einu sinni, að hann
fór með tveimur öðrum ungum og
hraustum mönnum í eftirleit fram á af-
rétt, og þetta fór hann bara af ævin-
týralöngun. Félagar hans hétu Geir og
Sigurður. Það gekk í versta veður, og
eitt kvöldið var barið harkalega á
Söndum, sem eru efst í sveitinni. Þar
var Helgi á Núpi kominn, hestlaus og
einn síns liðs. Hann sagði, að Geir
væri steindauður og stirðnaður inni á
afrétt, en Sigurður lægi fyrir — svo
sem hálftímagang frá bænum. Hest-
ana hefðu þeir orðið að skilja eftir, og
þeir væru náttúrlega frá, en nú yrði
að gera út menn til þess að bjarga Sig-
urði.
— En þið verðið að hafa mig afsak-
aðan, sagði hann.
Nú, Hannes rauk af stað, bræðurnir
allir fjórir og tveir vinnumenn, en kon-
an bauð Helga að hátta í gestarúmið.
— A, ég held ég fái mér nú ein-