Helgafell - 01.04.1942, Blaðsíða 21
UPPRUNI ÍSLENZKRAR SKÁLDMENNTAR
61
af Galdra-Möngu og jafnvel í talshættinum: ,,Ef maður er saursæll, verður
maður auðsæll“. En svo sem kunnugt er, var Freyr goð auðsældarinnar og
,,fégjafi“ kallaður. Guðbr. Vigfússon virðist einna helzt byggja ályktun sína
um tengslin milli saurörnefna og Freys- og Freyjuátrúnaðar á skyldleika orð-
anna saur, súr og Freyjuheitisins Sýr. Um orðrótafræði treysti ég mér ekki
að rita, en auðvelt er það að athuga, hvað orðabækur herma um merkingu
orðsins saur í norrænum málum. Vel mætti sú athugun verða til nokkurs
skýringarauka, því að þýðingar orðs þessa eru furðu margar: Votlendi, bleyta
í jörð, dý, skítur, hland, óhreinindi, sæði manna, útsæði, illgresi í ökrum,
illgresisfræ. Auk þess er saur og saura heiti nokkurra mýra- eða votlendis-
plantna. Hérlendis virðast höfuðmerkingar orðsins hafa verið votlendi, skít-
ur, sæði og óhreinindi. Vafalaust eru hinar þrjár fyrrtöldu merkingar allar
úr heiðni. 1 fyrstu kemur það kynlega fyrir sjónir, að svo óskyld hugtök,
sem nú voru nefnd, skuli öll vera táknuð með sama heiti. Þegar nánar er
að gætt, verður þó annað uppi á teningnum. Það er eldri uppgötvun en
Njáluhöfundur vildi vera láta, að taða sé betri þar, sem skarni er ekið á hóla.
í fjarlægri forneskju hefur hin skynigædda mannvera hlotið að veita því
eftirtekt, að skít og vatni fylgdi sérstakur gróðrarkraftur. Þess vegna munu
náin tengsl hafa myndazt í hugarheimi manna milli skíts, gróðursæls vot-
lendis, hins gróskumikla illgresis, votlendisjurta og fagurgrænu dýjanna.
Allt saman hlýtur sama heiti, og það heiti er tákn frjóseminnar. Saur-
samheiti fræja og sæðis manna er sýnilega af sama toga spunnið. Þar sem
lífskrafturinn og gróandinn gerðu berast vart við sig, hafa frumstæðir for-
feður ætlað, að vættur frjóseminnar væri. Sú vættur hefur eitt sinn borið
nafnið Saur og verið dýrkuð. 1 fornsögnum finnum við hann í líki konungs-
hundsins Saurs. Erpur lútandi, forfaðir Gilsbekkinganna, leysti höfuð sitt
með kvæði um hundinn Saur, er honum hafði orðið það á að vega mann í
véum. Þau vé hafa verið helguð Saur. Þess vegna fjallaði höfuðlausnarkvæð-
ið um hundinn.
Saur sem heiti óhreininda hlýtur nú að draga að sér athyglina í ríkum
mæli. Þessi merking orðsins mun varla ýkja gömul, enda notuð í senn um
sálrænan og líkamlegan óþrifnað. Tilbreytni þá mun mega skoða sem fingra-
för kirkjulegra menningaráhrifa á fornhelgu hugtaki. Frá því sjónarmiði séð
verður næsta auðskilið, hvers vegna saur hefur hlotið svo ógeðfellt hlutskipti
í málþróuninni sem raun ber vitni um. Hin heiðna saurtrú hefur vissulega
verið nátengd kynferðislífinu og hlaut því að mæta megnustu andúð hjá
kristnum mönnum. Að ,,blóta heilög goð“ eru samfarir manns og konu
kallaðar í vísu einni í Ragnars sögu. Orðbragðið bendir til fornra tengsla
milli blóta og ,,saurlífis“. Við Freysblót meðal Svía hyggja fróðir menn, að
samræði hafi átt sér stað sem eins konar helgiathöfn. Hliðstæð dæmi eru