Helgafell - 01.04.1942, Blaðsíða 42
78
HELGAFELL
skær, dökkar brár, háar, bogadregnar
brúnir, eins og dökkir skuggar með
gullnum blæ, lágt, en breitt enni —
og yfir öllu dýrleg gnægð af gulu og
gljáfögru hári.
Ég varp öndinni. Ég sá hana Rauðku
mína, nýkomna úr haga á gróandi vor-
degi, sá hana Kolgrön hennar móður
minnar, gljáandi á hár, ég sá hlað-
brekkuna á Hömrum, þegar hún ang-
aði sterkast á heitum síðsumarsdegi —-
og ég sá græna, ilmandi töðu í blá-
skugga hlöðunnar heima. Já, já, allt
þetta sá ég, þegar ég horfði á þessa
konu, og svo minnti hún mig á eitt-
hvað, sem hafði búið í mér frá því að
ég fyrst mundi eftir mér, — minnti mig
á þetta, sem gerði það að verkum, að
fimm ára gamall lá ég part úr degi með
höfuðið í keltunni á ungri sællegri
stúlku, sem var gestur heima, — og lét
hana strjúka á mér hárið og kjassa
mig og segja, að ég væri óvenju góður
drengur, þetta, sem gerði, að ég gat
legið í laut eða brekku á sumardegi
og sogið angan að vitum mér löngum
stundum — og kúrt í myrkri vetrar-
ins við mjúka fellingu í hörðum kýr-
bás.
Nú snöruðust þrír menn inn úr dyr-
unum, hreinlega búnir og vel til hafðir,
en dálítið sérkennilegir. Einn þeirra var
geipigildur, en lágur vexti. Hann var
með skakkt nef og lið á því miðju, hafði
augsýnilega nefbrotnað. Hann var með
hruflaða hnúa á hægri hendi. Annar
var risi á vöxt, en grannholda, krepptir
hnefarnir voru eins og sleggjur, en
eitthvað syfjulegt við andlitið. Þriðji
var lítill vexti, hreyfingarnar undar-
lega snöggar, en þó mjúkar.
— God save the queen, sagði sá nef-
brotni og lyfti hægri hendi í kveðju-
skyni.
Hinir kinkuðu kolli, og það æmti
eitthvað í þeim. Svo settust þeir við
borð í horninu næst dyrunum.
Hin vörpulega kona vék sér að þeim.
Henni varð litið á mig. O, guð blessi
hana alla og allar stundir . . En Adam
var ekki lengi í Paradís. Ég vakti
svo sem ekki mikla athygli hjá henni.
Hún eins og strikaði mig út. Það var
gamla sagan um mig. Ojájá. Ef ég
hefði haft skrokkinn þessa sjómanns
með værðina í augunum — þá . . .
— Hvað viljið þið, börnin mín ?
sagði hún við sjómennina — með ó-
venjulega djúpri, en hlýrri og við-
felldinni rödd.
— Egg og síld — og bjór í mangel
af andet bedre, sagði sá, sem minnst-
ur var fyrirferðar.
— Þá verðið þið að bíða rólegir. Svo
vatt hún sér inn fyrir borðið og fór
fram í eldhús.
Ég virti fyrir mér ,,börnin hennar“.
Jahá, þeir sýndust nú vera til í tuskið
þessir — og varla var hann skástur, sá
syfjulegi. Saddur ísbjörn — eða syfj-
aður. Jæja, jæja, ekki langaði mig í
tusk við hann.
Sá nefbrotni sagði tómlega upp úr
eins manns hljóði:
— Bloody, foggy — devil, devil!
Þetta endurtók hann — eins og viðlag