Helgafell - 01.04.1942, Blaðsíða 42

Helgafell - 01.04.1942, Blaðsíða 42
78 HELGAFELL skær, dökkar brár, háar, bogadregnar brúnir, eins og dökkir skuggar með gullnum blæ, lágt, en breitt enni — og yfir öllu dýrleg gnægð af gulu og gljáfögru hári. Ég varp öndinni. Ég sá hana Rauðku mína, nýkomna úr haga á gróandi vor- degi, sá hana Kolgrön hennar móður minnar, gljáandi á hár, ég sá hlað- brekkuna á Hömrum, þegar hún ang- aði sterkast á heitum síðsumarsdegi —- og ég sá græna, ilmandi töðu í blá- skugga hlöðunnar heima. Já, já, allt þetta sá ég, þegar ég horfði á þessa konu, og svo minnti hún mig á eitt- hvað, sem hafði búið í mér frá því að ég fyrst mundi eftir mér, — minnti mig á þetta, sem gerði það að verkum, að fimm ára gamall lá ég part úr degi með höfuðið í keltunni á ungri sællegri stúlku, sem var gestur heima, — og lét hana strjúka á mér hárið og kjassa mig og segja, að ég væri óvenju góður drengur, þetta, sem gerði, að ég gat legið í laut eða brekku á sumardegi og sogið angan að vitum mér löngum stundum — og kúrt í myrkri vetrar- ins við mjúka fellingu í hörðum kýr- bás. Nú snöruðust þrír menn inn úr dyr- unum, hreinlega búnir og vel til hafðir, en dálítið sérkennilegir. Einn þeirra var geipigildur, en lágur vexti. Hann var með skakkt nef og lið á því miðju, hafði augsýnilega nefbrotnað. Hann var með hruflaða hnúa á hægri hendi. Annar var risi á vöxt, en grannholda, krepptir hnefarnir voru eins og sleggjur, en eitthvað syfjulegt við andlitið. Þriðji var lítill vexti, hreyfingarnar undar- lega snöggar, en þó mjúkar. — God save the queen, sagði sá nef- brotni og lyfti hægri hendi í kveðju- skyni. Hinir kinkuðu kolli, og það æmti eitthvað í þeim. Svo settust þeir við borð í horninu næst dyrunum. Hin vörpulega kona vék sér að þeim. Henni varð litið á mig. O, guð blessi hana alla og allar stundir . . En Adam var ekki lengi í Paradís. Ég vakti svo sem ekki mikla athygli hjá henni. Hún eins og strikaði mig út. Það var gamla sagan um mig. Ojájá. Ef ég hefði haft skrokkinn þessa sjómanns með værðina í augunum — þá . . . — Hvað viljið þið, börnin mín ? sagði hún við sjómennina — með ó- venjulega djúpri, en hlýrri og við- felldinni rödd. — Egg og síld — og bjór í mangel af andet bedre, sagði sá, sem minnst- ur var fyrirferðar. — Þá verðið þið að bíða rólegir. Svo vatt hún sér inn fyrir borðið og fór fram í eldhús. Ég virti fyrir mér ,,börnin hennar“. Jahá, þeir sýndust nú vera til í tuskið þessir — og varla var hann skástur, sá syfjulegi. Saddur ísbjörn — eða syfj- aður. Jæja, jæja, ekki langaði mig í tusk við hann. Sá nefbrotni sagði tómlega upp úr eins manns hljóði: — Bloody, foggy — devil, devil! Þetta endurtók hann — eins og viðlag
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66

x

Helgafell

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Helgafell
https://timarit.is/publication/1076

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.