Helgafell - 01.04.1942, Blaðsíða 30

Helgafell - 01.04.1942, Blaðsíða 30
68 HELGAFELL seið, sem Vönum var títt“. Þessi sögn mun upp sprottin þar, sem Freyju- blót, seiðmennska og hin magnaðri fjölkynngi höfðu átt samleið. Fjölkynng- iskonurnar hafa að jafnaði verið ákafir Freyjudýrkendur og þá að sjálfsögðu haft átrúnað á svínum umfram önnur dýr, þar sem Freyja var svínagyðja eða svínið Freyjudýr. Þess vegna benda sagnir um svín og fjölkynngiskonur til mikillar frjósemisdýrkunar í þeim héruðum, sem þaer eru runnar frá. Vatnsdæla saga, Þorskfirðinga saga, Harðar saga og Eyrbyggja saga geyma mest af frásögnum um svín og galdrakonur. 1 þeim eru 7 svínasögur og þar getur 16 fjölkynngiskvenna. Þessar fjórar íslendinga sögur eiga það allar sammerkt að fjalla einkum um höfðingja í saurbýlasveitum og nágranna þeirra. Á þeim slóðum hafa minningar um fornaldarsvín og fjölkynngi kvenna fylgt sama farveginum. Um það verður ekki villzt. Níu af þeim 15 svínasögum, sem um hefur verið rætt, eru staðbundnar í saurbýlahreppum. En þeir eru aðeins 26 af 167 hreppum landsins. Er þá miðað við hreppaskipunina í jarðatalinu frá 1847. Ég hika nú ekki við ,,að hafa fyrir satt“ með Guðbrandi Vigfússyni, að hvarvetna á Islandi, þar sem býli eru kennd við saur, ,,hafi í fyrndinni verið Freysblót og átrúnaður á þau Freyju meiri en á öðrum stöðum“. Einkum má það auðsætt vera, að þar hefur Freyja verið tignuð umfram önnur goð, að minnsta kosti af kvenfólki. Þar sem kvenguðir skipuðu öndvegi í trúarlífi fólks, hefur vegur kvenna verið óvenjulega mikill. Ég hef áður á það bent, að af kvenna-stöðum landsins má mikið ráða um stöðu konunnar í þjóðfélaginu. Þá bar ég saman kvenna- staðafjölda landshlutanna fjögurra. Nú skulum við athuga, hvernig sömu kvenna-staðir skiptast á milli saurbýlahreppa og þeirra hreppa annarra, sem engin saurbýli hafa innan sinna takmarka. Karla-staðir saurbýlahreppanna íeyndust 132 og kvennastaðirnir 27, eða 17%. í öðrum hreppum landsins eru kvennastaðirnir hlutfallslega næstum helmingi færri, 8,8%. Nóg um það. Ég hélt því einnig fram, að „skáldmenntin og hin miklu kvenréttindi hefðu eitt sinn verið greinar á sama menningarmeiði“. Nú gefst tóm til að þrautreyna það. Við þekkjum sæmilega góð skil á heimkynnum og ætt- hreppum 33 hirðskálda. Utan saurbýlahreppa bjuggu 14 þeirra. Er þá Illugi Bryndælaskáld með talinn, en hann mun kynjaður úr Kjósarhreppi. Hinir eru: Tindur Hallkelsson og Gunnlaugur ormstunga, báðir í Hvítársíðu- hreppi, Skúli Þorsteinsson í Borgarhreppi, Glúmur Geirason í Skútustaða- hreppi, Valgarður á Velli í Hvolhreppi, Sighvatur Þórðarson í Grímsness- hreppi, Hrafn Onundarson í Mosfellssveit, Þórður Kolbeinsson og Arnór sonur hans í Kolbeinsstaðahreppi, Þormóður Kolbrúnarskáld í Ögurhreppi, Hrafn Guðrúnarson í Bæjarhreppi, Bjarni Hallbjarnarson í Skefilsstaða- hreppi og Vigfús Víga-Glúmsson í Öngulsstaðahreppi. Átta þessara manna voru búsettir í hreppum, er liggja að saurbýlasveitum. 1 þessum tveim hreppa- flokkum og saurbýlahreppum, sem hirðskáld hafa, eru karla- og kvennastað-
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66

x

Helgafell

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Helgafell
https://timarit.is/publication/1076

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.