Helgafell - 01.04.1942, Síða 30
68
HELGAFELL
seið, sem Vönum var títt“. Þessi sögn mun upp sprottin þar, sem Freyju-
blót, seiðmennska og hin magnaðri fjölkynngi höfðu átt samleið. Fjölkynng-
iskonurnar hafa að jafnaði verið ákafir Freyjudýrkendur og þá að sjálfsögðu
haft átrúnað á svínum umfram önnur dýr, þar sem Freyja var svínagyðja
eða svínið Freyjudýr. Þess vegna benda sagnir um svín og fjölkynngiskonur
til mikillar frjósemisdýrkunar í þeim héruðum, sem þaer eru runnar frá.
Vatnsdæla saga, Þorskfirðinga saga, Harðar saga og Eyrbyggja saga geyma
mest af frásögnum um svín og galdrakonur. 1 þeim eru 7 svínasögur og
þar getur 16 fjölkynngiskvenna. Þessar fjórar íslendinga sögur eiga það allar
sammerkt að fjalla einkum um höfðingja í saurbýlasveitum og nágranna
þeirra. Á þeim slóðum hafa minningar um fornaldarsvín og fjölkynngi
kvenna fylgt sama farveginum. Um það verður ekki villzt.
Níu af þeim 15 svínasögum, sem um hefur verið rætt, eru staðbundnar
í saurbýlahreppum. En þeir eru aðeins 26 af 167 hreppum landsins. Er þá
miðað við hreppaskipunina í jarðatalinu frá 1847. Ég hika nú ekki við ,,að
hafa fyrir satt“ með Guðbrandi Vigfússyni, að hvarvetna á Islandi, þar sem
býli eru kennd við saur, ,,hafi í fyrndinni verið Freysblót og átrúnaður á
þau Freyju meiri en á öðrum stöðum“. Einkum má það auðsætt vera, að þar
hefur Freyja verið tignuð umfram önnur goð, að minnsta kosti af kvenfólki.
Þar sem kvenguðir skipuðu öndvegi í trúarlífi fólks, hefur vegur kvenna verið
óvenjulega mikill. Ég hef áður á það bent, að af kvenna-stöðum landsins
má mikið ráða um stöðu konunnar í þjóðfélaginu. Þá bar ég saman kvenna-
staðafjölda landshlutanna fjögurra. Nú skulum við athuga, hvernig sömu
kvenna-staðir skiptast á milli saurbýlahreppa og þeirra hreppa annarra, sem
engin saurbýli hafa innan sinna takmarka. Karla-staðir saurbýlahreppanna
íeyndust 132 og kvennastaðirnir 27, eða 17%. í öðrum hreppum landsins eru
kvennastaðirnir hlutfallslega næstum helmingi færri, 8,8%. Nóg um það.
Ég hélt því einnig fram, að „skáldmenntin og hin miklu kvenréttindi
hefðu eitt sinn verið greinar á sama menningarmeiði“. Nú gefst tóm til að
þrautreyna það. Við þekkjum sæmilega góð skil á heimkynnum og ætt-
hreppum 33 hirðskálda. Utan saurbýlahreppa bjuggu 14 þeirra. Er þá Illugi
Bryndælaskáld með talinn, en hann mun kynjaður úr Kjósarhreppi. Hinir
eru: Tindur Hallkelsson og Gunnlaugur ormstunga, báðir í Hvítársíðu-
hreppi, Skúli Þorsteinsson í Borgarhreppi, Glúmur Geirason í Skútustaða-
hreppi, Valgarður á Velli í Hvolhreppi, Sighvatur Þórðarson í Grímsness-
hreppi, Hrafn Onundarson í Mosfellssveit, Þórður Kolbeinsson og Arnór
sonur hans í Kolbeinsstaðahreppi, Þormóður Kolbrúnarskáld í Ögurhreppi,
Hrafn Guðrúnarson í Bæjarhreppi, Bjarni Hallbjarnarson í Skefilsstaða-
hreppi og Vigfús Víga-Glúmsson í Öngulsstaðahreppi. Átta þessara manna
voru búsettir í hreppum, er liggja að saurbýlasveitum. 1 þessum tveim hreppa-
flokkum og saurbýlahreppum, sem hirðskáld hafa, eru karla- og kvennastað-