Helgafell - 01.04.1942, Blaðsíða 52

Helgafell - 01.04.1942, Blaðsíða 52
 L'ETTARA HJAL Ð undanförnu hafa /slenzkir myndlistar- menn verið ofar á dagskrá hjá þjóðinni cn áður hefur tíðkast, en nokkur áraskipti virðast að því, hverjir þeirra draga mest að sér athyglina, enda er slíkt fyrirbrigði alþekkt úr listasögu heimsins. í fyrra var nafn Sölva Helgasonar á hvers manns vör- Listamenn , , . , . I' um, en 1 ar hetur hann orðið að þoka fyrir listamönnum vorra tíma, og má nú segja, að áhuginn fyrir þeim sé orðinn svo mikill og almennur, að jafnvel nýríkir stríðsgróðamenn mættu öfunda þá af honum. Þá virðist eigi síður vcra ára- skipti að tilganginum, sem liggur að baki áróðrinum fyrir frægð listamannanna, og sést munurinn bezt á því, að í fyrra kepptust menn um að grafa Sölva Helgason upp frá dauðum, ef svo mætti að orði kveða, en í ár beinist viðleitnin einkum að því að grafa listamenn- ina lifandi. En enda þótt efnið til hins mikla áhuga, sem þjóðin hefur öðlazt svo skvndilega fyrir listamönnum sínum, mætti vera ögn geðslegra, er ekki fyrir það að synja, að svo geti farið, að það verði til þess að skapa varan- lega eftirtekt á starfsemi þeirra, og hefur þá betur úr ráðizt en til var stofnað. Og út af fyrir sig væri það ástæðulaust fyrir listamenn- ina, að stökkva upp á nef sér í hvert sinn, sem afrek þeirra sæta nokkurri gagnrýni, sérstak- lega meðan þeir eru ckki hrifnari hver af öðr- um en raun ber vitni um, og jafnvel fáfróður almcnningur á fulla heimtingu á að „brúka munn“ við þá, ef honum sýnist svo. Það er heldur ekkert nýtt fyrirbrigði, að beztu lista- menn verði fyrir skilningsleysi og andúð sam- tíðar sinnar, og um flesta stærstu meistara lista- sögunnar hefur mátt segja það á sínum n'ma, ,,að flestu fólki fannst lítið til um list þeirra“, eins og nýlega hefur verið komizt að orði um nokkra efnilega Iistamenn á okkar Iandi. Slík andúð er mjög skiljanleg, sérstaklega þegar um er að ræða þá listamenn, sem leita nýrrar túlk- unar á viðfangsefni sínu, því sérhver nýr skiln- ingur er mönnum ósannur og framandi, þang- að til hann er, með tíð og tíma, orðinn hluti af persónulegri reynslu sjálfra þeirra. Og enda þótt tæplega verði sagt, að nokkur list sé þess umkomin að skapa nýja heima, er hitt vitað, að það er á hennar færi að opna mönnum þá, og fer þá eftir ýmsu, svo sem innræti og þroska, hversu fljótir menn eru að átta sig á þeim, og er þetta raunar sama lögmál og það, sem gildir um lífið eftir dauðann, að sögn þeirra manna, sem því eru handgengnir. En þetta ætti að hvetja menn til nokkurs um- burðarlyndis gagnvart nýjum aðferðum og nýjum tilraunum í list sem öðru og svo er fyr- ir að þakka, að það er ekki fyrr en með svart- asta afturhaldi 20. aldarinnar, sem ómenntaðir ríkisvaldhafar hafa lögfest ákveðn- Einrœbi í listum. ar Iistastcfnur en bannfært aðrar, eins og gert hefur verið í Þýzka- landi nazisamans, en þar hafa listamenn sætt líkamlegum refsingum fyrir að handleika pens-
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66

x

Helgafell

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Helgafell
https://timarit.is/publication/1076

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.