Helgafell - 01.04.1942, Blaðsíða 38

Helgafell - 01.04.1942, Blaðsíða 38
74 HELGAFELL var fóðurgildi að mun meira. Þegar raektaðar voru saman ertur eða flækjur og hafrar, gat uppskeruaukinn numið 20—30% að heymagni til. Enn fremur er vert að geta þess, að belgjurtir eru eins konar lifandi áburð- arverksmiðjur. Á rótum þeirra þrífast sérstakar bakteríur, er vinna köfnúnar- efni úr loftinu og miðla því síðan belg- jurtunum sjálfum, en einnig þeim gróðri, er vex með þeim. Til þess, að þetta geti orðið, þarf að smita belg- jurtafræið með þessum bakteríum, en takist það vel, myndast rótaræxli, sem eru köfnunarefnisforðabúr. Af þessu leiðir, að spara má kaup á köfnunar- efnisáburði að miklu leyti, þar sem hæfilegt magn af belgjurtum er ræktað með öðrum gróðri og ræktunin fer vel úr hendi. Smárahey er vandþurrkað og illa fallið til votheysgerðar, sökum rotnun- arhættu, er stafar af því, hve auðugt það er að eggjahvítusamböndum. Hins vegar er það talið vel fallið til vélþurrk- unar. Ef bændur hér í nágrenninu ættu kost á að hraðþurrka hey sín, er lík- legt, að meira kapp yrði lagt á sam- ræktun smára og túngresis. En við það ynnist þetta: 1) Heyið yrði meira að vöxtum og auðugra að meltanlegri eggjahvítu. 2) Hægt væri að ná því óhröktu. 3) Fóðurbætiskaup og kaup á köfn- unarefnisáburði mundu minnka til mikilla muna. 4) Mjólkin yrði meiri og betri, af- koma bænda öruggari og neytend- ur ánægðari. Er því ærin ástæða til, að hugsað sé fyrir því, að bændur eigi kost á hita- orku til heyþurrkunar. Að lokum skal bent á enn eitt verk- efni, sem fela mætti heita vatninu á sumrin, en það er þurrkun á þangi og þara til áburðarvinnslu. Hér er tilfinn- anlegur skortur á áburðarefnum, en gnótt þangs og þara við strendur lands- ins. Virðist vel gerlegt að byggja smá- verksmiðju til að þurrka og mala þang og þara, er síðan mætti nota sem á- burð. Gæti sú verksmiðja efalaust fengið hitaorku frá hitaveitunni, en nægjanlegt rafmagn ætti einnig að vera aflögu að sumrinu til að reka mölunarvél. Áburðarmagn nýrra sæþörunga er talið þetta: Köfnunarefni 0,50%, fos- fórsýra 0,10% og kalí 0,60%. Eigi verður fullyrt um magn þessara efna þegar búið er að þurrka þörungana. en hitt er víst, að búa má til verðmæt- an áburð úr þangi og þara á þennan hátt, áburð, sem fyllilega mundi duga í garða, ef hann væri bættur upp með fosfórsýruáburði. Hér verður numið staðar að sinni. Tillögur þær, sem hér eru bornar fram um notkun hitaveitunnar á sumr- in, miða allar að því, að lögð sé á- herzla á, að hún geti orðið bæjarbúum sem mest heilsulind með því að stuðla að framleiðslu hollrar fæðu á ýmsan hátt. Er þess vænzt, að athugað sé sem fyrst, hvort unnt sé að framkvæma þessar tillögur og að hve miklu leyti.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66

x

Helgafell

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Helgafell
https://timarit.is/publication/1076

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.