Helgafell - 01.04.1942, Qupperneq 23
UPPRUNI ÍSLENZKRAR SKÁLDMENNTAR
63
telja, að dýrkendur frjósemisgoðanna tignuðu og tilbáðu þau og helgar
vættir við skógarlunda og ,,keldur“. Af jarðalýsingum má glöggt ráða, að
á saurbýlajörðum kveður óvenju mikið að vatnsmagni, foröðum og afætu-
dýjum, sem oft urðu búpeningi manna að fjörtjóni. Einkum á slíkum stöðum
hafa fornmenn ætlað goð og átrúnaðarvætti nálæga og því hafið þar blót-
fórnir, sökkt eða grafið í jörðu fjármuni og fórnardýr. Er í þessu sambandi
fróðlegt að athuga frásögn eina í Flóamanna sögu: ,,Nú kom kristni á Island
og tók Þorgils í fyrra lagi trú. Hann dreymdi eina nótt, að Þór kæmi að hon-
um með illu yfirbragði og kvað hann sér brugðizt hafa — ,,hefur þú illa
úr haft við mig“ —, segir hann — „valið mér það, er þú áttir verst til, en
kastað silfri því í fúla tjörn, er ég átti, og skal ég þér í móti koma“. — Og
er Þorgils vaknaði, sá hann, að töðugöltur hans er dauður. Hann lét grafa
hann hjá tóftum nokkrum og lét ekki af nýta. Enn barst Þór í drauma Þor-
gilsi og sagði, að honum væri eigi meira fyrir að taka fyrir nasir honum en
galta hans“ ....
Sannleikskjarninn á bak við þessa brjáluðu sögn leynir sér ekki. Við
tóftirnar, sem verið hafa á fornum blótstað, eru minningar um blótfórnir
bundnar. Þar hefur silfri verið sökkt í fen og töðugeltir, helgaðir goðum, grafn-
ir í jörðu. Slíkir fórnarsiðir eru vel kunnir úr sögu annarra landa. Hinir
mörgu silfurfundir í jörðu frá heiðnum tímum bera siðnum öruggt vitni,
einkum þó í norrænum löndum við Eystrasalt. Gudmund Schútte getur þess,
að til skamms tíma hafi bændurnir í Kongsted á Sjálandi fylgt þeirri venju
að grafa kýr lifandi í jörðu og síðan haft dans og alls konar gleðilæti yfir
gröfinni. Þeir létu fórnardýrið þola þjáningu köfnunardauðans. Svo ríg-
bundnir hafa Kongstedbændurnir verið af hinni ævafornu blótfórnavenju.
Minnir dæmi þetta eigi lítið á dauðdaga og gröft töðugaltarins í Flóamanna-
sögu. Má nú greina, af hvaða toga sögnin um hann muni vera spunnin,
þótt afbökuð sé hún í meira lagi.
Töðugölturinn og töðugjöldin eiga víst sögu saman. Fæ ég ekki betur
séð en töðugjaldasiðurinn íslenzki muni vera frá uppskeruhátíðum heiðn-
innar runninn. Með þetta í huga verður saurheiti skarnsins, sem á völl er
ekið, ennþá táknrænara í trúarbragðasögunni. Frá þeim saur fær túngresið
sinn mikla gróðrarmátt. Töðugölturinn er kappalinn ,,svo trautt má rísa“.
Með honum skal gjalda máttarvöldum gróandans og frjóseminnar töðufallið.
Á uppskeruhátíðum Hellena var akuryrkjugyðjan Demeter dýrkuð með
svínafórnfæringum. Svín voru í jörðu grafin. Blótgrafir eru einnig kunn-
ar hérlendis. Þeirra getur Vatnsdæluhöfundur í frásögninni af Þórólfi heljar-
skinn í Forsæludal. Af þjóðtrú og gömlum siðum í Suður-Svíþjóð má ráða,
að þar hafi í fyrndinni verið næsta náin tengsl milli uppskeru, svína-
átrúnaðar og Freyjudýrkunar. Víst er um það, að hinn forni svínaátrúnaður