Helgafell - 01.04.1942, Side 14
54
HELGAFELL
En er Rússland sigrað ?
Dragið þið línu frá Leningrad til
Rostov og gefið Þjóðverjum allt fyrir
vestan hana. Og þó er þetta ekki
nema útskækilssneið af Rússaveldi og
aðalviðnámssvæði þess og hernaðar-
iðjusvæði gersamlega ósnortið.
En Hitler hefði fengið annað að
glíma við en hvernig hann ætti að hag-
nýta sigur yfir Rússum. Hann hefði
fengið yfir 1100 000 ferkm. af ,,sviðnu
landi“, þ. e. landi með öll samgöngu-
tæki og framleiðslutæki eyðilögð, með
milljónir fjandsamlegra borgara til að
hafa hemil á og þúsundir smáskæru-
flokka að stríða við. Og þessir borg-
arar kunna út í yztu æsar að gera óvin-
unum allt til bölvunar. „Heldur láta
Þjóðverja sleppa lifandi en lifandi
hest í hendur Þjóðverjum“. Þetta er
orðtak bændanna, þar sem verið er að
,,svíða landið'* að boði Stalins. Og það
þýðir: ,,Ekkert samgöngutæki í lagi,
enginn vegur, vél, verksmiðja, áhald,
dráttardýr, matbjörg, ekkert, sem ekki
hefur annaðhvort verið eyðilagt eða
komið á brott. Hernaðarsérfræðingar
telja, að það þurfi undir þessum kring-
umstæðum milljón manna her til þess
að hafa hemil á þessu landi og knýja
bændurna til framleiðslustarfa, aðra
milljón manna til þess að gera að
skemmdum, byggja virki og koma
samgöngukerfinu í lag. Og þegar
haustar á ný, þá væri þetta geysiflæmi
ekki lengur orðið ávinningur, heldur
háskaleg byrði og áhætta. Og nýr vet-
ur kæmi með Napóleonshörmungar yf-
ir hinn þýzka her. — Þetta er hið
óhu.gnanlega ævintýri, sem Hitler sér
blasa við. Og annað um leið, sem hon-
um mun íalla litlu betur. Að arísk
goðatign hans og yfirmannlegur ó-
skeikulleiki ætti þá eftir að afhjúpa
sig á hinni endalausu víðáttu Rúss-
lands sem ráðlaust flan fáráðs og vol-
aðs manns, — hið óafturkallanlega ax-
arskaft.
KEMUR OSS ÞESSl Ég ve{t ekki, hverj-
BARÁTTA VIÐ? ar skoðanir menn
kunna að hafa á því hér á landi, en
lýðræðissinnar Bandaríkjanna telja
vissulega, að sér komi þessi bar-
átta við. Þess vegna segir Joseph E.
Davies svo í hinni gagnmerkilegu bók
sinni, Mission to Moscow: ,,Vér
Ameríkumenn eigum að hjálpa Rúss-
um á allan þann hátt, sem oss er auð-
ið. Ég hef í Rússlandi kynnzt embætt-
ismönnum, herforingjum, iðnaðarleið-
togum, fólki, sem fullt er af baráttu-
hug, bjartsýni og dugnaði, alráðið í
að berjast til þrautar og fyrirlítur hug-
myndina um sérfrið við Hitler. Her-
búnaður Rússa er yfirleitt góður og
þeir nota hann með kunnáttu og dug.
Lýðræðisríkin geta hjálpað Rússlandi
til að sigra, ef þau gera það af alefli
þegar í stað. Hitt er hreint aukaatriði
í því sambandi, þó að stjórnarfyrir-
komulag Rússa sé harla frábrugðið
stjórnarfyrirkomulagi vestrænu þjóð-
anna.
Spurningin, sem nú veltur á, er
þessi: Neyðum vér Stalin til að semja
frið við Hitler á ný ? England og
Bandaríkin gætu hrundið Stalin á ný
í faðm Hitlers, en aðeins með því að
sannfæra hann um, að þau væru reiðu-
búin til þess að hlaupast undan merkj-
um, nota Sovét-Rússland til þess að
skara eld að sinni köku og hafa hann
sjálfan að ginningarfífli, eins og Cham-
berlain og Daladier hugðust gera ,,fyr-
ir og eftir Múnchensáttmálann“.
Hér skulu að lokum tilfærð álykt-
unarorð J. E. Davies úr sömu bók.
,,Rússland Lenins og Trotskys —
Rússland Bolsévíkabyltingarinnar —