Helgafell - 01.01.1943, Síða 35

Helgafell - 01.01.1943, Síða 35
TVÆR KVENLÝSINGAR 21 klesi fyrst og fremst verið hughaldið að skapa verk, sem væru áhrifamikil og spennandi á leiksviði, og til þess hefur hann beitt öllum ráðum, en hann hefur, móts við þetta, látið sér í litlu rúmi liggja mannlýsingar. En þessi skoðun von Wilamowitz hefur þó annað veifið sætt miklum andmælum. Deilur þær, sem verið hafa um þessi efni, sýna vel, hve erfitt er að taka þau föstum tökum. En hér má fleira koma til greina. Vera má, að menn hafi oft reynt að lýsa þeim mun, sem á er, með of einföldum hugtökum, svo sem andstæðunni: tegundarmynd (typus) — einstaklingur, þróun — óbreyti- leiki, og þessi einföldun hafi vakið menn til andmæla. — Hitt má líka vera, að klassiskir málfræðingar hafi átt erfitt með að una því, að grískar bók- menntir, sem öld eftir öld höfðu verið taldar fyrirmynd alls þess, sem síðan var ritað, reyndust einn góðan veðurdag vera án margs þess, sem talið var höfuðprýði síðari tíma skáldskapar (svo sem ,,illusionistisk“ lýsing einstakl- inga). En hér er margs að gæta. Ljósmyndagerðin er ekki æðst lista. Sú tónlist er ekki lökust, sem eftir engu hermir, sú skrautlist er æðri, sem færir veruleikann í strangan stíl, en hin, sem stælir hann. í skáldskapnum eru margar aðferðir, margir stílar, eftirlíking veruleikans ein saman ræður ekki gæðunum, fullkomnunin er að öðlast fullkomnun sinnar tegundar, síns stíls. Mynd Æskhýlosar af Klýtæmestru er einföld og styrk; ástæða þess er kann- ske ekki sú, að hann hefði ekki getað haft hana samsetta og torráðna, heldur hin, að hann óskaði ekki eftir því. Hann vildi hafa hana eins og hún var. Og hún er meistaraleg eins og hún er. Lýsing Hallgerðar eða Skarphéðins er allt öðruvísi — og líka meistaraleg. Eins og ég gat um áðan, túlkar Julius Bab Klýtæmestru, þegar hún kemur frá morðinu, og túlkun hans styðst við texta ritsins. En ég held hún sé mjög í samræmi við heildarskoðun flestra leiksögufræðinga nú á tímum; um margt deila þeir, en yfirleitt gera þeir ekki ráð fyrir, að í grísku harmleikunum hafi komið til greina það sem kallað er ,,illusion“ eða sýndarlíking leiksviðs- ins og nú þykir nauðsynlegt. Af miklu afli er þessu haldið fram í bók Egils Rostrups (Den attiske Tragoidia, 1921). Tvö eru meginatriði rits hans: annað er skoðun hans á uppruna þessarar listar, hitt er rannsókn hans á leik og leiksviði. Upphaf grísku harmleikanna þykist hann finna í trúarlegum grímu- leikum margra frumstæðra þjóða; eru þeir ekki sízt við hafðir, þegar ungl- ingar eru teknir í tölu frumvaxta manna. Galdrar eða guðsdýrkun er kjarni þessara leikja. Þar er fylgt ströngum reglum og alls ekki að ræða um raun- sæja eftirlíkingu veruleikans. Frá þessum grímuleikjum er komin hin merki- lega leiklist sumra Austurlandaþjóða, Japana, Kínverja og Indverja, sem Rostrup vill líkja við hina grísku leiklist. Veruleikabrag þeirra má vel greina af þessari lýsingu Jóhannesar Poulsens á leik sem hann sá einu sinni í Kína: ,,Þá um kvöldið sá ég í fyrsta sinn á ævinni sjónleik . . . sem ekki hafði eina
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116
Síða 117
Síða 118
Síða 119
Síða 120
Síða 121
Síða 122
Síða 123
Síða 124
Síða 125
Síða 126
Síða 127
Síða 128
Síða 129
Síða 130
Síða 131
Síða 132
Síða 133
Síða 134
Síða 135
Síða 136
Síða 137
Síða 138
Síða 139
Síða 140
Síða 141
Síða 142
Síða 143
Síða 144
Síða 145
Síða 146
Síða 147
Síða 148
Síða 149
Síða 150
Síða 151
Síða 152
Síða 153
Síða 154
Síða 155
Síða 156
Síða 157
Síða 158
Síða 159
Síða 160
Síða 161
Síða 162
Síða 163
Síða 164

x

Helgafell

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Helgafell
https://timarit.is/publication/1076

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.