Morgunblaðið - 09.08.2012, Side 6

Morgunblaðið - 09.08.2012, Side 6
6 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 9. ÁGÚST 2012 SVIÐSLJÓS Ingveldur Geirsdóttir ingveldur@mbl.is Pétur J. Eiríksson, stjórnar- formaður eignarhaldsfélagsins Por- tus, sem er móðurfélag tónlistar- og ráðstefnuhússins Hörpu, segir að tapið af rekstrinum í ár verði greitt af rekstrarfé hússins, ekki beint úr ríkiskassanum eins og margir hafi gert sér í hugarlund. Gert er ráð fyr- ir að rekstrartap Hörpu 2012 verði 407 milljónir króna samkvæmt út- tekt sem KPMG vann fyrir eigendur hússins sem eru Íslenska ríkið og Reykjavíkurborg. „Það má hafa í huga að beinar skatttekjur eigenda af þessu húsi verða 549 milljónir í ár. Þannig að eigendurnir eru að fá meira fyrir húsið en þeir þyrftu að leggja fram ef þeir myndu fjármagna tapið. Við munum ekki leita rekstrarstyrkja á þessu ári og örugglega ekki því næsta. En við viljum verja okkar peningum í annað en að fjármagna tap,“ segir Pétur. Hann er einnig stjórnarformaður Totus sem er félag um rekstur fasteignarinnar og Situs sem er þróunarfélag um uppbygg- ingu á reitum umhverfis Hörpu. Þá er hann meðstjórnandi í Ago sem er rekstrarfélag um starfsemina í húsinu. Vilja leiðrétta leigusamning Pétur nefnir tvennt sem helstu or- sökina fyrir því rekstrartapi sem verður á Hörpu í ár. Í fyrsta lagi eru það há fasteignagjöld og í öðru lagi Sinfóníuhljómsveit Íslands. „Við þurfum að greiða 337 milljónir í fast- eignagjöld og svo erum við með halla á Sinfóníuna sem nemur um 100 milljónum króna. Leigusamning- urinn við Sinfóníuna er bindandi í 35 ár og ástæðan fyrir því að við höfum viljað endurskoða hann er að í hon- um er ekki gert ráð fyrir að Sinfóní- an borgi sameiginlegan kostnað, eins og hita og rafmagn, þrif og leigu á sameiginlegum rýmum. Við þurf- um svo að láta hljómsveitinni í té ótakmarkaðan fjölda starfsmanna á sviði. Það er vaninn að leigjendur borgi sameiginlegan kostnað og hann er hár. Okkur er uppálagt að reka húsið á viðskiptagrunni en þessi leigusamningur brýtur í bága við viðskiptavenjur og þess vegna höfum við talið eðlilegt að þetta sé leiðrétt.“ Í úttekt KPMG er nefnt að hækka leiguna við Sinfóníuna um helming, úr 122 m. kr. í 259 m. kr. Pétur segir þessa tölu útreikning skýrsluhöf- unda, aldrei hafi verið sett fram nein lokatala. Forsendur sem lagt var upp með í rekstri Hörpu hafa ekki staðist sam- kvæmt úttekt KPMG. Pétur segist ekki hafa verið kominn að rekstr- inum þegar þær áætlanir voru gerð- ar en sagðist telja það vera vegna þess að menn voru að gera áætlun fyrir hús og rekstur sem þeir þekktu ekki. Hann segir að í fyrstu áætl- unum hafi tekjur af ráðstefnum ver- ið ofreiknaðar, um 80% samkvæmt úttekinni. „Það eru margar ástæður fyrir því að ráðstefnuhald gekk ekki samkvæmt áætlun; eldgos, nákvæm- ur opnunardagur hússins var lengi óljós og það er kreppa í heiminum. Við erum á áætlun hvað varðar tekjur af ráðstefnum í ár og reiknum með að þær fari vaxandi næstu þrjú árin. Áætlanir varðandi tekjur af tónlistarviðburðum í húsinu hafa staðist algjörlega. Á næstu þremur árum ættum við að geta aukið ráð- stefnutekjurnar um 130 milljónir. Reksturinn yrði sjálfbær með leið- réttingu fasteignagjalda og leigu- samninga við Sinfóníuna og Óp- eruna,“ segir Pétur. Þrátt fyrir 400 milljóna króna tap á þessu ári telur Pétur að rekstur hússins fyrsta árið hafi heppnast vel. „Til lengdar mun Harpa skapa samfélaginu mun meiri tekjur en kostnaður- inn verður. Svona hús er geysilega verðmætt fyr- ir samfélagið.“ Tapið greitt með rekstrarfénu  Stjórnarformaður Portus segir tvennt orsaka 407 m. kr tap af rekstri Hörpu: há fasteignagjöld og leigusamningur við Sinfóníuna  Beinar skatttekjur eigenda hússins af því verða 549 milljónir í ár Morgunblaðið/Kristinn Harpa Austurhöfn er einkafyrirtæki í eigu ríkis og borgar sem á Hörpu. Íslenska ríkið á 54% í fyrirtækinu en Reykjavíkurborg 46%. Þegar ríki og borg yfirtóku framkvæmdir við tónlistarhúsið eftir efnahagshrunið miðuðust allar áætlanir við að ekki þyrftu að koma til aukin framlög ríkis og borgar frá því sem áður var ákveðið. Í viðtali í Morgunblaðinu 26. janúar 2010 segir Pétur að ekki þurfi að leita til ríkisins til að standa undir rekstrinum á Hörpu þegar hann hefst. Spurður núna hvort þetta hafi verið óhófleg bjartsýni svarar Pétur: „Við gerðum ráð fyrir allt öðrum fasteignagjöld- um í upphafi, ekki gjöldum m.v. verðmæti hússins heldur verð- mæti rekstrarins eins og tíðk- ast um atvinnuhúsnæði. Við höfum verið í viðræðum við eig- endur í nokkurn tíma um að leiðrétta leigusamninginn við Sinfóníuna, menn urðu ásáttir um að bíða þar til það yrði kom- in rekstrarreynsla á húsið og við féllumst á það. Árið 2010 er ég með það í huga að við lendum ekki í verstu mögulegu stöðunni en við erum að gera það. Í nóv- ember í fyrra drógum við upp þrjár sviðsmyndir, sú versta er það sem við er- um að horfa á í dag en í þeirri bestu gerðum við ráð fyrir 125 milljónum í tap og slíkt tap hefðum við getað unnið upp.“ Í verstu mögulegu stöðunni BJARTSÝNN 2010 Pétur J. Eiríksson Engin undanþága frá reglum um gæslu við sundlaugar er nú í gildi hér á landi og nýlegum beiðnum um slíkar undanþágur hefur verið hafnað, sam- kvæmt upplýsingum frá umhverfis- ráðuneytinu. Slík undanþága var þó veitt vegna þriggja sundlauga á Aust- urlandi í fyrra en sú síðasta rann út 1. september í fyrra. Reglugerð um hollustuhætti á sund- og baðstöðum gildir um alla sund- og baðstaði sem almenningur hefur aðgang að. Um laugagæslu seg- ir m.a. í reglugerðinni: „Sund- og bað- staðir skulu hafa laugargæslu. Á sund- og baðstöðum skal ávallt vera laugargæsla meðan gestir eru í laug. Tryggja skal að starfsmenn sem sinna laugargæslu fylgist stöðugt með gestum í laugum og á laugar- svæði og hafi eftirlit og yfirsýn yfir alla hluta laugar og sinni ekki öðru starfi samhliða.“ Umhverfisráðuneytið veitti í fyrra undanþágu frá kröfunni um að starfs- menn sinntu ekki öðru starfi samhliða vegna sundlauga Fjarðabyggðar á Norðfirði, Eskifirði og Stöðvarfirði. Í öllum tilvikum var gott útsýni yfir laugarnar úr afgreiðslunni og í und- anþágunni var m.a. kveðið á um að sá sem annaðist laugargæslu einn – og á þeim tíma sem annir voru í lágmarki – skyldi ekkert gera annað en að sinna gæslu og afgreiða laugargesti. Sigurbjörg Sæmundsdóttir, deild- arstjóri í umhverfisráðuneytinu, segir að verið sé að endurskoða reglugerð- ina, m.a. með tilliti til öryggiskrafna á minni sundstöðum. Það getur verið dýrt að uppfylla ör- yggiskröfur og Morgunblaðið hefur upplýsingar um að ein sparnaðarað- ferðin sem notuð er í minni laugum úti á landi er að fastagestir merkja ein- faldlega við sig á morgnana og eru rukkaðir síðar. Í stað þess að rukka sinnir starfsmaðurinn laugagæslu. runarp@mbl.is Engin undan- þága er í gildi  Skoða reglur um minni sundlaugar Morgunblaðið/Árni Sæberg Fjör Sund er góð skemmtun. Tónlistarhús » Samningur ríkis og borgar um byggingu tónlistar- og ráð- stefnuhúss var undirritaður 2002. Í samningnum var m.a. kveðið á um að um einka- framkvæmd væri að ræða. » Eignarhaldsfélagið Portus, sem var í eigu Landsbankans og Nýsis, samdi við ríkið og Reykjavíkurborg á sínum tíma um bygginguna og ætlaði að reka húsið. » Framkvæmdir hófust 12. janúar 2007. Í október 2008 voru þær stöðvaðar vegna bankahrunsins. » Í mars 2009 hófust þær aft- ur eftir ákvörðun Katrínar Jak- obsdóttur menntamálaráð- herra og Hönnu Birnu Kristjánsdóttur, þáverandi borgarstjóra. Ríki og borg eignuðust húsið og greiða næstu 35 árin tæpan milljarð króna á ári til að borga niður lán vegna byggingar Hörpu. Skrifstofurými Bókahillur Eldtraustir skápar Skjalaskápar Skjalakerfi Smávörukerfi Brautarholt 26-28 | 105 Reykjavík Sími 511 1100 | www.rymi.is | www.riverslun.is

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.