Morgunblaðið - 09.08.2012, Síða 20
BAKSVIÐ
Rúnar Pálmason
runarp@mbl.is
Þ
að færist í vöxt að öku-
menn séu teknir undir
áhrifum fíkniefna. Það
þarf þó ekki endilega að
þýða að samsvarandi
fjölgun hafi orðið í hópi þeirra sem
telja það ekki eftir sér að setjast und-
ir stýri undir áhrifum fíkniefna því
sömu mennirnir eru oft teknir marg-
oft við þessa iðju. Þetta eru menn
sem láta sér ekki segjast við sektir
eða missi ökuréttinda heldur halda
fíkniefnaakstrinum áfram. Og gagn-
stætt því sem margir kunna að halda
þá aka þeir sem eru undir áhrifum
fíkniefna ekki um á eintómum
druslum heldur líka á lúxusbifreiðum.
Árið 2009 var fjöldi brota vegna
aksturs undir áhrifum fíkniefna 999.
Þau voru heldur færri árið 2010 eða
752 en fjölgaði aftur í fyrra upp í 973.
Á fyrstu sex mánuðum þessa árs hafa
623 slík brot verið skráð, samkvæmt
upplýsingum frá ríkislögreglustjóra,
og því útlit fyrir metár í þessu tilliti.
Aukningin kemur sömuleiðis
fram í ársskýrslu lögreglunnar á höf-
uðborgarsvæðinu en þar fjölgaði mál-
unum um fimmtung milli ára; í 600 til-
vikum voru ökumenn undir áhrifum
fíkniefna árið 2011, um fimmtungi
fleiri en árið áður. Til samanburðar
voru rúmlega 800 ökumenn teknir
fyrir ölvunarakstur á höfuðborg-
arsvæðinu í fyrra sem er svipað magn
af stútum og undanfarin tvö ár.
Skýrari ákvæði 2006
Guðbrandur Sigurðsson, aðal-
varðstjóri í umferðardeild lögregl-
unnar á höfuðborgarsvæðinu, bendir
á að skýr ákvæði um fíkniefnaakstur
hafi verið sett inn í umferðarlög árið
2006 og þar hafi lögregla fengið öfl-
ugra verkfæri til að berjast gegn
þessum brotum. Þá fékk lögregla
einnig tæki til að mæla fíkniefni með
munnvatns- eða svitastrokum. Við
slík próf, sem framkvæmd eru á vett-
vangi, er hægt að greina allt að fimm
mismunandi tegundir fíkniefna. Guð-
brandur segir að þótt málunum hafi
fjölgað sé ekki endilega víst að ein-
staklingunum sem aki undir áhrifum
fjölgi svo mjög.
„Það er oft verið að taka sömu
einstaklingana aftur og aftur,“ segir
hann. „Það er ekki sjálfgefið að þetta
vísi til fjölgunar brotamanna. Hver
einstaklingur getur átt mörg brot.“
Um liðna verslunarmannahelgi
voru 34 ökumenn teknir undir áhrif-
um fíkniefna, 30 karlar og fjórar kon-
ur. Sjö þeirra höfðu þegar verið svipt-
ir ökuréttindum. Guðbrandur segir
að margir þeir sem séu í neyslu láti
sér lítt segjast þótt þeir komist í kast
við lögregluna. „Þessi fíkniefnavandi
er slíkur að þegar menn eru í neyslu
er þeim ekki mjög umhugað um lög
og reglur.“ Hafi ökumenn verið tekn-
ir ítrekað fari lögregla að þekkja þá.
Það er þekkt að menn skipti stöðugt
um ökutæki til að reyna að komast
hjá afskiptum lögreglu, segir Guð-
brandur. Ökutækin séu af ýmsum
toga, frá druslum upp í lúxusbíla sem
kosti milljónir. Ýmist eiga þeir þá
sjálfir eða hafa fengið þær að láni.
„Það er af sem áður var að brota-
menn keyri um á gömlum eða léleg-
um ökutækjum.“
Borga sjálfir tjónið
Verði sá sem ekur undir áhrifum
áfengis eða ólöglegra fíkniefna valdur
að tjóni á hann von á endurkröfu frá
tryggingafélögum.
Sumarliði Guðbjörnsson hjá
tjónasviði Sjóvár segir að sífellt fleiri
tjónvaldar séu undir áhrifum fíkni-
efna. Oftast sé um karlmenn að ræða
en kvenfólki fari fjölgandi í þessum
hópi. Um verulegar fjárhæðir getur
verið að ræða og tryggingafélögunum
er beinlínis óheimilt að fella niður
endurkröfur.
Á druslum og kögg-
um með dóp í blóðinu
Morgunblaðið/Júlíus
Áhrif Sá sem ók eins og brjálæðingur frá Bústaðavegi upp í Grafarvog í
apríl 2009 var grunaður um að vera undir áhrifum áfengis og fíkniefna.
20
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 9. ÁGÚST 2012
Hægt er að lýsa skoðun á ritstjórnargreinum Morgunblaðsins á http://www.mbl.is/mogginn/leidarar/
Grein ÓlaBjörnsKárason-
ar, varaþing-
manns Sjálfstæð-
isflokksins, um
gjaldeyrishöft, líf-
eyrissjóði og íslenskt at-
vinnulíf er afar athyglisverð
og mikilvægt framlag til um-
ræðunnar um hvert skuli
stefna í þessum efnum, enda
fáir sem þekkja betur til í ís-
lensku atvinnu- og efnahags-
lífi en Óli Björn.
Í greininni bendir hann á að
gjaldeyrishöftin geri lífeyr-
issjóðunum ókleift að dreifa
áhættu með skynsamlegum
hætti og fjárfesta í erlendum
verðbréfum. Þannig hafi
gjaldeyrishöftin aukið áhættu
íslensks launafólks og að
óbreyttu gert lífeyrisréttindi
þeirra lakari en ella. Þannig
vinni þau beint gegn almenn-
ingi.
Afleiðingar haftanna séu
líka þær að lífeyrissjóðir séu
farnir að taka meiri þátt í
rekstri fyrirtækja og hafi
þannig aukið völd gamallar
valdastéttar sem sýsli með
annarra manna fé. Og Óli
Björn rekur hve mikil ítök líf-
eyrissjóðir hafa orðið í
stærstu fyrirtækjum hér á
landi. Hann nefnir einnig ítök
banka, en ekki er ofmælt að
ríkisstjórnin hafi komið eign-
arhaldi þeirra fyrir með
óheppilegum hætti.
Óli Björn bendir á að þessu
fyrirkomulagi fylgi sú hætta
að ávöxtun lífeyrissjóðanna
verði til lengri tíma litið ófull-
nægjandi, en jafnframt að
með annarri afstöðu ríkis-
stjórnarinnar til uppbygg-
ingar atvinnulífsins eftir fall
bankanna hefði mátt koma
málum fyrir með allt öðrum
hætti:
„Með fyrirhyggju og skýrri
framtíðarsýn hefði verið hægt
að búa til frjóan jarðveg fyrir
íslenska athafnamenn. Í
hruni fjármálakerfisins fólst
stórkostlegt tækifæri til að
stokka spilin, brjóta upp við-
skiptasamsteypur sem fengið
höfðu að vaxta og dafna í
skjóli óeðlilegs aðgangs að
láns- og áhættufé (m.a. frá líf-
eyrissjóðunum) og reyna að
tryggja sanngjarna og eðli-
lega samkeppni. Stjórnvöld
höfðu hvorki kjark né sýn til
framtíðar. Vinstristjórn Jó-
hönnu Sigurðardóttur og
Steingríms J. Sigfússonar
hefur engan skilning á þeim
einföldu sannindum að þjóð-
félag sem vill sækja fram og
bæta lífskjörin þarf á sjálf-
stæða atvinnurek-
andanum að
halda. Í forherð-
ingu sinni og/eða
vegna sljóleika
komu forystu-
menn ríkisstjórn-
arinnar í veg fyrir að fram-
taksmaðurinn – drifkraftur
framfara – fengi að njóta sín.
Þess í stað voru samsteyp-
urnar endurreistar, komið
var í veg fyrir að fyrirtæki
„fengju“ að fara á hausinn og
þar með var mikilvægu
stjórntæki frjálsra viðskipta
og samkeppni kippt úr sam-
bandi. Í þessu óheilbrigða
umhverfi hófu lífeyrissjóð-
irnir að fjárfesta að nýju og
leggja stórfyrirtækjum til
áhættufé,“ segir Óli Björn.
Forystumenn ríkisstjórn-
arinnar fara mikinn um þess-
ar mundir og leitast við að
endurskrifa söguna og búa til
nýjan efnahagslegan veru-
leika hér á landi, alls ótengd-
an þeim raunverulega. Allt er
þetta hluti af undirbúningi
undir kosningavetur enda
vafalítið óspennandi fyrir nú-
verandi stjórnvöld að heyja
kosningabaráttu ef umræðan
byggist á staðreyndum.
Meðal staðreyndanna er
það, eins og Óli Björn fjallar
um af rökfestu og yfirsýn, að
tækifærin voru fyrir hendi
eftir fall bankanna. Gjaldeyr-
ishöftin áttu aldrei að vera til
langs tíma, aðeins neyðar-
úrræði á meðan mesta hol-
skeflan gengi yfir. En núver-
andi stjórnvöld hafa sýnt að
þau hafa engan áhuga á að
losna við höftin og kjósa þess
í stað að nota þau sem póli-
tískt áróðurstæki og afsökun
fyrir árangursleysi, eða jafn-
vel sem tæki til afskipta af at-
vinnulífinu. Stjórnlyndir
stjórnmálamenn sjá ekkert
athugavert við að halda í slík
tæki og lítil von er til að þeir
losi sig við þau.
Óli Björn Kárason víkur að
því í lok greinar sinnar að
fyrsta skrefið í afnámi haft-
anna mætti stíga fyrir lok
september. Sá áfangi ætti að
vera að „heimila lífeyris-
sjóðum að ávaxta fé sitt með
erlendum fjárfestingum og
dreifa þannig áhættunni og
um leið draga úr ásælni
þeirra í innlendan áhættu-
rekstur“.
Vissulega er tækifæri fyrir
hendi að hefja afnám haft-
anna fljótt og afnema þau svo
hratt og örugglega. Því miður
eru allar líkur til að stjórn-
völd láti það tækifæri fram
hjá sér fara eins og önnur.
Stjórnvöld komu í
veg fyrir að atvinnu-
lífið byggðist upp á
farsælan hátt}
Stórkostlegt tækifæri
sem fór forgörðum
Þ
að eru náttúrlega ríkir pabbadreng-
ir í íslenskri pólitík. Þeir leiða tvo
stjórnmálaflokka á Íslandi, Sjálf-
stæðisflokkinn og Framsókn-
arflokkinn,“ sagði Sigríður Ingi-
björg Ingadóttir, þingmaður
Samfylkingarinnar, nýlega í viðtali. Í sama við-
tali lýsti Sigríður Ingibjörg því yfir að hún gæti
hugsað sér að verða næsti formaður Samfylk-
ingarinnar. Vonandi rætist sá draumur hennar
ekki. Formaður í stjórnmálaflokki getur ekki
leyft sér að tala eins og Sigríður Ingibjörg
gerði, nema sá sami formaður stefni að því að
gera sig marklausan og ómerkilegan.
Það er ekki siðaðra manna háttur að nota
ætterni fólks gegn því. Ríkidæmi er svo nokkuð
sem hægt er að öfunda aðra af en þá er skyn-
samlegt að fara leynt með þá öfund. Öfund-
sjúkur maður er reitt flón.
Þótt einhverjir búi við meiri auð en aðrir þá er sá sem
ríkur er ekki vanhæfur til að leiða stjórnmálaflokk, nema
hann hafi notað auðinn til að múta öðrum til fylgilags við
sig. Þetta er svo augljóst mál að furðulegt er að Sigríður
Ingibjörg hafi ekki áttað sig á því. Kannski finnst þing-
mönnum Samfylkingarinnar sjálfsagt að tala á niðrandi
hátt um pólitíska andstæðinga sem eitthvað hafa efnast.
Enda er þetta víst ekki í fyrsta sinn sem Sigríður Ingi-
björg talar á þessum nótum og fær sjálfsagt klapp fyrir
hjá flokksfélögum sínum. Samfylkingin er að þróast á ein-
kennilegan hátt.
Menn geta sagt ýmislegt í stofunni heima
hjá sér eða í kaffistofunni og kallað aðra fífl og
bjána en þegar þeir fara með sömu ræðuna op-
inberlega þá vita allir að þeir eru ómerkilegir
dónar. Stjórnmálamenn geta líka blaðrað ým-
islegt misgáfulegt sín á milli á þingflokks-
fundum og afgreitt pólitíska andstæðinga sem
ríka pabbastráka og hæfileikalausa í pólitík.
Stjórnmálamenn sem þannig tala ættu þó að
hafa vit á því að fara ekki með þann málflutn-
ing í blöðin.
Sannarlega má gagnrýna Bjarna Benedikts-
son, formann Sjálfstæðisflokksins, og Sig-
mund Davíð Gunnlaugsson, formann Fram-
sóknarflokksins, en það á ekki að hæða þá og
fordæma vegna þess að þeir eiga það sem
margir vildu svo gjarnan eiga, sem er ríkur
pabbi.
Sjálfsagt eiga Bjarni Benediktsson og Sigmundur Dav-
íð fínustu einbýlishús, sumarhús og góðan jeppa, eins og
fjöldi annarra Íslendinga, enda lífsstíll sem langflestir
telja eftirsóknarverðan. Við viljum öll eiga þægilegt líf.
Það lýsir litlum skilningi á mannlífinu að álykta að allir
þeir sem fæðast í velsæld, erfa auð og afla sér hans séu
fordekraðar manneskjur sem hafi ekkert uppbyggilegt
fram að færa í þjóðfélagsmálum. Þetta er afar hættuleg
sýn því hún byggist á ofureinföldun þar sem þeir sem
minna mega sín eru taldir algóðir og hæfileikaríkir en þeir
sem mikið eiga sagðir spilltir og hæfileikasnauðir. Lífið er
ekki svona. Sem betur fer. kolbrun@mbl.is
Kolbrún
Bergþórsdóttir
Pistill
Ríkir pabbar og pabbastrákar
STOFNAÐ 1913
Útgáfufélag: Árvakur hf., Reykjavík.
Ritstjórar:
Davíð Oddsson Haraldur Johannessen
Aðstoðarritstjóri:
Karl Blöndal
Útgefandi:
Óskar Magnússon
Ákvæði um viðurlög við fíkni-
efnaakstri voru sett í umferðar-
lög árið 2006. Þar segir nú í 45.
gr. a. að mælist ávana- og fíkni-
efni í blóði eða þvagi ökumanns
teljist hann óhæfur til að
stjórna ökutæki örugglega.
Sum fíkniefni, t.d. kannabis-
efni, geta verið lengi í blóðinu
án þess að viðkomandi neytandi
telji sig vera undir áhrifum. Þá
hefur komið fyrir að kannabis-
efnin berist í blóð fyrir til-
stuðlan óbeinna kannabisreyk-
inga; í slíku máli féll dómur í
Hæstarétti árið 2009 og var þá
ökumaðurinn sýknaður. Hann
hafði ekki reykt sjálfur, bara
setið í bíl í 20-30 mínútur þar
sem fjórir strákar reyktu hass.
Efnin mega
ekki mælast
ÓBEINAR REYKINGAR